Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 24
„Við eigum að stejna að því að gerbylta því skólakerfi, sem nú ræður lxér á landi, færa það í nútímalegt horf og láta það eklci um okkur spyrjast, að eitt lielzta viðfangsefni ís- lenzkra skólamanna sé — að herja á sálir barna og unglinga; og að breyta heimilum í taugahœli.“ „Nú er raunar svo komið, að sáralítil eða engin áherzla er lögð á íslenzka tungu og íslenzkar bókmenntir, en þœr hafa verið kjölfesta íslenzkrar menningar um aldaraðir. 1 mennta- skólunum er meiri áherzla lögð á Ablativus Absolutus og Vernerslögmál en að kenna fólki að tala og skrifa móður- málið eða herða það í eldi fagurra bókmennta. Slík þróun á auðvitað eftir að hefna sín.“ Baldur Ingólfsson sagði enn- fremur: „í menntaskólunum má takmarka prófin að veru- legu leyti, því að reynslan er sú, að fjöldi nemenda slær slöku við meirihluta vetrarins, en tekur sig svo á fyrir prófin.“ En ef prófin eru takmörkuð, verður auðvitað eitthvað að koma í staðinn, og Baldur hélt áfram: — „Sjá verður um, að nemendur menntaskóla nái vissum árangri og sleppi ekki milli bekkja nema með til- skildri árseinkunn. Þetta má til dæmis gera með því að auka sjálfstæða vinnu nemenda heima og í skóla, enda yrði það betri undirbúningur undir það nám sem að er stefnt, háskóla- námið. Slíkt nám sem þetta yrði auðvitað að fara fram undir handleiðslu kennara". Hér er bent á leið, sem er mjög athyglisverð. Og auðvitað á að fara hana, ekki aðeins í menntaskólum, heldur öllum framhaldsskólum. Og ekki held ég að börnin biðu tjón á sálu sinni, þó að eitthvað svipað yrði tekið upp í barnaskólun- um, svo ég tali nú ekki um í landsprófsdeildum, þar sem allt virðist miðað við álíka merkilega hluti og, hver maddama Pópadóra var. Og þessi vizka fylgir síðan vesa- lings nemendunum í ýmsum útgáfum allar götur að stúd- entsprófi, engum til skemmt- unar nema kannski einhverjum kennaradraug, sem á þann draum heitastan að verða að minnsta kosti nýr Loðvík XV — í næsta lífi. Nei, við eigum að mennta börn okkar og unglinga eins og frekast er kostur, þó ekki að- eins til að auka hagvöxtinn og gera fjárfestingu okkar sem mesta, heldur einnig og ekki síður til að auka gleði barna okkar og hamingju. Við hljót- um að gera ráð fyrir því að fólk sé hamingjusamara í menntuðu, upplýstu þjóðfélagi en óupplýstu. Við eigum að stefna að því að gerbylta því skólakerfi, sem nú ræður hér á landi, færa það í nútímalegt horf og láta það ekki um okkur spyrjast, að eitt helzta viðfangsefni islenzkra skólamála sé — að herja á sál- ir barna og unglinga; og að breyta heimilum í taugahæli. Við eigum að kappkosta að skipuleggja skólakerfið frá rót- um, gera úr því eina heild, þannig að menntaskólastigið sé til dæmis ekki úr tengslum við önnur stig. Það er ek'ki vanzalaust að kennsluaðferðir barnaskólastigsins skuli vera þar hvað hæst á hrygginn reistar og arfurinn frá lands- prófinu, prófskrekkurinn, skuli sitja þar í fyrirrúmi. Á þessu verðum við að ráða bót. Okk- ur ber raunar skylda til að stöðva þessa öfugþróun, áður en hún hefur sýkt svo út frá sér, að ógerningur er að snúa aftur inn á réttar brautir. Við getum ekki öllu lengur haldið dauðahaldi í úrelt skóla- kerfi, sem gefur engum tæki- færi til að vinna góða sigra — nema Pópadóru og hennar lík- um. Matthías Johannessen. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.