Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 24
„Við eigum að stejna að því að gerbylta því skólakerfi, sem
nú ræður lxér á landi, færa það í nútímalegt horf og láta
það eklci um okkur spyrjast, að eitt lielzta viðfangsefni ís-
lenzkra skólamanna sé — að herja á sálir barna og unglinga;
og að breyta heimilum í taugahœli.“
„Nú er raunar svo komið, að sáralítil eða engin áherzla er
lögð á íslenzka tungu og íslenzkar bókmenntir, en þœr hafa
verið kjölfesta íslenzkrar menningar um aldaraðir. 1 mennta-
skólunum er meiri áherzla lögð á Ablativus Absolutus og
Vernerslögmál en að kenna fólki að tala og skrifa móður-
málið eða herða það í eldi fagurra bókmennta. Slík þróun
á auðvitað eftir að hefna sín.“
Baldur Ingólfsson sagði enn-
fremur: „í menntaskólunum
má takmarka prófin að veru-
legu leyti, því að reynslan er
sú, að fjöldi nemenda slær
slöku við meirihluta vetrarins,
en tekur sig svo á fyrir prófin.“
En ef prófin eru takmörkuð,
verður auðvitað eitthvað að
koma í staðinn, og Baldur hélt
áfram: — „Sjá verður um, að
nemendur menntaskóla nái
vissum árangri og sleppi ekki
milli bekkja nema með til-
skildri árseinkunn. Þetta má
til dæmis gera með því að auka
sjálfstæða vinnu nemenda
heima og í skóla, enda yrði það
betri undirbúningur undir það
nám sem að er stefnt, háskóla-
námið. Slíkt nám sem þetta
yrði auðvitað að fara fram
undir handleiðslu kennara".
Hér er bent á leið, sem er
mjög athyglisverð. Og auðvitað
á að fara hana, ekki aðeins í
menntaskólum, heldur öllum
framhaldsskólum. Og ekki held
ég að börnin biðu tjón á sálu
sinni, þó að eitthvað svipað
yrði tekið upp í barnaskólun-
um, svo ég tali nú ekki um í
landsprófsdeildum, þar sem
allt virðist miðað við álíka
merkilega hluti og, hver
maddama Pópadóra var. Og
þessi vizka fylgir síðan vesa-
lings nemendunum í ýmsum
útgáfum allar götur að stúd-
entsprófi, engum til skemmt-
unar nema kannski einhverjum
kennaradraug, sem á þann
draum heitastan að verða að
minnsta kosti nýr Loðvík XV
— í næsta lífi.
Nei, við eigum að mennta
börn okkar og unglinga eins og
frekast er kostur, þó ekki að-
eins til að auka hagvöxtinn og
gera fjárfestingu okkar sem
mesta, heldur einnig og ekki
síður til að auka gleði barna
okkar og hamingju. Við hljót-
um að gera ráð fyrir því að
fólk sé hamingjusamara í
menntuðu, upplýstu þjóðfélagi
en óupplýstu.
Við eigum að stefna að því
að gerbylta því skólakerfi, sem
nú ræður hér á landi, færa það
í nútímalegt horf og láta það
ekki um okkur spyrjast, að eitt
helzta viðfangsefni islenzkra
skólamála sé — að herja á sál-
ir barna og unglinga; og að
breyta heimilum í taugahæli.
Við eigum að kappkosta að
skipuleggja skólakerfið frá rót-
um, gera úr því eina heild,
þannig að menntaskólastigið
sé til dæmis ekki úr tengslum
við önnur stig. Það er ek'ki
vanzalaust að kennsluaðferðir
barnaskólastigsins skuli vera
þar hvað hæst á hrygginn
reistar og arfurinn frá lands-
prófinu, prófskrekkurinn, skuli
sitja þar í fyrirrúmi. Á þessu
verðum við að ráða bót. Okk-
ur ber raunar skylda til að
stöðva þessa öfugþróun, áður
en hún hefur sýkt svo út frá
sér, að ógerningur er að snúa
aftur inn á réttar brautir.
Við getum ekki öllu lengur
haldið dauðahaldi í úrelt skóla-
kerfi, sem gefur engum tæki-
færi til að vinna góða sigra —
nema Pópadóru og hennar lík-
um.
Matthías Johannessen.
24