Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 22
MATTHÍAS JOHANNESSEN: STYRJÖLD VIÐ AKUR Almenningur á fslandi lifir góðu lífi. Viðhorf hans hefur breytzt frá því sem var. Fólk vill ganga sæmilega til fara. Engum dettur lengur í hug að ganga í stagbættum flíkum. En samt sitja menn í mennta- málaráðuneytinu og lappa uppá kerfi sem löngu er úrelt og engin meining í öðru en lagfæra frá rótum. Allt þetta stag er skammgóður vermir. Ég hef talað við fjölda kennara og nemenda og vona að enginn bregði mér um ósannsögli, þeg- ar ég fullyrði, að ég hef ekki hitt einn einasta mann sem hefur borið lof á skólakerfi okkar. Enginn virðist vera á- nægður með það, samt er það látið danka. „Þið, sem gagn- rýnið það, verðið að benda á nýjar leiðir“, sagði einhver. En við erum ekki á opinberum launum til að leysa vandann. Þeir, sem það hafa tekið að sér, verða að gera það undan- bragðalaust. Allir sem ég tala við fullyrða að kerfið sé mjög gallað og ekki megi lengur við svo búið standa. Verst af öllu er sú andlega plága, sem kölluð er landspróf. Það var kannski framför á sín- um tíma, en hefur gengið sér til húðar, staðnað í formúlum, sem lítið eiga skylt við mennt- un eða menningu. Það minnir frekar á ótta manna við Síb- eríuvist hér áður fyrr. Þó heimsendir væri á næstu grös- um, mundu unglingarnir ekki kvíða meira fyrir honum en þeir óttast nú próf þetta. Mað- ur hefur jafnvel heyrt um heimili, sem eru í hálfgerðri rúst vegna þeirrar tauga- spennu, sem er undanfari og afleiðing landsprófs. Prófið er anakrónismi. Það á ekkert skylt við húmanisma nútím- ans — er jafnvel í beinni and- stöðu við hann. Það er styrj- öld við barnssálina. Það er styrjöld við akur. Ríkið, sem vernda á æskuna, lætur sig ekki muna um að heyja baráttu við börn og unglinga — þann eina akur, sem við megum aldrei kasta höndum til og framtíð þjóðar- innar veltur á, hvort ber góðan ávöxt. Og þetta gerist á sama tíma og stofnuð eru dýravernd- unarfélög í öllum sveitum. Það er ekki á okkur logið! Okkur er skylt að framselja börn okkar skólakerfi, sem verkar á taugar beirra eins og óvígir herir, spúandi eldi og eimyrju. Landspróf hindrar margan efnilegan en e. t. v. seinþroska ungling í að taka stúdentspróf og afla sér æðri menntunar. En nú er svo komið að okkur staf- ar, að áliti sérfróðra manna, hætta af því hve fáa stúdenta við brautskráum árlega. Af því mun leiða að við drögumst aft- ur úr og þolum ekki þá sam- keppni, sem einkennir líf manna í nútímaþjóðfélagi. Við verðum að efla æskuna til auk- innar menntunar, svo að hún geti haldið áfram þeirri upp- byggingu, sem hér hefur verið undanfarið, í enn ríkari mæli en verið hefur. í fyrirlestri, sem ég heyrði ekki alls fyrir löngu, var á það drepið, að hagvöxtur í Bandaríkjunum, og þó sér- staklega í Noregi, væri svo mikill, að vísindamönnum hefði ekki tekizt að finna allar forsendur hans. Nú væru uppi háværar raddir um, að ástæð- urnar séu einfaldlega aukin menntun fólks. Þannig er aukin menntun bezta fjár- festing sérhvers þjóðfélags. Það hlýtur að verka vel hér á landi, þar sem allt snýst um efnahagsmál, eins og í kommúnistaríkjunum. Hag- vöxtur hér á landi hefur orðið mjög mikill, án þess að til komi stóraukin menntun, en þar koma til aðrar og stopulli forsendur eins og mikil síld- veiði. En við getum ekki geng- ið út frá því um alla framtíð, að síldin taki að sér hlutverk æðri menntunar hér á landi. ☆ Einn af megingöllum íslenzka skólakerfisins er sá, að það er bútað niður í ósamstæða hluta, sem eru ekki tengdir saman á þann hátt, sem nauðsyn kref- ur. Hér er raunverulega ekki til neitt heildarskólakerfi. Barnaskólastigið er út af fyrir sig, framhaldsstigið einnig, og æðstu skólastigin í litlum sem engum tengslum við hin fyrri, sbr. ræðu háskólarektors við kandidataathöfn 14. júní 1967. Má m. a. glöggt sjá þetta með því að líta á kennslufyrir- komulagið í menntaskólunum. Þar er raunverulega ekki miðað við þá staðreynd, að ungling- arnir eigi eftir að fara í há- skóla. Þar er ekkert sjálfstætt nám, heldur er kennslan öll meiri og minni ítroðsla, sem á lítið skylt við menntun eða lærdóm. Þó er mér nær að halda, að tungumálakennslu í menntaskólunum hafi fleygt mjög fram síðustu ár og er það vel, þó hinu sé ekki að leyna, að nauðsyn beri til að fækka tungumálum og hefja kennslu þeirra löngu fyrr en nú er gert. Fæstum nemendum kemur lat- ína t.d. að nokkru gagni á lífs- leiðinni. Sumir vilja þó halda í hana, en þó helzt á sömu forsendum og brezkir dómstól- ar halda í hárkollur. En við þurfum ekki á hárkollum að halda, a. m. k. ekki í mennta- skólunum. Lítið dæmi get ég tekið úr Menntaskólanum í Reykiavik (og á það vafalaust við alla menntaskólana) um þá próf- maníu, sem allt er að drepa. Sá tími, sem fer í próf fram að stúdentsprófi, er hvorki meiri né minni en 22 vikur eða tæplega hálft ár — og þó eru ekki talin svonefnd skyndipróf sem verka á nemendur eins og ka fbátahernaður. Nei, auðvitað trúir þessu enginn, en ég skal færa rök að því: í III. bekk fara 4—5 vikur í próf, þ. e. vika í desember, vika í marz og 2—3 vikur í vorpróf. í IV. bekk fara 3—4 vikur í próf að vori og vika í janúar að auki. í V. bekk gildir sama og um IV. bekk. í VI. bekk fer ein vika í jan- úarpróf og síðan taka stúd- entsprófin með upplestrarfríi 7 vikur, eða frá 20. apríl til 15. júní; þ. e. tveir mánuðir fara í próf í VI. bekk einum! Auk tímans sem fer í þetta stúss allt, eru svo nemendurnir helteknir prófskjálfta, og mis- jafnlega efnilegir dúxar ná fótfestu, einungis vegna þess að þeir eru eins og iðnar bý- flugur. Eða hvað mundu marg- ir dúxar í menntaskólunum skara fram úr þegar út í lífið kemur? Þetta er kerfi kúrist- anna, en ekki þeirra sem eru að afla sér praktískrar mennt- unar og búa sig undir lífsstarf. Menntaskóla- og háskóla- stigið eru í engum tengslum hvort við annað. En þó hef ég heyrt að kannski væri verið að stíga spor í þá átt að samræma þetta eitthvað — og þá auðvitað ekki með því að draga úr prófvitleysunni í menntaskólunum, heldur er mér sagt að reynt sé að auka skjálftann í háskólanum. Væri það auðvitað stórt spor aftur á bak, því að við þurfum ekki á að halda fleiri prófum í há- skólanum. Þar á að kenna mönnum að iðka vísindi, vinna úr gögnum og heimildum og því sem að gagni kemur í lifs- starfinu síðar meir. En hvað skal til bragðs taka? Mundi ekki vera kominn tími til að leggja niður þann átrúnað sem nú er á prófum, rata eitthvert meðalhóf í þeim efnum? Við eigum að fá nýja síu í stað landsprófsins og hætta að stöðva unglinga á viðkvæmu aldursskeiði. Okkur ber skylda til að laða þá að æðri mennt- un, örva þá til dáða, sjálfum sér og þjóðfélaginu í heild til hags og hamingjuauka. í þeim efnum gætu kennarar ráðið meiru en nú er, og þá ekki sízt kennarar framhaldsskólanna, sem flestir eru með háskóla- próf og ættu að búa yfir hyggindum sem í hag koma. Ég mundi treysta þeim betur til að dæma um getu nemenda og hæfileika en öllum þessum prófum, sem yfir flæða emc og farsóttir, sem lama eðlileg samskipti manna við umhverf- ið. Okkur er hollt að gleyma því ekki, að margt ungt fólk nær sér ekki á strik fyrr en í háskóla; þá losnar úr læðingi menntunarlöngun, nýr þroska- tími tekur við. Hvaða meining er að stöðva þetta fólk á fót- boltaaldri? „Ég hef talað við fjölda kennara oq nemenda og vona að encjinn hreqði mér um ósannsögli, þegar ég fullyrði, að éq hef eJclci hitt einn einasta mann sem Jiefur borið lof á slcóla- lcerfi olclcar.“ „Ríkið, sem vernda á œskuna, lœtur sig ekki muna um að heyja haráttu við hörn og unglinga — þann eina akur, sem við megum aldrei kasta höndum, til og framtíð þjóðarinnar veltur á, livort her góðan ávöxt. Og þetta gerist á sama tíma og stofnuð eru dýraverndunarfélög í öllum sveitum. Það er ekki á olckur logið!“ „En nú er svo komið að oklcur stafar, að áliti sérfróðra manna, hœtta af því lwe fáa stúdenta við hrautskráum ár- lega. A f þvi mun leiða, að við drögumst aftur úr og þolum, ekki þá samkeppni sem einkennir líf manna í nútimaþjóð- félagi.“ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.