Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 42
innar í Nicaragua og stjórn Papa Docs á Haiti). Á einu augna-
bliki hvarf smjaðrið, hinir fullkomnu gullhamrar, „Vinsældir
og áhrif“, og allt þetta andstyggilega sjónarspil.
Meira en það. Ljóti Ameríkumaðurinn var orðinn reiður
Amerikumaður. Gestgjafinn var ekki lengur „vor ágæti gest-
gjafi, hinn gáfaði Colonel“, heldur maður sem tók við skipunum
frá Mr. Harrington.
„Þessi maður,“ sagði Bandaríkjamaðurinn kuldalega og benti
á mig teinréttum vísifingri, „er njósnari!“
Mér duldist ekki, að þetta var alvara — alvara mitt í þessu
ótrúlega sjónarspili. Ég dró upp pappíra mína frá utanríkis-
ráðuneytinu og rétti Bandaríkjamanninum. Hann leit fljótlega
í gegnum þá. „Þessi maður er njósnari," endurtók hann við
ofurstann. „Viljið þér kalla á verði yðar!“ Ofurstinn bað ekki
um að fá að sjá skjölin, kallaði aðeins á verðina.
Forviða virti ég fyrir mér þennan Bandaríkjamann, forstjóra
einhvers fyrirtækis í Gary í Indiana, sem sat hér í Ciudad
Guatemala, höfuðborg ríkis sem fékk sjálfstæði 15. september
1821, og gaf fyrirskipanir ráðherra, ofursta í her Guatemala og
bróður stjórnmálaleiðtoga íhaldsmanna í landinu.
Nú voru tveir lífverðir ofurstans komnir inní stofuna. Þeir
voru vopnaðir vélbyssum. Bandaríkjamaðurinn og ofurstinn
áttu hljóðskraf saman, ofurstinn gaf vörðunum fyrirskipun, kom
síðan til mín og skipaði mér að fylgja þeim.
Útifyrir stóð jeppi, sem ég hafði ekki tekið eftir, þegar ég
kom. Mér var sagt að setjast afturí, annar vörðurinn settist
við hlið mér og við héldum á braut. Við ókum á að gizka hálfa
klukkustund um götur höfuðborgarinnar, unz við komum útúi
borginni. Á myrkum stað, umgirtum eukalyptustrjám, var num-
ið st.aðar. Mér var skipað að koma útúr bílnum og síðan sagt
að ganga áfram í stefnu á trjáhvirfingu eina.
Allt reyndist þetta vera tómt gabb. I stað skothríðarinnar,
sem ég vænt.i, var mér sagt að snúa við, skipað inní jeppann
á ný, og nú lá leiðin t.il baka inní borgina. Framanvið alræmdar
höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni, byggingu í nýlendu-
spænskum barokstíl, stöðvaðist bifreiðin, og þegar lífverðirnir
höfðu gert dyraverðinum grein fyrir máli mínu, var ég fluttur
í klefa í miðri byggingunni.
Morguninn eftir vakti mig kurteislegur maður á klæðskera-
saumuðum fötum: „Senor, þér getið farið núna.“ Ég neitaði að
yfirgefa staðinn fyrr en ég fengi að vita ástæðuna fyrir fang-
elsun minni. „Augnablik.“ Litlu síðar kom hann aftur: „Þér
hafið móðgað el coronel Aguilar. Þér verðið að fara strax,“
bætti hann við, „annars verðið þér fangelsaður aftur.“ Ég fór.
Þegar ég hafði skotizt heim á hótel mitt, fór ég strax til aðal-
ræðismanns Dana í Guatemala, gamals aristókratísks Guate-
malabúa, sem ég hafði áður kynnzt ofurlítið. Hann hafði sam-
bönd á hæstu stöðum, og þar að auki var kona hans félagsmála-
ráðherra, og e. t. v. gæti hann eitthvað sagt mér. Ilann hlustaði
þolinmóður á útskýringar mínar, en hafði engan áhuga á mál-
inu. Ég varð að gera mér grein fyrir, að þetta var Guatemala,
og ég hlaut að skilja, að þetta var allt mín sök.
Síðan Iiringdi ég til danska yfirmannsins í sendiráði Dana.
Sami maður og hafði sagt mér, að Guatemala væri „rólegt land“,
virtist ekki vitundar ögn hissa, og fann ekki ástæðu til að gera
neitt í málinu. Ilann hafði öðrum hnöppum að hneppa, en ég
gæti að sjálfsögðu lagt inn skriflega skýrslu, sem síðan yrði
„komið áleiðis til sendiherrans í Mexíkó."
Loks skýrði ég bandaríska blaðafulltrúanum, sem hafði gefið
mér skakka heimilisfangið og símanúmerið, frá afleiðingunum
af mistökum hans.
Því tvímælalaust voru þetta mistök — þrátt fyrir liinar
merkilegu kringumstæður. Þessi sendiráðsstarfsmaður hafði að
vísu engu við að bæta, en bandarískur fréttaritari gat gefið
mér athyglisverðar upplýsingar: Eineygði Bandaríkjamaðurinn,
Kenneth P. Harrington, var í rauninni sami maður og staðið
hafði fyrir heimsókn Juans de Dios Aguilars ofursta til Banda-
ríkjanna í janúar í fyrra. Þá var Juan ofursti frambjóðandi til
forsetakosninganna, sem fram fóru einum tveim mánuðum síð-
ar, og þar sem hann var frambjóðandi herforingjastjómarinnar,
var hann talinn öruggur „sigurvegari" í kosningunum. Þess
vegna var hann sendur til Bandaríkjanna. Það átti rétt að
kynna Washington og stjórnarherrana í Bandaríkjunum fyrir
tilvonandi stjórnanda Guatemala. Samkvæmt frásögn þessa
bandaríska blaðamanns var Mr. Harrington Iciðsögumaður of-
urstans alla leiðina.
Juan ofursti vann nú samt ekki kosningarnar, og öllum til
undrunar leyfði einræðisstjórnin í fyrrasumar sigurvegaranum,
liinum frjálslynda Julio César Méndez Montenegro, að taka
við forsetatign. Það var í fyrsta skipti sem stjórnmálamaður úr
stjórnarandstöðunni vann forsetakosningar í allri sögu Guate-
mala. (Herinn setti liann af síðar).
Það var raunverulega hinn fallni forsetaframbjóðandi, Juan
ofursti, sem ég hafði ætlað mér að eiga viðtal við í Ciudad
Guatemala. En hver var þá þessi Mr. Ilarrington? Væri það
að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur að gizka á, að
hann hafi verið starfsmaður leyniþjónustunnar CIA?
Þýð. HP.
Skæruliðar (Castro-sinnar) í Guatemala.
42