Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 61
Lútherska kirkjan gerir skýran greinarmun á kristnu frelsi og borgaralegu (sbr. einnig kenninguna um hin tvö regiment). í Confessio August- ana 18. gr. segir, að vilji mannsins sé að vissu marki ó- bundinn í þeim málum, sem ekki snerta hjálpræðið. Hins- vegar hefur maðurinn ekki frelsi til þess að undirbúa sig undir hjálpræðið (se praepar- are ad gratiam). Eðli manns- ins er gjörspillt vegna erfða- syndarinnar og þess vegna leitar vilji mannsins frá Guði og þar með frá hinu eina frelsi. Hjálpræðið og þar með frelsið veitist manninum ein- ungis fyrir Guðs náð. Lútherska kirkjan hafnar þannig þeirri skoðun róm- versku kirkjunnar, að vilji mannsins skipti máli fyrir hjálpræði hans. En hún hafn- ar einnig fyrirhugunarkenn- ingu Reformeruðu kirkjunnar, þar eð hún leggur á það á- herzlu, að maðurinn sé ábyrg- ur fyrir fráfallinu. Áherzla rómversku kirkj- unnar á það, að frjáls viljaákvörðun mannsins og þar með verk hans hafi bein áhrif á hjálpræði hans, hefur orðið til þess, að rómversk-kaþólsk siðfræði hefur að verulegu leyti orðið að tilfellafræði (kasui- stik). Bein afleiðing þess er síðan verkaréttlæting, lögmáls- siðgæði, sem oftast leiðir til hræsni og yfirdrepsskapar annarsvegar, en hroka og sjálf- umgleði hinsvegar. Sú hætta er því alltaf fyrir hendi, að hin rómverska afstaða leiði menn beinlínis til syndar (sbr. um- mæli Páls um lögmál Gyð- inga). Ætla mætti, að kenning Re- formeruðu kirkjunnar um fyr- irhugun leiddi af sér aðgerða- leysi og sinnuleysi, en svo er ekki. Þessi kirkjudeild telur, að farnaður manna hér í þessum heimi sé merki þess, hvort heldur menn séu fyrir- hugaðir til frelsis eða glötun- ar. Þessi kenning hefur því orðið hvatning til umsvifa. Lútherski rétttrúnaðurinn lagði mikla áherzlu á vanmátt hins fráfallna manns. Hefur viljað brenna við, að menn reyndu að verja eigið sinnu- leysi með þessu. En Lúther lagði sjálfur áherzlu á það, að hin sanna trú hlyti að bera ávöxt í góðum verkum, þó að þau skipti ekki máli fyrir hjálpræðið. Samkvæmt lút- herskri kenningu skal maður- inn gefa Guði dýrðina af því góða, sem hann fær áorkað, en ekki reikna það sjálfum sér til réttlætis, því að hinn góði vilji — hinn frjálsi vilji — er gefinn honum af Guði. Niðurlagsorð. Eins og komið hefur fram hér að framan, verður raunverulegt ástand viljans ekki skilgreint með rökum, hvorki frá heimspekilegu né kristnu sjónarmiði. En reynsla manna virðist benda í sömu átt og hin kristna skoðun, að viljinn sé í einu frjáls og bundinn. Kemur það furðuvei heim við hina lúthersku kenn- ingu um að maðurinn sé í einu syndugur og réttlættur (simul justus et peecator). Ekki verð- ur nein fullnægjandi rökræn skýring gefin á þessu, og kann þá ýmsum að virðast allt tal um þetta algerlega fjarri öll- um sanni. En þess ber að gæta, að kristindómurinn er ekki heimspekikerfi né heimsmynd, heldur leið til hjálpræðis. Heimspekin fæst við skilgrein- ingar og útskýringar fyrir manninn, hún er anþrópó- centrisk í eðli sínu, en kristin- dómurinn er leið til hjálpræð- is Guðs, hann er þeócentriskur. Þessi tvennskonar afstaða til vandamálsins getur því staðið hlið við hlið án þess að rekast á. Virðist því sjálfsagt, að guð- fræðin notfæri sér heimspeki- legar niðurstöður eins og hægt er. Þar eð kristindómurinn er hjálpræðisleið en ekki leið til skilnings, skiptir heimspekileg og rökfræðileg gagnrýni tak- mörkuðu máli, svo framarlega sem hún dregur ekki í efa hæfni kristindómsins sem hjálpræðisleiðar. Kristindóm- urinn hefur tvímælalausa yfir- burði yfir alla heimspekilega siðfræði í því að vekja menn til ábyrgðar og opna þeim þar með leið til siðgóðrar breytni. Og þar sem tilgangur siðfræð- innar er einmitt siðgóð breytni, en ekki rökrétt, heimspekilegt siðfræðikerfi, virðist þar af leiðandi óhætt að fullyrða, að grundvöllur kristinnar siðfræði sé traustur. G1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.