Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 14
ARNÚR HANNIBALSSON: SKÚLI - TIL HVERS? I. 1. Almennir skólar eru sögu- lega ungar stofnanir. Ánauð- ugir bændur miðalda þurftu hvorki að lesa né skrifa til að yrkja jörðina og skila eigend- um sínum arði af henni. En á 19. öld kemur tvennt til: Þróun lýðræðis og iðn- væðing. „We must educate our masters“ („Við verðum að mennta húsbændur okkar“, þ. e. kjósendur), sagði Robert Lowe, enskur skólamaður eftir miðja 19. öld. Iðnvæðingin hafði það í för með sér, að vinnulýðurinn þurfti að kunna á maskínur. Þróun tækninnar gerir síaukn- ar menntunarkröfur til al- mennings. 2. 20. öldin er öld almennrar menntunar. Áður fyrr fékk all- ur þorri manna tilsögn í frumatriðum einum: þegar þeir höfðu lært að lesa, skrifa og fara með einfaldar tölur, gátu þeir farið að vinna. Að- eins örfáir nutu framhaids- og æðri menntunar. En nú er þessu snúið við. Aðeins fáír geta látið sér nægja sjö ára skyldufræðslu. Allir reyna að klifra eins langt upp eftir skólakerfinu og þeir komast. Menntun er skilyrði fyrir frama og velgengni. 3. Almennir skólar eru af- sprengi lýðræðis og iðnvæðing- ar. Á okkar öld verða þeir lyk- ilstofnanir þióðfélagsins: Þeir veita réttindi til allra sér- hæfðra starfa, þeir móta að miklu leyti þann þroska, sem valdhafarnir, ríkið, vill að kjósendur hafi til að bera. 4. Á miðöldum voru skólar þarfir til að mennta fámenna stétt guðfræðinga og presta, sem höfðu það hlutverk að sjá um, að vinnulýðurinn tileink- aði sér siðaboð þóknanleg yfir- stéttinni, svo að friður ríkti í ríkinu. Allan annan nauðsyn- legan lærdóm fékk unga kyn- slóðin innan vébanda fjöl- skyldunnar. Hún var miðill allrar þekkingar, verkmenn- ingar, arfleifðar, siða. 5. í iðnþjóðfélagi er þetta gjörbreytt. í stórborgum nú- tímans er fjölskyldan að vísu enn uppeldisaðili, en flest störf hennar, sem áður voru, eru komin í hendur opinberra stofnana. 6. Skólinn verður ekki aðeins þekkingarmiðill heldur og upp- eldisstofnun og mótar að meira eða minna leyti skapgerð, við- horf, hugsunarhátt, dómgreind, siðamat nemendanna. 7. í miðaldaþjóðfélaginu var allt í föstum skorðum. f tækni- þjóðfélagi er allt á íleygiferð. Það fellur í hlut skólans ekki aðeins að veita staðgóða al- menna menntun í helztu greinum vísinda, heldur og svo staðgóða menntun, að nem- endurnir reynist hæfir til að skipta um starf seinna á æv- inni, vegna þess að það starf, sem valið var í upphafi, hverf- ur vegna tæknibreytinga. 8. Tækniþjóðfélagið leggur á herðar hins opinbera lausn fjölmargra vandamála, sem áð- ur voru einkamál hverrar fjöl- skyldu. Til lausnar þessara vantía- mála þarf vit, þekkingu, skyn- semi; sérfræðinga á fjölmörg- um sviðum. Brjóstvit, vana- lausnir — „það sem var nógu gott fyrir afa er gott fyrir mig" — dugir ekki lengur. Alla þessa sérþekkingu leggja skólarnir til. 9. Fjöldaframleiðsla skapar fjölframleiðsluneytendur. Hlut- verk manna er ekki aðeins að framleiða vöruna, heldur og að neyta hennar, koma henni í lóg, svo að framleiðslan geti haldið áfram. Það, sem hver gerði áður heima hjá sér fyrir sig, er nú verksmiðjufram- leiðsla. Menningin verður að fjölda- framleiðslu. Menn vinna við vélar og eyða frítíma sínum við vélar (fj ölmiðlunartæki). Þetta leggur skólunum enn eitt hlutverk á herðar: Að rækta manndóm og dómgreind borgaranna, svo að beir haldi áttum og tapi þeim ekki i hringiðu breytinganna, haldi sjálfstæði sínu og kunni að nota frítíma sinn við skapandi iðiu en ekki einungis við að láta vélar mata sig. Húmanísk menning verður að lífsnauð- syn. Bregðist skólinn þessu hlutverki, framleiða fjölda- framleiðslutækin skríl. Um lýðræði er þá tómt mál að tala. 10. Aðstaða skólans til að sinna þessu hlutverki fer eftir viti, skynsemi og vilia valdhaf- ans (löggjafans). Valdhafinn velur þau verðmæti, sem borin eru á borð í almennum skól- um. Val hans fer eftir aðstöðu hans til eðlis þekkingarinnar, til mannlegra verðmæta, þ. e. eftir því, hvers konar heim- speki hann aðhyllist. Hvernig er það líf, sem er þess virði að lifa því? Hvernig er sá einstaklingur, sem hægt er að bera virðingu fyrir? Hvaða hæfileika ber helzt að rækta? Hvert er hið æskileg- asta siðgæði? Þessum spurn- ingum verður valdhafinn að svara, og hann gerir það í verki með pólitík sinni, en svörin fara eftir verðmætamati hans, heimspeki hans. 11. Siðmenningin setur æ fleiri skorður við óheftri útrás frumhvata, krefst skynsam- legrar hegðunar og skapar þannig nauðsyn á virkjun afla í manninum sjálfum til skap- andi starfa, nauðsyn á ekki minni landvinningum inn á við í manninum sjálfum en hafa orðið út á við í beizlun náttúru- aflanna. II. Ef ég legði spurningar eins og þessar fyrir gest og gang- andi: Hvers virði er lífið? Hvers virði er frelsið? Hvers virði er þjóðin? þá myndu flestir hrista höfuðið með spurn í augum. Ef einhver virti mig svars, fengi ég líklega að heyra eitthvað um fisk, pen- inga eða steinsteypu. Við fslendingar höfum af skyndingu stokkið út úr mið- öldum í iðnvæðingu nútímans og erum enn ekki teknir að átta okkur. Tvær kynslóðir hafa lagt alla sína orku í fram- kvæmdir, í breytingu lífsaö- stæðnanna. En þegar mesta víma steinsteypuæðisins líður hjá á seinni hluta aldarmnar, hljóta menn að spyrja sig grundvallarspurninga: Til hvers? Athyglin beinist að aðlögun lífshátta að breyttum aðstæðum og nýju mati verð- mæta. III. 1. íslenzkur skóii er enn á miðaldastigi. Öll kennsluskip- an íslenzkra skóla á beina ætt sína að rekja til heimspeki Platons og skólans í Alex- andríu, sem svo sameinuðust lúterisma og þýzkri heimspeki (og náðu hápunkti í heimspeki Hegels). Þessi skólastefna kom til okkar frá Danmörku, rót- festist í Skálholti og á Bessa- stöðum og ríkir enn í hinum Lærða skóla, Latínuskclanum eða Menntaskólanum, eins og hann nú heitir. Allt frá þeim tíma, að al- mennri fræðslu var komið á hér á landi fyrir 60 árurn, hef- ur verið hugsað um það eitt, að skólarnir næðu til sem flestra, um útbreiðslu skólans, 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.