Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 43
í tilefni af 20 ára afmæli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), 18. nóv-
ember 1065, var efnt til svonefndrar „Alheimsráðstefnu æskufólks“ í Róm, þar sem 44 æskumenn í
fylkingarbrjósti „Herferðar gegn hungri“ sömdu yfirlýsingu sem full ástæða er til að rifja upp, þó liðin
séu tæp tvö ár siðan hún var birt. Hún túlkar viðhorf þeirrar æsku, sem erfir heiminn að fáum árum
liðnum, og hljóðar svo:
TIL ALLRA ÆSKUMANNA HVARVETNA Á JÖRÐINNI FRÁ ALHEIMSRÁÐSTEFNU ÆSKUFÖLKS í RÖM.
Helmingur jarðarbúa hefur ekki nóg að
borða. Af því leiðir að árlega láta margar
milljónir æskumanna lífið með jafnófrá-
víkjanlegum hætti og væru þeir strá-
felldir með byssum kúgaranna. Margir
fleiri eru ævilangt brennimerktir af
hungri, bæði líkamlega og andlega.
Við segjum þér, að þessar þjáningar er
hægt að stöðva og það verður að gera.
Þegar við öll í sameiningu, hvort sem
við búum við hungur eða í auðugum
allsnægtalöndum, afráðum að láta
hungrið hverfa, þá getum við það.
Veröldinni er í stórum dráttum stjórnað
af mönnum sem eru ekki í neinum
tengslum við heim æskunnar. Þeir vita,
að milljónir manna svelta og deyja. En
þeir álíta mikilvægara að framleiða bvss-
ur, sprengjur, herskip, eldflaugar og að
senda okkur út til að herja hver á annan
lieldur en að útvega korn og vatn. skóla
og sjúkrahús, svo við fáum alið og að-
stoðað Itver annan.
A þessum degi fyrir tuttugu árum skópu
framsýnir menn Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna til að
hafa forgöngu um herferðina gegn hungri
veraldarinnar. Margir fá meiri mat en
þeir hefðu fengið án stofnunarinnar. Og
samt eru nú að 20 árum liðnum fleiri
hungraðir menn í heiminum en nokkru
sinni f.yrr. Ef við hefjumst ekki handa
þegar í stað, verða þeir enn fleiri eftir
önnur tuttugu ár, hungursneyð mun
herja viða um heim og við munum aftur
fara með stríð á hendur liver öðrum. Við
verðum að koma í veg fyrir slíkar ófarir
með því að kveðja æskulýðinn til dáða.
Þekktu hæfileika þína og vittu hvað þú
átt að gera.
Búirðu í ríku landi, áttu hlutdeild í vel-
meguninni. Segðu löndum þínum frá
hungrinu i öðrum löndum. Heimtaðu af
ríkisstjórn þinni að miklu meira af nægt-
um þjóðarinnar verði varið til þróunar
heimsins.
Búirðu í fátæku landi, heimtaðu þá næg-
an mat handa löndum þínum. Snúðu
ekki baki við landsbyggðinni og þeim
mönnum sem framleiða matinn; starfaðu
þvert á móti með þeim að þróun sveit-
anna. Gerðu með þeim áætlanir, svo að
þeir geti smátt og smátt þroskazt bæði
líkamlega og andlega.
Hafirðu menntun, sérfræðikunnáttu og
þekkingu, sættu þig þá ekki við gamla
lagið, því nú veltur allt á viðbragðsflýti.
Mundu að vísindi og tækni, sem nú
senda menn út í geiminn, þurfa aðeins að
ná til fátæku landanna og þá munu þau
vinna jafnvel enn stærri kraftaverk.
Sjáðu til þess að hæfileikar þínir verði
hagnýttir til að hjálpa þeim sem mesta
hafa þörfina.
Eigirðu sjálfur barn, settu þér þá það
mark að binda enda á þjáningar allra
barna. Hugleiddu einnig hvernig þú
skipuleggur stærð fjölskyldu þinnar,
þannig að framfarirnar verði ekki til að
auka öllum þjáningar.
Við skulum gera þeim sem stjórna full-
komlega Ijóst, að skipting jarðarbúa í
auðkýfinga og fátæklinga á að vera úr
sögunni, og að við vitum að þörf er á
átaki til að þróa heiminn sem sé jafn-
umfangsmikið og hin árlega milljarða-
sóun til hergagnaframleiðslu. Gerum
þeim einnig ljóst, að komi stjórnmála-
og fjármálakerfi heimsins í veg fyrir rétt-
láta skiptingu matvæla og velmegunar,
verður að afnema þessi kerfi.
Umfram allt verðum við að sýna fúsleik
til að starfa að þróun heimsbyggðarinn-
ar og krefjast tækifæra til að gera það.
Mannkynið er ein fjölskylda, þar sem
hver einstakur okkar cr skyldugur að
hjálpa hinum.
Við, sem erum saman komin á Alheims-
ráðstefnu æskufólks, höfum helgað okkur
þessari baráttu á sama hátt og ótölulegur
fjöldi annarra manna um heim allan.
Kynslóð okkar ræður yfir afli og þekk-
ingu. sem engin fyrri kynslóð hefur haft
til umráða. Við verðum að nota þessa
yfirburði til að skapa veröld þar sem
mannsandinn verður endanlega leystur
undan hungri og eymd.
43