Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 13
“Heimilt er að láta umsækj- endur þreyta sérstakt inntöku- próf, sem sker úr um aSgang nemenda að undirbúnings- deild“. í reglugerð frá 22. ágúst 1964 um undirbúningsdeild undir tækninám, segir hins vegar í 3. gr., að „umsækjandi skuli hafa lokið fullgildu sveinsprófi eða (....) fullgildu gagnfræðaprófi eða öðru sam- bærilegu prófi og hafi í minnst eitt ár starfað við tækni-, iðn- aðar- eða verksmiðjustörf á viðurkenndum vinnustað". Lítum nú á kennaramennt- unina. í lögum um Kennara- skóla íslands frá 26. apríl 1963 og um Húsmæðrakennaraskóla íslands frá 6. maí 1965, segir svo í 5. gr. beggja bálkanna, að rétt til inntöku veiti, auk landsprófs miðskóla með lág- markseinkunn, „fullgilt gagn- fræðapróf með lágmarkseink- unn í nokkrum aðalgreinum, sem reglugerð ákveður, enda gangi gagnfræðingar undir viðbótarpróf í einstökum grein- um, ef þörf krefur, svo að tryggt sé, að þeir hafi lokið námi, sem samsvarar námi til landsprófs miðskóla." Þess skal getið, að um inntöku í skólann með landsprófi miðskóla kveð- ur reglugerð svo á að meðal- einkunn á prófinu skuli ekki vera lægri en 6,00 „og meðal- einkunn í íslenzku eigi lægri en 6,00“. Um Hjúkrunarskóla íslands segir svo í 7. gr. laga frá 18. apríl 1960, að meðal inntöku- skilyrða sé það, „að umsækj- andi hafi lokið landsprófi mið- skóla, gagnfræðaprófi eða hlotið hliðstæða menntun." f síðustu mgr. sömu lagagreinar segir: „Skólanum skal heimilt að láta umsækjendur ganga undir inntökupróf samkvæmt ákvæðum í reglugerð." í reglu- gerðinni er þess getið í 4. gr., 5. mgr., að skólanum sá heimilt „að láta umsækjendur ganga undir inntökupróf í einstökum greinum. Ennfremur má úr- skurða inngöngu nemenda í skólann með hæfnisprófi." Hinar einstöku greinar, sem reglugerðin ræðir um, munu vera íslenzka, stærðfræði og danska. í „upplýsingum fyrir umsækjendur" frá 17. desember 1966, er „lögð sérstök áherzla á, að einkunnir í íslenzku, stærð- fræði og dönsku séu a. m. k. 6 á gagnfræðaprófi, en á lands- nrófi miðskóla ekki lægri en 5 í stærðfræði og a. m. k. 6 í íslenzku og dönsku.“ Um Loftskeytaskóla fslands, bar sem námið er fólgið í tveimur 8 mánaða námskeið- um, er það að segja, að „til inn- töku á námskeiðið er krafizt landsprófs miðskóla eða gagn- fræðaprófs, ásamt inntöku- prófi í ensku og relkningi." Þó að þessi upptalning sé ef- laust farin að verða þreytandi, skulu enn nefnd örfá dæmi. Til að öðlast rétt til inngöngu í Fóstruskóla Sumargjafar þarf nemandi „a. m. k. að hafa gagnfræðapróf eða önnur hlið- stæð próf.“ Þess skal getið, að skólastjóri Fóstruskólans hefur iðulega kvartað undan því við undirritaðan, hve erfitt sé að treysta prófum og einkunnum gagnfræðastigsins öðrum en landsprófi, og þeir umsækjend- ur um Fóstruskólann, sem taldir eru tæpir, munu ganga undir inntökupróf í nokkrum greinum. Nú, og gagnfræðapróf veitir rétt til inngöngu í leik- skóla, bæði Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur; og til að fá fasta lögregluþjónsstöðu segir svo í reglugerð, að um- sækjandi skuli „hafa lokið a. m. k. gagnfræðaprófi með góðri meðaleinkunn eða öðru sam- bærilegu prófi." Loks segir svo í lögum um Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, samþykktum á Alþingi 29. apríl 1965, að „rétt til inn- göngu í forskóla myndlista- deildar veiti(r) landspróf mið- skóla, gagnfræðapróf eða hlið- stætt próf, með þeirri einkunn, sem stjórn skólans metur gilda.“ Af ofangreindri upp- talningu virðist Ijóst, að stjórn Myndlista- og handíðaskólans hafi tekizt á hendur mikið vandaverk með slíku gildis- mati. Að endingu skal vitnað í plagg um námskeið í símvirkj- un á vegum Landssíma íslands, sem Póst- og símamálastjórnin hefur gefið út. Plaggið er ekki dagsett. Hér verður birtur sá kafli allur, sem merktur er 1., því að hann virðist býsna tákn- rænn. Þar segir: „Inntökuskilyrði: Gagn- fræðapróf eða hliðstæð mennt- un. Inntökupróf er haldið í ensku, dönsku og stærðfræði. Eftir þriggja mánaða reynslu- tíma er haldið próf, og venju- lega hafa þá aðeins 70—80% fengið að halda áfram. Þrátt fyrir mikla vöntun á símvirkjum hefur þessum ströngu inntökuskilyrðum allt- af verið fylgt, því að reynslan hefur sýnt, að nauðsynlegt er að standast þau til þess að hafa möguleika á að fylgjast með á símvirkjanámskeiðinu.“ Svo mörg voru þau orð. Það virðist sem sé ljóst, að mjög fáir skólar taka hið almenna miðskólapróf og gagnfræða- prófið fyrir fullgild próf, þar sem hægt sé að treysta mati og einkunn skólanna. Þetta ástand hlýtur að teljast bæði niðurlægjandi fyrir gagn- fræðastigsskólana og auk þess mikill glundroðavaldur við hin mikilvægu tengsl almennrar gagnfræðamenntunar og sér- menntunar. Af þessum sökum er brýnt, að hafizt verði handa um úrbætur á því ástandi, sem nú ríkir. Hvað unnt er að gera með skömmum fyrirvara og til- tölulega litlum tilkostnaði, er undirrituðum ekki vel ljóst enn, en athygli er hér með vakin á þeim vanda. Ef til vill mætti forma vandamálið með nokkrum spurningum: 1. Ber okkur að skipta mið- skólaprófinu í 2—3 flokka, t. d. MA, MB og MC, eftir getu og þroska nemend- anna? 2. Ber okkur að vinna að auk- inni sérhæfingu gagnfræða- prófs og skipta því í flokka eftir sérsviðum, eða ber fyrst og fremst að leggja rækt við hinn almenna þátt þess? 3. Ljóst virðist, að flestir skól- ar, sem taka við miðskóla- prófsfólki og gagnfræðing- um, leggja mesta áherzlu á íslenzku, stærðfræði og dönsku, og endurprófa nem- endurna í þeim greinum, ef þeir taka próf þeirra ekki gild. Ber okkur að gera mið- skólapróf og gagnfræðapróf að landsprófi í þessum greinum að einhverju eða öllu leyti, og er e. t. v. rétt að bæta ensku í hópinn? 4. Ljóst er, að samræmd námsskrá fyrir 3. og 4. bekk gagnfræðastigsins er afar æskileg og e. t. v. nauðsyn- leg, eigi landspróf að koma til á þessu stigi. Nú er hins vegar nauðsynlegt að vanda mjög til slíkrar námsskrár, og starf að henni kemur til með að taka alllangan tíma. Getum við tekið upp sam- ræmd landspróf í einstök- um greinum, án þess að námsskrá sé fullgerð, t. d. með því, að Fræðslumála- skrifstofan tæki að sér í samráði við námsstjóra og sérfróða kennara, svo og e. t. v. skólarannsóknir, að skýrgreina ákveðnar lág- markskröfur um námsefni og reglur um mat? 5. Það verður síðasta spurn- ingin að sinni. Hvernig get- um við náð auknu og betra sambandi milli skóla gagn- fræðastigsins annars vegar, sérskóla og æðri skóla hins vegar, þannig að menn ræði meira saman og reyni að móta kerfið í sameiningu, en geri ekki hver sínar ráð- stafanir og kenni öðrum um annmarkana? Andri ísaksson. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.