Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 35
VAIDARÁN
FASBIA
ICNNHAIin
Konungur í hópi hinna nýju valdhafa. í fremstu röð talið frá
vinstri: Papadópúlos ofursti, Kolljas forsætisráðherra, Konstan-
tínos II og Spantidakis hershöfðingi.
I
Að ofan til vinstri: Papa-
dópúlos ofursti, sem af
mörgum er talinn hafa ver-
ið „heilinn“ bak við sam-
særið. Að ofan til hægri
Spantidakis hershöfðingi,
yfirmaður herráðsins. Að
neðan til hægri Konstantín-
os II með veldissprota sinn,
áður en hann varð leiks-
oppur herforingja sinna.
Atburðirnir sem áttu sér
stað í Grikklandi í aprílmán-
uði, þegar fasistar hrifsuðu til
sín völdin í landinu og komu á
einræði hersins, eru að sínu
leyti hliðstæðir þeim hörmu-
legu atburðum sem áttu sér
stað í Tékkóslóvakíu árið 1948,
þegar fámenn kommúnista-
klíka steypti löglegri stjórn
landsins í skjóli sovézkra
vopna og kom þar á kommún-
ísku einræði. Atburðirnir í
Tékkóslóvakíu voru ein megin-
orsök þess að Atlantshafs-
bandalagið var stofnað vorið
1949, og valdaránið í Grikk-
landi hefur tekið af öll tví-
mæli um það, að Atlantshaf s-
bandalagið er ekki þeim vanda
vaxið að verja lýðræði í Evr-
ópu, sem nú stendur víða höll-
um fæti. Helzta forusturíki
bandalagsins, Bandaríki Norð-
ur-Ameríku, heyr nú eina
grimmilegustu og fáránlegu?tu
styrjöld sem sögur fara af, og
hefur með því framferði sínu
ásamt ýmsum öðrum axar-
sköftum, svo sem í Guatemala,
Kúbu og Dóminíska lýðveldinu,
gerzt einn virkasti hvati
kommúnískra áhrifa víða í
vanþróuðu löndunum. Okkur
Evrópumönnum, sem aðild eig-
um að Atlantshafsbandalaginu,
hlýtur að vera það alvarlegt
íhugunarefni, að herafli, sem
bandalagið og þá fyrst og
fremst Bandaríkjamenn hafa
átt langstærstan þátt í að efla,
þjálfa, móta og vígbúa, skuli
hafa orðið til að svipta þ.ióð
sína frelsi og gera þannig yfir-
lýst markmið bandalagsins að
hjómi og hégóma í sjálfu föð-
urlandi lýðræðishugsjónarinn-
ar.
Það er öllum, sem unna
Grikklandi og sögu þess,
harmsefni, hvernig farið hefur
verið með þjóðina, en þeim
mun skelfilegra hlýtur það að
vera henni sjálfri, að hún hef-
ur um langt árabil barizt erf-
iðri og seinlegri baráttu við að
koma á vestrænu lýðræði í
landinu, og sér nú þá viðleitni
lagða í rúst í einu vetfangi.
Grikkir eru ákaflega stolt þjóð
og metnaðargjörn, þannig að
valdaránið hlýtur að hafa ver-
ið þeim meira reiðarslag en
flest eða allt annað sem gerzt
hefur í stormasamri sögu
þeirra eftir seinni heimsstyri-
öld.
Þeir sem eitthvað þekkja tiJ
sögu Grikkja í fornöld og á
liðnum 140 árum, eftir að
þeir endurheimtu sjálfstæoi
sitt, vita að þjóðin heíur einatt
verið sjálfri sér sundurþykk og
látið illa að stjórn sökum öfga-
fullrar einstaklingshyggju og
magnaðra flokkadrátta. Grikk-
ir eru meðal annars að því leyti
mjög áþekkir íslendingum, að
þeir álíta hver fyrir sig, að
þeim sé áskapað andlegt at-
gervi sem geri þá kjörna til
forustu eða að minnsta kosti
hafna yfir að lúta stjórn ann-
arra. í sjálfu sér er þetta við-
horf jákvætt innan skynsam-
legra marka, því það er einn
af hornsteinum þeiirar lýð-
ræðishugsjónar sem Grikkir
mótuðu fyrir hálfu þriðja ára-
þúsundi og létu okkur eftir í
arf. Þegar öll kurl koma til
grafar byggir lýðræði á þeirri
forsendu, að allir menn hafi
sama rétt og sömu tækifæri til
að stjórna landi sínu. En taum-
laus einstaklingshyggja getur
líka verið, og er raunar oft,
verulegur Þrándur í Götu stöð-
ugs stjórnarfars, því hún leiðir
allajafna til svo alvarlegra