Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 52
Silfurlampinn, verðlaun Fé- lags íslenzkra leikdómenda fyrir beztan leik hvert leikár, hafa undanfarið verið hin eina reglubundna viðurkenning sem veitt er hér á landi fyrir tiltek- in listaverk ár fyrir ár. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn vorið 1954, fyrir leikárið 1953—54, en þá um vorið hafði verið stofnað Félag íslenzkra leikdómenda sem er samtök leikdómara við dagblöð, viku- blöð eða tímarit sem birta leik- dóma að staðaldri. Tilgangur félagsins segir í félagslögum að sé að gæta hagsmuna og rétt- inda leikdómenda gagnvart leikhúsum, blöðum og tímarit- um sem og öðrum aðilum; að stuðla að heilbrigðri og röklegri gagnrýni sem sett sé fram af menningarlegri háttprýði; að vinna að aukinni leiklistar- menningu. Þetta eru almenn markmið félagsins. En megin- verkefni félagsins hefur alla tíð verið veiting Silfurlampans enda gagngert til félagsins stofnað með slíka viðurkenn- ingu í huga. I reglum um Silfurlampann segir m. a. að verðlaunin veit- ist einu sinni á leikári fyrir bezta leik ársins og komi allir leikarar til álita sem að dómi félagsins hafi sýnt frábæran leik, hvort heldur sé í litlu hlutverki eða stóru. Allir félag- ar FÍL hafa atkvæðisrétt um úthlutun verðlauna, enda hafi þeir dæmt leiki það leikár. At- kvæðagreiðsla er skrifleg og leynileg og fer fram milli funda, en formaður telur at- kvæði á fundi. Greiðir hver félagsmaður þremur leikurum atkvæði, 100 stig, 75 stig og 50 stig, og lætur jafnan getið hlutverks sem hann telur leik- ara eiga viðurkenningu fyrir. Hæsta stigatala veitir verð- launin enda þótt ekki sé byggt á sama hlutverki á öllum at- kvæðaseðlum. Verður að hafa betta í huga þótt sagt sé að leikari hljóti Silfurlampann fyrir tiltekið hlutverk, að oft og einatt fær hann saman- lagðan stigafjölda sinn fyrir Olafur Jónsson: SILFURLAMPINN fleiri en eitt hlutverk þó hitt komi oftar fyrir að leikdómur- um beri saman í mati sínu. En ekki hefur það hent nema einu sinni að allir félagsmenn kysu sama leikara hæstu stigatölu fyrir sama hlutverkið; það var árið 1957. Eins og hér má sjá voru verð- laun ekki veitt fyrir leikárið 1959—60, en á aðalfundi félags- ins það ár var sú breyting gerð á reglum um Silfurlamp- ann að heimilt væri að láta veitingu hans niður falla ef sérstakar ástæður þættu fyrir hendi. Var síðan samþykkt í einu hljóði að veita ekki Silfur- lampann fyrir þetta leikár. Ekki er mér kunnugt hvaða sérstakar ástæður þóttu fyrir þessari ráðabreytni né hvort leikárið 1959—60 var til neinna muna fátæklegra eða fábreytt- ara en leikár gerast upp og ofan. Hitt er Ijóst að neyta verður þessarar heimildar með stakri varfærni enda hefur það ekki verið gert síðan. En hún gerir félaginu fært, ef þurfa þykir, að lýsa óánægju sinni með starf leikara og leikhús- anna heilt leikár; öðruvísi verður það vart skilið ef verð- launin eru felld niður. Annað vekur þó meiri athygli ef litið er yfir listann hér til hliðar. Öll þessi ár hefur aðeins ein leikkona hlotið Silfurlamp- ann, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir árið 1961; og virðist bað að vísu alveg óeðlilegt hlutfall. En sé hugað að atkvæðatölunum sjálfum ár fyrir ár kemur á daginn að minnsta kosti tvær leikkonur aðrar, Helga Valtýs- dóttir og Herdís Þorvaldsdóttir, hafa margsinnis staðið mjög nærri því að fá bessa viður- kenningu. Þannig munaði ein- nngis fjórðungi atkvæðis, 25 stigum, með Helgu Valtýsdóttur og Val Gíslasyni sem hlaut Silfurlampann 1958, og sami munur var með Herdísi Þor- valdsdóttur og Helga Skúlasyni árið 1964. Og séu stigatölnr lagðar saman fyrir öll árin reynast bessar tvær leikkonur til muna hærra á blaði en flest- ir þeir sem raunverulega hafa hlotið verðlaunin. Óneitanlega er það skrýtin tilviljun að báð- ar þessar mikilhæfu leikkonur skuli hafa orðið útundan með þessum hætti — en aðra skýr- ingu kann ég ekki á því. Minnsta kosti hygg ég það fjarri sanni að leikdómarar séu ónæmari menn en gengur og gerist á kvenlega verðleika á leiksviöinu eða utan þess. En þau þrettán ár sem Silfurlamp- inn hefur verið veittur hafa um það bil 40 leikarar hlotið at- kvæði og ýmsir aðrir vitaskuld staðið nærri því að fá verð- launin þótt dæmi þeirra Her- dísar og Helgu sé eftirtakan- legast. í annan stað er augljóst að Silfurlampinn er jafnan veitt- ur fyrir aðalhlutverk þótt í reglum hans segi skýrt og skil- merkilega að hann skuli veitt- ur fyrir frábæran leik hvort heldur sé í stóru eða litlu hlut- verki. Vant er að segja hvað valdi þessu, hvort heldur at- hygli leikdómenda sé óeðlilega einskorðuð við hin stærri hlut- verk, eða hvort minni hlutverk, og aukahlutverk, séu að jafnaði vanskipuð eða vanleikin í ís- lenzkum leiksýningum. Ef til vill koma báðar þessar ástæður til. En víst væri það æskilegt og gerði verðlaunin að líkindum þarflegri ef þau væru öðru- hvoru veitt fyrir leik í litlu hlutverki. Og þarflegt væri ef félagið gæti, minnsta kosti öðruhvoru, veitt einhverskonar viðurkenningu fyrir leikstjórn og ef til vill einnig önnur leik- húsverk. Um þau efni hefur stundum verið rætt en málin fallið niður jafnharðan, enda er Félag íslenzkra leikdómenda ekki auðugur félagsskapur og hefur varla bolmagn fyrir öðru en Pilfurlampanum. F.yrsta sinn sem Silfurlampinn var veittur, 1954, begar Harald- ur Björnsson hlaut verðlaunin. fór sjálf afhending hans fram á árshátíð Félags íslenzkra leikara. Heyrt hef ég bví fleygt að sumum leikdómendum hafi þótt anda köldu móti sér þegar þeir gengu í salinn þessara er- inda, og minnsta kosti sumum leikurum hafi þótt þetta heldur tortryggilegur slettirekuskapur. Hafi svo verið, er viðhorf leik- ara breytt síðan. Nú munu leik- húsmenn almennt meta að verðleikum þessa viðurkenn- ingu og þann hug sem að henni stendur; og út á við meðal al- mennings vekur Silfurlampinn jafnan nokkra athygli. Framan af var nokkuð á huldu hver bæri kostnaðinn af verðlaun- unum; og stóðu þá einstakir styrktarmenn að veitingu þeirra auk blaðanna. Nú eru fyrir löngu komnar fastar regl- ur um þetta þannig að blöðin greiða árlegt tillag til Silfur- lampans, og hefur leikdómari ekki atkvæðisrétt nema blað hans standi í skilum. Félaga- tala leikdómenda hefur verið á reiki, en 6—9 atkvæði hafa verið greidd frá ári til árs; síð- ustu árin eru það dagblöðin í Reykjavík ásamt Mánudags- blaðinu sem standa að verð- laununum. Silfurlampinn hef- ur ýmist verið afhentur vor eða haust og lengi vel í all-veglegri veizlu, að vísu einatt fámennri, sem félagið efndi til, en í seinni tíð hefur afhending hans verið höfð einfaldari og með öllu íburðarlaus. Þessi hóf eru nú jafnan um miðjan júnímánuð þegar leikári er að Ijúka, og þangað er allt leikhúsfólk boð- ið og velkomið og svo aðrir áhugamenn. Og Silfurlampinn hefur nú einnig orðið fyrirmynd annarr- ar viðurkenningar, bókmennta- verðlauna dagblaðanna, sem veitt voru í fyrsta sinn í fyrra- vetur, fyrir árið 1966. Um bau var ekkert félag stofnað heldur veita blöðin verðlaunin í eigin nafni, en ritdómarar beirra skipa dómnefnd og greiða at- kvæði um beztu bók ársins með sama hætti og kosið er um Silfurlampann. Þess er að vænta að báðar þessar viður- kenningar, silfurlamni og silf- urhestur, verði hér eftir fastur báttur í íslenzku menningar- lífi. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.