Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 40
Hversu marga útsendara á CIA (bandarípka leyni-
þjónustan) erlendis undir því yjirskini, að þeir séu
kaupsýslumenn? Ilinn lcunni danslti verzlunarmaður
Hans V. Tojte gerði sjáljur uppskátt á síðasta ári, að
hann hejði jerðazt um í najni jyrirtœkis nokkurs í
Wall Street, en raunverulega hejði CIA staðið á bak við
jerðir hans. t þessari grein segir jrá jundum greinar-
höjundar og bandari\sks „kaupsýslumanns“ — líklega
líka CIA-manns — sem jyrirskipaði handtöku hans.
0 amall talsháttur frá hinum spænskumælandi hluta heims
gefur eftirfarandi hvatningu: „sértu ekki hreinlífur, sýndu þá
gætni“. Blaðamenn, sem leita sér fanga utan sinnar sóknar, eru
stundum litnir grunsemdarauga, og ákveðnar öryggisráðstafanir
geta því sums staðar verið skynsamlegar. Einn slíkra staða er
Guatemala.
Minnugur öryggisráðstafananna hringdi ég daginn eftir komu
mína í forsvarsmann danska sendiráðsins í Ciudad Guatemala.
Ég sagði honum frá áætlunum mínum og bað hann kurteislega
að punkta hjá sér, að ég ætlaði að hringja viku seinna, þegar
ég gerði ráð fyrir brottför; hringdi ég ekki á áætluðum tíma,
hefði eitthvað komið fyrir mig, og hann ætti að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir. Danski diplómatinn svaraði kurteislega, en
þó ofurlítið argur:
„Ég skal gjarna gera sem þér óskið, en ég get ekki séð, að
slíkar varúðarráðstafanir séu nauðsynlegar. Þetta er rólegt
land. og hér mun ekkert henda yður.“
Skömmustulegur lagði ég símtólið á. Guatemala, land yfir-
stéttabyltinganna, var sem sagt „rólegt land.“
Mér varð hugsað til þess, að Guatemala var cinmitt landið
þar sem vinstrisinnaðri st.jórn — sem m. a. reyndi að þjóðnýta
plantekrur bandaríska fyrirtækisins United Fruit og koma á
réttlátari landskiptingu (2% jarðyrkjumanna eiga 72% alls ak-
urlendis) — var steypt af stóli árið 1954 með innrásarher, sem
stjórnað var og þjálfaður af bandarisku leyniþjónustunni CIA.
Ég minntist þess, að það var í Guatemala sem CIA þjálfaði
Nýtízkubanki í Guatemala-borg.
hina alræmdu flotadeild 2506, sem stóð fyrir innrásinni í Svína-
flóa á Kúbu.
Bandarísk áhrif eru tvímælalaust mikil í landinu. Bandaríkin
annast 40% af utanríkisverzlun landsins; milljónir dollara eru
fjárfestar í vaxandi iðnaði og quetsalnum er haldið á dollara-
gengi, svo að maður þarf varla að skipta peningum sínum þegar
til landsins kemur.
Guatemala er engin undantekning, því að amerísk áhrif eru
mjög greinileg á öllu mið-ameríska og karibíska svæðinu —
jafnvel á svæðum þar sem maður á þeirra sízt von. Þannig eru
bandarísku sendiráðin á hverjum stað þær stofnanir sem bezt
er að leita til fyrir blaðamenn — og þau eru afskaplega hjálp-
söm, í beztu merkingu þess orðs.
í Guatemala eru tvær kommúnískar skæruliðahreyfingar sem
starfa inn til landsins. Ekki hafa þær haft bolmagn til að ógna
ríkjandi skipulagi, en þeim hefur tekizt að sprengja fjölda af
ógnarsprengjum, sýna embættismönnum banatilræði og ræna
J^eim — án þess að ríkisstjórninni hafi nokkru sinni tekizt að
hafa hendur í hári tilræðismannanna. Til andsvars hafa hægri-
sinnuð öfl beitt sér fyrir sprengjutilræðum við nokkra þeirra
fáu stjórnarandstæðinga, sem fengið liafa landvistarleyfi — það
er að segja stjórnmálamenn sem eru ekki sósíalistar.
Þegar ég kom til Guatemala, ríkti þar vfirlýst undantekn-
ingarástand, en enginn virtist taka það sérstaklega alvarlega;
það er orðið svo algengt á síðari árum. Samt sem áður gerðist nú
sitt af hverju. Dag nokkurn þegar ég var á leið til stjórnarráðs-
ins í miðborginni, heyrðust skothvellir í einni af nærliggjandi
götum. Þeir sem skunduðxi á vettvang fengu aðeins sannreynt,
að menntamálaráðherranum liafði verið rænt. A götunni lágu
sonur hans og bílstjóri, báðir dauðir. Að kvöldi sama dags var
forseta hæstaréttar einnig rænt.
Tilgangur ferðar minnar var m. a. að eiga viðtöl við leiðtoga
hinna tveggja íhaldsflokka, þá Miguel Angel Ponciano ofursta
og Juan de Dios Aguilar de León ofursta. Poneiano var farinn
á brott, en Aguilar var heima. Blaðafulltrúinn í bandaríska
sendiráðinu gaf mér heimilisfang Aguilars og símanúmer, og
dag nokkurn ákvað ég viðtal við ofurstann klukkan 8 að kvöldi
í bústað hans.
40