Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 25
UM SKOLABYGGINGAR
OG FLEIRA
Árlega er varið rúmlega hálfum
milljarði króna til skólamála
á íslandi, sem er sízt of mikið
þegar hugleitt er hvílík verð-
mæti eru fólgin í góðri mennt-
un. Hinsvegar er miklu af þessu
fé þannig ráðstafað að stappar
nærri handahófi. Haldið er t. d.
uppi fræðslumálaskrifstofu
sem gegnir engu eiginlegu
hlutverki í fræðslukerfinu öðru
en því að hafa milligöngu um
ráðningu kennara, skólastjóra
og annarra starfsmanna, raða
í launaflokka, úthluta orlofum,
semja „landspróf" fyrir 12 og
14 ára börn o. þ. u. 1. Fjármála-
stjórn hefur verið tekin úr
höndum hennar og hún gegnir
alls engu skipulagshlutverki. í
rauninni er fræðslumálaskrif-
stofan einskonar botnlangi frá
dögum alþýðufræðslunnar,
þegar ekki var til neitt
menntamálaráðuneyti, og al-
gerlega óþörf stofnun í skóla-
kerfi nútímans. Ef nokkurt vit
ætti að vera í störfum fræðslu-
málastjóra, ætti hann að vera
kosinn fulltrúi kennarasam-
takanna til að koma á fram-
færi sjónarmiðum og tillögum
skólamanna og hafa eftirlit
með athöfnum stjórnmála-
manna og stjórnarvalda. Þess
í stað eru flestar tillögur kenn-
arasamtakanna eilíflega salt-
aðar hjá fræðslumálastjóra.
Einn af starfsmönnum
fræðslumálaskrifstofunnar er
íþróttafulltrúi ríkisins, sem
hefur úrslitavald um byggingu
allra íþróttamannvirkja í skól-
um landsins. Hann virðist ekki
bera neitt skynbragð á nota-
gildi slíkra mannvirkja, hag-
kvæma og ódýra tilhögun, en
virðist leggja mest upp úr því
að byggt sé sem dýrast, með
þeim afleiðingum að mörg
sveitarfélög eru að sligast und-
ir slíkum byggingum. Á Dalvík
var t. d. íþróttahús í byggingu
ein sex eða sjö ár, og um tíma
leit út fyrir að hreppsnefndin
legði hreinlega árar í bát. í
Mosfellssveit er til teikning
íþróttahúss fyrir Varmárskóla,
en þar hillir ekki undir fram-
kvæmdir vegna fjárskorts.
Skólabyggingar eru sérstakur
kafli íslenzkra skólamála sem
taka ætti til rækilegrar athug-
unar. Margir þeir húsameistar-
ar, sem teiknað hafa íslenzka
skóla, virðast alls ekki hafa
gert sér það ómak að kanna
hvers konar byggingar skóla-
starf útheimtir, hvað þar eigi
að vera og hvernig því skuli
fyrir komið. Sem dæmi má
nefna, að í hverjum einasta
dönskum barnaskóla er sérstök
föndurstofa, þar sem börnin
læra að fara með liti og form,
einskonar inngangur að list-
menntun. Föndurstofan er ekki
einu sinni til sem hugmynd í
sambandi við íslenzka barna-
skcla. Svipaða sögu er að segja
um húsnæði fyrir ýmsar sér-
hæfðar námsgreinar, svo sem
tínlistarkennslu, matreiðslu-
Aust-urbæ j arbarnaskólinn.
Melaskólinn.
Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Varmárskóli.
kennslu, sund og jafnvel leik-
fimi. Húsnæðið er hreinlega
ekki til.
Það er með öðru til marks um
þann kotungsbrag í opinberum
framkvæmdum sem komið hef-
ur í kjölfar velmegunar og lífs-
þæginda, að á kreppuárunum
voru reistir skólar á borð við
Austurbæjarbarnaskólann í
Reykjavík með nauðsynlegu
húsnæði fyrir nálega allar
kennslugreinar, en margir
skólar veltuáranna búa við sár-
asta skort, bæði að því er varð-
ar húsnæði og kennslutæki.
Þetta mun meðfram stafa af
því að hér skortir samræmda
áætlanagerð og skilning skóla-
manna á því, hvernig beri að
haga skólastarfi. Ein gleðileg
undantekning frá þessari leiðu
reglu er Guðmundur .Arnlaugs-
son rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð, sem veit hvað hann
vill, hvernig skólahúsnæði
hann vill fá og hvaða starfsemi
á að fara þar fram, enda vekur
byggingin athygli fyrir einfald-
leik og hagkvæmt fyrirkomu-
lag. Melaskólinn í Reykjavík
hefur lengi verið stolt borgar-
yfirvaldanna, enda gott hús, en
mikið hefði mátt spara þar í
rúmi og kostnaði með skyn-
samlegri teikningu. Sígilt dæmi
um bruðl og handahóf er
Varmárskóli við Brúarland með
bremur bökum, þremur hálf-
hæðum, frámunalega óhentug-
um gluggum — sem allt eykur
stórlega á byggingar- og við-
haldskostnað. Skólar af sömu
gerð munu hafa verið reistir
víðar. Á Kolviðarnesi í
Hnappadalssýslu hefur verið
reistur heimavistarskóli, sem
örnefnanefnd hefur gefið lág-
kúruheitið Laugargerðisskóli.
Þessi bygging var rándýr, kost-
aði 21 milljón króna, og má
se<?ia að þar hafi verið helzti
mikið í borið, en henni er ákaf-
lega haganlega fyrir komið,
hannig að hún nýtist vel og er
tiltöiulega ódýr í viðhaldi og
rekstrl. Svipaðar skólabvgging-
ar hafa verið reistar víðar.
Á síðasta ári var 175 millión-
um króna varið til skólahygg-
inga, og mætti ætla að fvrir bá
urmhæð fengiust nokkrir álit-
legir skólar á ári hveriu. ekki
sízt ef horfið væri að hví ráði
? stærri stil en gert er að sam-
eina skólahéruð og reisa stærri
skóla. Efnahagsstofnuninni
hefur verið falið að reikna út
harf'r fvrir skólahúsnæði í
landinu. en hegar hún hóf hað
ot.a.rf hafði aldrei frá urmhafi
ísla.ndshvggðar verið tekið
saman, hve mikið skólahús-
pæði væri til!
25