Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 55
fUeliraUkHmo) (confa'ur) ('fyiOMkr) (■HÚOf^rmdo) (cadmtnndo)) Svo hafa verið aðrir tímar, þegar tónlistinni vegnaði vel. Þá var minna talað eða skrifað um hana, en þeim mun meira samið og flutt. Þeir, sem valdir höfðu verið — oft af sjálfum sér, ef um þjóðhöfðingja var að ræða — til að viðhalda og efla tón- mennt, sáu um það. Þrátt fyrir greiðar samgöngur á öllum sviðum nú, er furðu lítil reynsla fengin hérlendis af list gamla meistarans, sem minnzt var á hér í upphafi. Einstaka verk hans hafa heyrzt hér, þar af fá flutt af hérlendu listafólki. Aldrei kom hann hingað sjálfur, og kemur varla úr þessu, þó að hann sé enn að flandra heimsálfa á milli til að flytja eða hafa umsjón með flutningi verka sinna. „Agalega mundi hafa verið gaman, ef Chopin eða Liszt væru lifandi núna og mundu koma og spila verkin sín hér í Reykja- vík“ — eða — „Guð, hvað fólkið átti gott, sem var uppi í gamla daga og heyrðu gömlu meistarana spila verkin sín.“ (Skóla- stúlkur úr Tónlistarskóla). Franska bókin áðurnefnda fékkst í a. m. k. tveimur bóka- búðurn í Reykjavík. Aðrar bækur í sambærilegu hlutverki slæðast hingað oft. Örfáar hljómplötur með verkum samtíma tónskálda eru fáanlegar. A hinn bóginn eru hin sönnustu gögn til útbreiðslu tónlistar (fyrr og nú) algerlega ófáanleg í höfuð- borginni á þessu herrans ári: Nótur af verkum, sem samin hafa verið eftir aldamótin 1900, eru ófáanlegar. (Nótur af klassískum og rómantískum tónsmíðum fást varla nema sérstaklega pant- aðar fyrir hljóðfærakennsluna). Einhver mun svara því til, að markaður sé lítill fyrir nótur af nýjum tónverkum á íslandi. Gegnt þeirri fullyrðingu er sú staðreynd, að enginn nótnahöndlari hefur lagt á sig að halda slíku að fólki. Það er ekki hægt að kynnast samtímatónlist upp úr skrám útgefenda. enda hefðu víst fáir ráð á því að nanta nótur upp úr ,katalóq“ eftir höfundanöfnum frá A til Ö. Nótnaútlánssafn er svo ekkert til. Ekki er áreiðanlegt að leita á náðir bóka, eins og þeirrar, sem þegar hefur verið getið, þegar menn vilja vita, hver er ?á, eða kynnast þeim, sem nú skipa ámóta sess og Stravinsky o<r aðrir ágætir menn gerðu framan af þessari öld. Blöð, tímarit oq- bækur geta aðeins kynnt lesendum sínum nöfn tónsmiða og veitt upplýsingar um álit manna. er skrifa um tónlist. Samkvæmt franska dæminu, geta svo slíkar heimildir vel verið fáránlega óáreiðanlegar. Hljómplötur hafa aðeins verið nefndar, en þær, ásamt út- b’-e'ðslu á nótum, eiga að vera öllu fullkomnara hjálnartæki til að koma fólki í snertingu við tónlist samtímans úti í hcimi. En það er líka kostnaðarsamt að safna plötum og það fer líka saman. að óþekktu höfundarnir eru lang oftast fluttir af ó- þekktu túlkendunum. Þá er líka bezt ,.að taka enga sjensa og kaupa Mendelssohn-konsertinn enn einu sinni í nýju svaka- fínu upptökunni, sem að vísu skilar sér ekki í úreltu græjunum, sem keyptar voru í fyrra.“ Ekki er heldur hægt að ætlast til, að ábvrgðin á tónlistar- menntun þjóðarinnar hvíli á herðum þeirra, er selja plötur, segulbönd og nótur eða hljóðfæri. Útvarp og sjónvarp ríkisins gætu verið öflug tæki til að út- breiða samtímatónlist, ef ekki væri svo mörgum öðrum hnöpp- um að hneppa, með fréttasendingum og öðru töluðu máli bæði til menntunar og skemmtunar. auk tónlistar frá öllum öldum. af öllum tegundum fvrir allan smekk. Auk þess er hljóðrituð tónlist — ef hún er þá ekki elektrónísk — ekki það sama og tónlist í hljómleikasal. Á íslandi er enginn hljómleikasalur, ekk- ert óperuhús. Tónleikar eru haldnir í kvikmyndahúsum og kirkjum. En sjónarmið tónleikahaldarans og kaupmannsins eru KRZYSZTOF PENDERECKI, tónskáld frá Póllandi, fæddur árið 1933. Hann varð heimsfrægur fyrir sex árum, þegar „Threnos, til fórnarlambanna í Hiroshima" heyrðist í fyrsta sinn. Tilkoma annarra verka hans þykir alltaf stór- frétt, verka eins og „Canon“ fyrir strengjasveit og hátal- arakerfi (1962) eða nú s. 1. ár frumflutningur „Lúkasar- passíunnar". b5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.