Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 36
flokkadrátta að allt lendir í stjórnleysi. Á því hafa Grikkir þráfaldlega fengið að kenna á undangengnum 140 árum. En þessi vandi, sem er samofinn öllu lýðræði, verður ekki um- flúinn nema með ofbeldi eins- og því sem átt hefur sér stað í Grikklandi og fjölmörgum ný- frjálsum ríkjum í Asíu og Afr- íku. Slíkt ofbeldi er vitanlega engin lausn, heldur flótti frá þeirri þungu og þreytanci á- byrgð að vinna að traustara lýðræði með síaukinni mennt- un alþýðunnar og auknu að- haldi að stjórnmálamönnum. AFSKIPTI KRÚNUNNAR AF STJÓRNMÁLUM Valdaránið í Grikklandi átti sér langan og flókinn aðdrag- anda, sem of langt mál yrði að rekja út í hörgul, en hér skal drepið á fátt eitt af því sem mestu varðar og þá fyrst vikið að afskiptum grísku krúnunn- ar af stjórnmálum landsins, sem hafa yfirleitt verið ákaf- lega klaufaleg, að ekki sé meira sagt, og stundum haft ömur- legar afleiðingar. Fyrsti konungur Grikkja, Oþon, kom til ríkis eftir bylt- ingu sem gerð var 1843—44, rúmum 15 árum eftir að frels- isstríðinu lauk. Hann var ung- ur prins frá Bavaríu, alinn upp í forngrískum hugsunarhætti við hirð föður síns, en fjarri því að vera vaxinn þeim vanda að taka við stjórn hins ný- frjálsa ríkis. Hafði hann með sér sæg ráðgjafa frá Bavaríu og barst mikið á, enda spjátr- ungur mesti, en landsstjórnin lenti í ólestri með þeim afleið- ingum, að gerð var bylting á árunum 1860—62 og konungur sendur heim til föðurhúsanna. Var nú kallaður til ríkis danskur prins, Vilhelm Georg, sonur Kristjáns IX sem færði okkur stjórnarskrána 1874. Prinsinn tók við völdum 1863 undir nafninu Georg I og fór með þau í hálfa öld við mjög góðan orðstír og almennar vin- sældir, enda reyndi hann aldrei að kúga vilja þjóðarinnar. Eigi að síður fékk hann þau hörmu- legu endalok að hann var ráð- inn af dögum þegar hann hélt sigurreið inn í Þessalóníku 1913 eftir sigur Grikkja yfir Tyrkj- um í Balkanstríðinu. Morðingi hans var vitskertur og drap hann af persónulegum ástæð- um sem áttu raunar ekki við nein rök að styðjast. Á síðustu stjórnarárum Georgs I kom fram á vettvang grískra stjórn- mála Krítverjinn Elefþeríos VenÍTelos, sem talinn er helzta 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.