Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 6
MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA Lundúnum að beiðni föður síns. Eitt- hvað kynnti hann sér rit eftir Nietzsche og Bernard Shaw á þcssum árum, var vinveittur sósíalisma og indverskri þjóð- ernisstefnu, en lifði að öðru leyti einsog velefnaður ungur aðalsmaður. Eftir tveggja ára lögfræðinám lauk liann prófi í þeirri grein og hélt aftur heim til Indlands árið 1912 eftir sjö ára útivist. Þar stundaði hann málfærslustörf um skeið, fór að hafa afskipti af stjórnmál- um og gifti sig með mikilli viðhöfn árið 1916. Fáa mun þá hafa órað fyrir, hvaða framtíð beið þessa glæsilega, geðfellda og auðuga ungmennis, sem lánið virtist leika við. Segja má að það hafi einkanlega verið tveir menn, sem ollu því að hin hulda glóð í Nehru varð að blossandi báli. Annar var brezki hershöfðinginn Dyer, sem lét hermenn sína skjóta á vopn- lausan manngrúa í Amritsar í Norður- Indlandi árið 1919, með þeim afleiðing- um að 379 Indverjar létu lífið, en 1200 særðust. Hinn var Gandhí, sem virtist hafa fundið raunhæfa og réttláta aðferð til baráttu við Breta með kenningum sínum um óvirka andspyrnu og borgara- lega óhlýðni. Það var um þessar mundir sem augu Nehrus opnuðust fyrir rang- læti og grimmd heimsvaldastefnunnar og þeirri spillingu sem hún hafði alið meðal æðri stétta í Bretlandi. Jafnframt fékk hann skömm á hinu þægilega og áhyggju- lausa lífi, sem hann og aðrir jafningjar hans lifðu, meðan manngrúi Indlands rétt skrimti í fáfræði og volæði. Hann tók að ferðast út í þorpin á landsbyggð- inni, kynntist fólkinu og eymd þess af eigin raun, hlustaði á harmatölur þess og fann til djúprar samúðar með því — varð í stuttu rnáli aldrei samur maður eftir. Nehru fann ekki hvöt hjá sér til að fara að dæmi Gandhís, klæðast einsog örsnauður almúginn og lifa við svipuð kjör og hann. En hann fann nýjan mátt glæðast með sér, þegar hann var meðal almúgafólks: uppgötvaði óþckkt öfl í sjálfum sér, fékk málið þegar hann fór að tala við fólkið, sem orkaði á hann einsog aflvaki. Hann var þrítugur að aldri og hafði fundið lífshlutverk sitt. Ekki dró það úr ásetningi hans, að hinn stórláti, skapmikli og auðugi faðir hans, Mótílal, hafði gengið Gandhí á hönd eft- ir atburðinn í Amritsar og gefið obbann af eigum sínum. Satjagraha, einsog hin óvirka and- spyrna Gandhís var nefnd, átti eftir að drottna yfir Nehru-fjölskyldunni allri upp frá þessu. Jafnvel öldruð móðir Jawaharlals og berklaveik kona hans, Kamala, háðu baráttuna til dauðadags ásamt báðum systrum hans. Þau áttu eftir að verða vitni að margvíslegum óeirðum og miklum blóðsúthellingum, þó hreyfingin fordæmdi hverskonar of- beldi og berðist gegn því. Þau áttu öll eftir að sitja í fangelsum, áður en lang- þráður dagur frelsisins rynni upp. Málstaðurinn og fórnirnar sem hann krafðist, leiðtoginn og fórnarlundin sem hann glæddi meðal fylgjenda sinna — allt samverkaði það til að vekja hrifn- ingu og sigurgleði. Nehru fór til fangels- anna næstum fagnandi; hann fagnaði því tvöfalda láni að fá að fórna sér fyrir Ind- Iand og þjóna leiðtoga á borð við Gandhí. A árunum 1921—194.5 var hann níu sinnum dæmdur til fangelsisvistar og sat inni samtals níu ár. Þar sem hann var atkvæðamikill pólitískur fangi, var að- búð lians oft betri en annarra: hann fékk að jafnaði blöð, bækur, heimsóknir og aukaskammta af mat, en stöku sinnum varð liann að þola rnikið harðrétti. Fang- elsisvistin fór illa með heilsu hans, þegar fram í sótti, en hann fékk tóm til að hugsa og skrifa. I fangelsum samdi hann þau þrjú miklu og góðu ritverk, sem eftir hann liggja, Sjálfsœvisöguna, Uppgötvun Indlands og Leiftur úr veraldarsögunni. Síðastnefnda bókin er að því leyti sér- stæð, að hún er samin í formi sendibréfa til dóttur hans, Indíru. Hún dregur ekki einungis upp magnaða mynd af íburð- inum, glæsileikanum og ógæfunni í sögu mannanna, heldur birtir lesandanum einnig innsýn vísindamannsins í samlcik frumaflanna í veraldarsögunni. Bókin er að sjálfsögðu skrifuð af sjónarhóli Asíu- manns og því einkar fróðleg og gagnleg þeim, sem vanizt hafa hefðbundinni sagnfræði Evrópumanna. Barátta Þjóðþingsflokksins fyrir full- veldi og sjálfstæði Indlands var lang- dregin og með köflum harla ruglingsleg, einsog vænta mátti í svo víðáttumiklu og sundurleitu landi, þar sem töluð eru 14 sjálfstæð tungumál sem hvert hefur sitt eigið stafróf, þar sem mállýzkurnar eru á annað hundrað, og þar sem búa margir og ólíkir kynþættir. Oft kom upp alvarleg misklíð í forustuliði flokksins um heppilegar leiðir og baráttuaðferðir. Jawaharlal Nehru varð snemma leiðtogi hinnar róttæku fylkingar innan flokks- ins og barðist gegn eldri kynslóðinni, sem var varfærnari og átti einatt samúð Gandhís. Kannski er orðið „róttækur“ villandi í þessu sambandi. Gandhi var vissulega mjög róttækur í siðferðilegum skilningi, og hin óvirka baráttuaðferð hans var í vissurn skilningi róttæk og jafnvel öfgakennd. Bretum hefði á þeim árum þótt hlægilegt að kalla hann íhalds- saman, en í stjórnmálum var hann miklu gætnari en Nehru og hafði ótrú á sósíal- istahugmyndum hans. Ilann vildi halda fast við fornar hefðir og gömul form Hindúismans og forðast liina viðsjálu leið sósíalismans. Nehru hafði hinsvegar afneitað uppruna sínum og uppgötvað „massann“, hafði ímugust á trúarbrögð- um, en trúði á vísindi og tækni. A tveggja ára ferðalagi til Evrópu 1926— 1927, sem hann tókst á hendur vegna veikinda konu sinnar, varð hann fyrir sterkum áhrifum af því, sem hann heyrði um þróunina í Sovétríkjunum. Síðarmeir átti hann eftir að fá ýmsa bakþanka, ekki sízt vegna aðferða Stalíns, en liann varp- aði aldrei frá sér trúnni á gagnsemi áætl- unarbúskapar og sósíalisma. A þessu ferðalagi sat hann ráðstefnu kúgaðra þjóða í Briissel og kynntist þá persónu- lcga ýmsum leiðtogum þjóðernisvakn- ingarinnar í Asíu og Afríku. Þau kvnni staðfestu hann í þeim ásetningi að berj- ast fyrir fullu sjálfstæði föðurlandsins. Gandhí var sammála Nehru í barátt- unni gegn heimsvaldastefnunni og arð- ráni Breta, en hann var mótfallinn marx- ískum í’æðum hans og kröfunni um ó- skorað sjálfstæði þegar í stað. Hann vildi fara í áföngum og tryggja fyrst fullveldi Indlands innan brezka samveldisins. Honum fannst Nehru að óþörfu ýta und- ir öfga- og æsingaöfl í landinu. Hvað eftir annað skarst í odda mcð þeim vin- unum, en Nehru lét jafnan undan síga, áður en í óefni væri komið, afþví hann bar takmarkalausa virðingu fyrir hinum torskilda meistara sínum. Frá 1924 var Nehru hinn opinberi leiðtogi Þjóðþingsflokksins fyrir atbeina Gandhís, en allir vissu hver raunveru- lega hélt í stjórnartaumana. Leiðtogar flokksins voru ósjaldan furðu slegnir yfir tiltækjum Gandhís, einsog t. d. þegar hann hvatti Indverja til að kaupa ekki framar erlenda vefnaðarvöru, heldur spinna og vefa í heimahúsum, og þó sér- staklega þegar hann lagði upp í hina löngu og sögufrægu göngu frá Ahmeda- bad til sjávar og safnaði með táknræn- um hætti salti á ströndinni við Dandi. Með þessu sérkennilega broti á hinum illræmdu saltlögum Breta fylkti hann þjóðinni saman í einni andrá. Þessi litlu og að því er virtist sérvizkulegu upná- tæki Gandhís — og þar má einnig nefna hinar mörgu föstur hans — höfðu ómæl- anlega þýðingu fyrir samheldni þióðar- innar, og hinir raunsæju og revndu flokksformgiar stóðu dolfallnir andspæn- is árangrinum. Mótílal Nehru lézt árið 1931 eftir langa fanselsisvist og ötula baráttu inn- an Þjóðþingsflokksins. Þeir feðgarnir voru oft á öndverðum meiði, og Mótílal varð ósjaldan til að hafa hemil á ákaf- l.vndum og hugumstórum syni sínum. Kamala, kona Nehrus, lézt á berklahæli 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.