Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 17
GRIPA- TRYGGINGAR VÉR HÖFUM í NOKKUR ÁR TEKIÐ AÐ OSS TRYGGINGAR Á REIÐ- HESTUM OG HAFA MARGIR HESTAEIGENDUR KUNNAÐ AÐ META ÞÁ ÞJÓNUSTU. NÚ HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AD TRYGGINGIN NÁI FRAMVEGIS TIL HESTA, HRÚTA, HUNDA OG KYNBÓTANAUTA. TRYGGINGIN GREIÐIR BÆTUR FYRIR HINN TRYGGÐA GRIP VEGNA DAUÐA, SEM ORSAKAST AF SLYSI (þ. m.t. eldsvoða) VEIKINDUM EÐA SJÚKDÓMUM. Við ókvörðun tryggingarupphæðar skal miðað við raunverulegt verðmæti. Iðgjöld, aldurstakmörk og hómarksupphæðir eru sem hér segir: HESTAR Aldur 6 mánaða — Hámarkstr. upph. 2 vetra Kr. 3.000.00 4 — 8.000.00 14 — 30.000.00 15 — 15.000.00 16 — 8.000.00 17 — 5.000.00 18 — 3.000.00 Ekki eru tryggðir hestar yngri en 6 mánaða eða eldri en 18 vetra. Skráin um hámarkstryggingarupphæð gildir ekki fyrir kynbótahross. Þó skulu þau aldrei tryggð hærra en á kr. 30.000.00. IÐGJÖLD: Hestar i umsjá eiganda kr. 25.00 miðað við kr. 1.000.00 Útleiguhestar kr. 37.50 miðað við kr. 1.000.00 HRÚTAR HUNDAR KYNBÓTANAUT Aldur: 1 :vetra — 8 vetra Hámarkstr. upph: Kr. 10.000.00 Ársiðgjald kr. 50.00 miðað við kr. 1.000.00 Aldur : 6 mánaða — 9 vetra Hámarkstr. upph: Kr. 10.000.00 Ársiðgjald kr. 50.00 miðað við kr. 1.000.00 Aldur : 6 mánaða — 8 vetra Hámarkstr. upph: Kr. 20.000.00 Ársiðgjald kr. 50.00 miðað við kr. 1.000.00 Leitið nánari upplýsinga um GRIPATRYGGINGAR hjá næsta kaupfélagi eða Aðalskrifstofunni. sajvivi rvrvuT ryggingar ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 okkur svörin? Alltaf lét hann Jón okkur fá svörin. Kanntu ekki að kenna, eða hvað? Kenn.: Svörin eru á nls. 3— 10 í kennslubókinni. Nú skuluð þið nota tímann til að svara þessum spurningum og skrifa svörin. Nem.: Hvar er svarið við fyrstu spurningunni? Kenn.: Það er efst á bls. 4. Nem.: Je minn, á að skrifa þetta allt? Hvað á að skrifa mikið? Nú skrifa nemendur sam- hengislaust einhver orð upp úr kennslubókinni, og oftast eru orðin, sem þeir skrifa, ekkert tengd spurningunni, sem þeir eiga að svara. Þetta endar með því, að kennarinn gefst upp og tekur upp spurningar-og-svör-að- ferðina, a. m. k. framan af, en árangurinn verður tæplega sá, sem hann óskar, og eru þetta þó allt eðlilega greind börn. 3. Þessi börn losna aldrei eða mjög treglega við þá skoðun, að svar við spurningu sé eitt orð, öðlast aldrei skilning á, hvað það er, sem verið er að bera á borð fyrir þau í skólan- um, læra aldrei að nota bók sem þekkingaruppsprettu eða tæki í lífsbaráttunni (aö mað- ur tali ekki um að hafa nautn og ánægju af bókum), læra aldrei að hugsa. Margur greindur landsprófsnemandinn hefur fallið blátt áfram vegna þess að hann hefur aldrei lært á bók og veit ekki hvers með þarf til að standast þær náms- kröfur, sem til hans eru gerðar. Þótt aðeins sé litið á þetta atriði, bregzt skólinn tvenns konar frumskyldu: Hann kenn- ir nemendum ekki að hagnýta sér bækur, en á því getur lífið oltið seinna meir (sbr. I, 7), og hann elur upp dómgreind- arleysi í stað þess að þroska sjálfstæða dómgreind og hugs- un nemenda. Prumrót þessa er í barna- skólanum. Nemendum er engin innsýn veitt í, hvað vísindi eru, hvað þekking er og til hvers, og það er ekkert ýtt undir þá að æfa og læra að tjá reynslu sína í mæltu máli og rituðu. Skólinn megnar lítt að mennta þá. Ástæðuna nefndi ég í III, 2. 4. Þetta ástand býður heim áhugaleysi og agaleysi, svo að sátan losnar enn í böndum, án þess við verði ráðið. Er það þó ekki vegna þess, að kennarar og skólastjórar leggi sig ekki fram, heldur vegna þess að það efni sem þeir hafa að bjóða er úrelt og steindautt, aðferð- irnar við tilreiðslu þess eru úr- eltar og steindrepandi. V. Skóli í nútíma þjóðfélagi gegnir þríþættu hlutverki: 1. Hann miðar að því að gera menn hæfa til ýmissa starfa tækniþ j óðf élagsins. 2. Hann kennir nemendum undirstöðuatriði vísindanna eins og þau eru á hverj um tíma og kennir mönnum að afla sér þekkingar á eigin spýtur. 3. Uppeldi, efling dómgreind- ar, skilnings og virðingar fyrir mannlegum verðmætum. Ekkert þessara atriða rækir hinn almenni íslenzki skóii í dag, nema hið fyrsta að ein- hverju leyti. Það er Kominn tími til að hann geri pað. Til þess þarf að minnsta kosti þrennt: 1. Heillega skólamálastefnu, sem samræmist hugsun og að- ferðum nútíma vísinda og byggir á vísindarannsóknum nútímans á sviði heimspeki og uppeldisfræði. 2. Gerbreytta afstöðu ríkis- valdsins til mennta og menn- ingar, skilning þess á því, hvers eitt þjóðfélag þarf með til frjórrar menningarsköpunar. 3. Gerbyltingu á starfsað- stöðu og starfsháttum skóla og kennara. Arnór Hannibalsson. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.