Samvinnan - 01.08.1967, Side 62

Samvinnan - 01.08.1967, Side 62
Enn á ný hefur vetur farið hörðum hönd- um um gróður landsins. Viðleitni til auk- innar ræktunar hefur beðið hnekki af snjóasömum vetri og köldu vori. Víða norðanlands leysti snjóa seint af túnum og loks þegar jörð var auð, kom i ljós að túngróður var stórskemmdur af kali. Tjónið af þessum völdum er mjög tilfinn- anlegt og víðtækt norðanlands, og þeim mun ískyggilegra, þar sem kalið hefur endurtekiö sig í nokkur ár í röð i sumum byggðarlögum. Nýræktir þriggja ára og eldri hafa einkum verið hart leiknar. Víða eru þess háttar sáðsléttur svo illa farnar að ekki er að vænta af þeim neinnar uþþ- skeru. Á öðrum vaxa á stöku stað toppar af snarrót, sem á sér djúpar rætur og ættuð er úr gamla innlenda sverðinum, en í stað sáðgresisins eru víðir vellir þakt- ir hýjungi af arfa og gulu slafaki, sem vart er nýtandi til heyskapar. Ofan á þetta tjón bættist köld sumarveðrátta á Norðausturlandi svo spretta hefur orðið litil á þeim túnum, sem þó komu óskemmd undan vetrinum. Á fjölmörgum nýræktum norðaustan- lands náði uppskera í byrjun ágústmán- aðar ekki tíu hestum á hektara og víða reyndist uppskeran mun minni við áætl- unarmælingar mínar, einkum á nýrækt- um á annnesjum norðaustanlands. í þessum byggðarlögum hlýtur heyfengur því að verða mun minni en í meðalárum. Og er ekki ósennilegt að víða fáist í ár aðeins þriðjungur venjulegra heyja. Er tjónið að vísu misjafnt eftir jörðum. Á stöku stað er helmingur túna kalinn, viða þriðjungur og enn minna á fjölda jarða, en á fæstum jörðum norðaustanlands eru ókalin tún. Er ástandið það alvarlegt, að fóðurskortur er fyrirsjáanlegur og þá víða einnig niðurskurður búpenings, ef ekkert er að gert til bóta. Fóðurskortur af völd- um kals virðist hafa orðið tíðari nú síðari ár miðað við það sem var fyrri hluta líð- andi aldar. Er kalið að verða einn hinn mesti vágestur sem herjar á íslenzka grasrækt. Langt er þó frá því að tjón af völdum kals sé nein nýlunda hér á landi. í rit- gerð minni um Rannsóknir á kali túna árin 1951 og 1952 rakti ég nokkuð sögu kalskemmda á fyrri öldum. Þar er þess getið um árið 1782, „að ekki hafi orðið hærð tún á 8 bæjum á Langanesi. Árið eftir segir Hannes biskup Finnsson, að um vorið hafi verið hörð veðrátta norð- anlands — kom þar hafís með frosti og kuldum fyrir allt Norðurland, „sem kop- uðu grasvextinum, stórir flekkir í túnum fölnuðu og urðu hvítgulir. Þau kól líka allvíða, þar sem þau voru bezt og sléttust, svo stórskallar urðu i þeim, uppúr hverj- um að ekki spratt eitt strá i nokkur eftir- fylgjandi ár. Sum grasstráin voru með þremur eða fjórum köflum“, skrifar hann, „bleikgulum af visnan, og öðrum fagur- grænum, en grasið í gulu flekkjunum var visnað niður að rót eins og sina. Á þessu öllu bar meira til dala en á útkjálkum.“ Síðan lýsir biskupinn, hvernig sumar jurtir hafi horfið með öllu, en aðrar kalið til stórskemmda." Eftir frostaveturinn mikla 1881 var þetta skráð: „Grasgefnustu túnaslétturnar voru víða graslausar, og ekkert upp úr þeim, nema óþrifaarfi, einkum á Suðurlandi, því að þar rigndi aldrei, heldur voru sí og æ þurrakuldar af norðri, og á Norður- landi voru túnin svo snögg og taðan svo smá, að víða varð hún eigi bundin nema í hálfum sátum og sums staðar í brekán- um. Sums staðar á útkjálkum urðu túnin varla hærð, nema kragi rétt í kringum bæina.“ Mér hefur talizt svo til að á 17., 18. og 19. öld hafi að jafnaði þriðja hvert ár verið grasleysisár, sem oftastnær mun hafa orðið sökum kaldrar veðráttu og kals. Það sem af er þessari öld telst mér hins vegar aðeins fimmta hvert ár vera gras- leysisár af völdum kalskemmda. í niðurstöðum á rannsóknum mínum á kalinu 1951 til 1952 benti ég á að kal- skemmdir væru ekki nýtt fyrirbæri í ís- lenzkum landbúnaði, þótt ræktunarað- ferðir seinni ára kynnu að hafa stuðlað nokkuð að aukinni kalhættu á túnum. Mýrarjarðvegi væri hættast við kali, einkum ef hann væri rakur. í nýlega framræstum mýrum væri kalhættan mest, sem meðal annars stafaði af því, að þær sléttur væru ekki kýfðar nægilega og fengi yfirborðsvatn ekki næga fram- rás, en gæti frosið í svellalög og kæft undir sér allan gróður. Of mikil og ein- hliða notkun köfnunarefnisáburðar virt- ist geta veikt grassvörðinn og stuðlað þannig að nokkru leyti að kali. Að öðru leyti virtist misjöfn hirðing sléttunnar ekki hafa teljandi áhrif á kalhættu tún- anna. Þannig var lítill munur á áhrifum misjafns sláttutíma eða beitar. Þó virtist vetrar- og vorbeit einna verst. Sáðsléttur Dr. Sturla Friðriksson 62

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.