Samvinnan - 01.08.1967, Síða 54

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 54
Þorkell Sigurbjtírnsson Stef: Fólk spyr svo oft: „Hvað ernú efstá baugi í nútímatónlistinni" — eða •— „Eri engir nýir tónsnillingar" ('imieMoM/) (jiar(cmdo) Nú í júní varð Stravinsky hálf níræður. Nafn hans hefur allt frá fyrri heimsstyrjöld til seinustu ára verið eins konar sam- nefnari tónlistarnýtízku í hugum fólks um víða veröld. Hann var stundum í háði kallaður „Modernsky“. Mörgum finnst list hans e. t. v. enn vera hin argasta nýtízka — þ. e. a. s. ekki falleg. ekki þægileg áheyrnar, ekki „fyrirmig“ eða „eftirmínumsmekk- leg“. Samt blasir sú staðreynd við, að þetta frægasta tónskáld nútímans úti í löndum verður bráðum aldar gamalt. Stravinsky er nú einn á lífi af þeim mönnum, sem merkust hafa borið nöfn- in á sviði tónlistar okkar aldar — nútímatónlist hefur slitið barnsskónum og sjálfsagt mörgum öðrum pörum, en hvaða menn hafa nú tekið við? Maður nokkur frá Frakklandi setti nýlega saman bók um tónlist okkar tíma. Þar var skilmerkilega sagt frá fyrirferðar- mestum tónlistarmönnum síðan Debussy lézt og síðan var öll- um listarinnar stefnum safnað saman í einn stað. Sá staður eða brennidepill sýndi lesanda fram á það, að markviss þróun og stefna listrænna atburða var öll að sama marki — og fyrir það varð bókarhöfundur heimsfrægur á fáeinum dögum — og markið reyndist vera óþekktur Fransmaður, sem hafði samið tvær enn óþekktari tónsmíðar, er bókin var skrifuð. Sjálfsagt er að hafa nafn þessa manns í liuga — hver veit, nema hann verði talinn stórskáld af öðrum — en hann heitir Barraqué, vinur bókar- höfundar. Mörgum þótti — og það ekki ástæðulaust — hér vera undar- lega á penna haldið. Samt birtist erlendis fjöldi slíkra bóka, sem spá um meistara framtíðarinnar, að ekki séu nefndar blaða- og tímaritsgreinar. Tilkoma þessara spábóka minnir ó- þægilega á þær hliðstæður á fyrri öldum, þegar menn undu sér vel við að tala, skrifa eða lesa um músík í stað þess að spila sjálfir, syngja eða ljá henni eyra á annan hátt. Á slíkum tím- um vegnaði tónlistinni illa, og tónsmiðir voru lítið eftirsóttir. Hins vegar dafnaði alls konar dægurmúsík og „stjörnudýrkun“ var taumlaus. Spáritin veita greið og yfirlætisfull svör: „Vesgú, þarna er snillingurinn, sem þér, lesandi góður, eruð að leita að“ — og lesandinn, sem finnur þannig snillinginn sinn, þarf ekki framar að hafa fyrir því að hrífast, eða ekki hrífast, af sjálfsdáðum. (Er ekki líka bara hentugt að láta stórþjóðir sjá smáum þjóð- um eins og íslendingum fyrir tónsnillingum, þótt ekki væri nema sem afspurn?) Franska tónskáldið FIERRE BOULEZ, sem frægastur er fyrir píanóverkið „Structures", þar sem röðunartækni er beitl við öll atriði smíðinnar, kantötuna „Le Marteau sans Maitre" eða Mallarmé- „improvísasjónimar" „Pli selon Pli“. Hann er líka mikilsvirtur hljómsveitarstjóri. Með honum t. li. á myndinni er Igor Stravinsky. 54

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.