Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 3
Hofi, Vopnafirði 21/9 1967 Það verður líklega að teljast ofdirfskufullt af mér, fávísri og ósérmenntaðri konu, að ræða um skólamál, eftir að fjölmarg- ir sprenglærðir sérfræðingar hafa ritað í blaðið um þessi mál. Mín einasta afsökun er sú, að ég á sjálf dálítinn barnahóp, og þessi börn eiga vonandi eftir að ganga í gegn- um hin ýmsu stig okkar ómögu- lega skólakerfis, svo að mér er framvinda þessara mála a. m. k. ekki alveg óviðkomandi. Einn hinna lærðu manna ræðir það sem hann kallar forskólavandamálið og telur það einkum vera brýnt í öllu þéttbýli. Hvað þá um börnin í strjálbýlinu, sem enga kennslu hljóta fyrr en þau eru 9—10 ára? Eiga þau ekki við neitt forskólavandamál að etja? Það vita allir sem vilja vita, að börn í sveit á íslandi í dag eru ekkert betur sett með fræðslu í heimahúsum heldur en kaupstaðabörn. Hin gamla íslenzka „sveitamenning“ er ekki lengur til, sveitaheimilin eru víðast fáliðuð, húsmóðirin verður þar að vinna „utan heimilisins" ekkert síður en í þéttbýlinu, og hver á þá að kenna börnunum að lesa og skrifa? Því læs og skrifandi skulu þau koma í skólann, ann- ars verða þau það sennilega aldrei. Meðan talsverður hópur barna á ekki einu sinni kost á lögboðinni skólagöngu, er full- snemmt að ráðgera að lengja skólaskylduna. Eftir lestur síðasta heftis Samvinnunnar liggur raunar nærri að álykta, að sá ungling- ur sé sælastur, sem þurfi sem minnst að komast í snertingu við íslenzka skóla, en svo slæmt er ástandið þó varla. A. m. k. reynum við í sveitinni að senda börnin að heiman til mennta, þegar þau hafa lokið sinni stuttu barnaskólagöngu, en það er dýrt spaug fyrir þá sem eiga dálítið af blessuðum börn- unum. Hvað skyldi það t. d. kosta mann í dreifbýlinu að koma 5 börnum í gegnum menntaskóla? Vill ekki ein- hver sérfræðingur taka að sér að reikna það dæmi? Oft er rætt um flótta embættismanna úr dreifbýlinu og hversu erfitt er að fá þangað sérmenntaða menn á ýmsum sviðum. Það er þó alkunna, að aðeins hinir hæstlaunuðu embættismenn landsins geta leyft sér þann munað að starfa utan Reykja- víkur eða Akureyrar, ef þeir eiga börn, sem vilja halda á- fram námi eftir að barnaskóla lýkur. Það sama gildir auðvitað um aðrar stéttir, t. d. bændur, þótt þeir eigi erfiðara með að slíta sig upp og hverfa til ann- arra starfa, og hafa auk þess betri aðstöðu til þess að veita unglingunum vinnu heima á sumrin. Svo eru það okkar ágætu há- skólamenn, sem aldrei fá nóg fyrir sinn snúð. Auðvitað á að launa menn eftir menntun þeirra, en fyrst og fremst á ekki að ráða mann til starfs nema hann hafi þekkingu og hæfni til að leysa það af hendi. Hvers eiga börnin að gjalda, sem lenda í bekk hjá ólærðum kennara, gagnfræðakennara með barnakennaraprófi eða BA-manni, sem ekkert kann í YVK GLÆSILEGUR OPEL BRÉAR BILIÐ MILLI KADETT OG REKORD OLYMPIA 1968 lAÁNARI LPPLÝSIIAGAR GEFUR umboðið ÁrmúlaS. sími3S900 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.