Samvinnan - 01.12.1967, Side 40

Samvinnan - 01.12.1967, Side 40
Menn kváðu vera jafnir fyr- ir guði, en þeir eru það ekki aldeilis fyrir útvarpsráði. Það er liðin tíð. Ég hjó eftir því í fréttum af vetrardagskránni á dögunum að ráðið er búið að fyrirskipa gæðamat á dauðum íslendingum. Einungis „þjóð- kunnir menn“ skulu eftirleiðis fá aðgang að útvarpinu eftir að þeir eru allir. Athöfninni yfir úrvalskartöflunni verður útvarpað eins og hingað til en smælkinu holað niður í jörðina í kyrrþey. Kannski við ættum að kjósa guð almáttugan í út- varpsráð. Mér finnst þetta fráleitt uppátæki, og ég er viss um að margir munu taka undir með mér þegar þeir hugsa málið. Þetta er annars furðuleg ár- átta, að við skulum ennþá vera að basla við að finna upp nýj- ar leiðir til þess að draga fólk- ið í dilka. Með ákvörðun út- varpsráðs nær þessi mann- jafnaðarástríða út fyrir gröf og dauða. Ég óska því alls ófarnaðar með fyrirtektina. Ég vona að það fari ekki betur fyrir því en gamla rit- stjóranum mínum um árið. Hann ætlaði líka að gera sig breiðan yfir látnum íslending- um en rann á rassinn við lit- inn orðstír. Það er svosem alveg satt að blaðið okkar var að drukkna í minningarorðum. Það var að verða nokkurskon- ar líkhús. Það er eins og all- ir vita töluvert útbreidd trú hérlendis að það sé allur mun- urinn að vera dauður ef maður fái þokkaleg eftirmæli í blöð- unum. Ég veit að þetta er við- kvæmt mál, en ég get nú ekki stillt mig um að segja það samt að mig grunar að í raun- inni standi líkinu hjartanlega á sama. Gamli ritstjórinn minn tók sér mann í stakk og gaf út konunglega tilskipun um lengd minningargreina í blaðinu okkar um alla framtíð. Hann boðaði þessa nýbreytni á fundi með starfsliðinu og var að von- um þó nokkuð upp með sér. Ég get heldur ekki neitað því að við blaðamennirnir hugs- uðum okkur gott til glóðarinn- ar að eiga nú loksins að fá að gefa út fréttablað í stað minn- ingarits. Ef mig misminnir ekki þá áttu eftirmæli fram- vegis aldrei að fara fram úr þremur dálkum um eina og sömu persónuna, og höfundum var til að byrja með vægðar- laust úthýst og gert að stýfa miskunnarlaust af ritsmíðum sínum ef þeir fóru stafkrók fram yfir markið. Þá gerðist það að ágæt kona andaðist sem átti óbeinlínis til höfðingja að telja. Ég segi ó- beinlínis af því hún hafði verið vinnukona hjá þjóðkunnri fjölskyldu um áraraðir. Þá hrundu loftkastalar húsbónda míns á einni nóttu eins og spilaborg í fárviðri á berangri. Allir þjóðkunnu mennirnir í þjóðkunnu fjölskyldunni tóku hann í karphúsið, og ég má segja að við höfum endað með því að birta eina tíu dálka um blessaða gömlu konuna — með hlemmistórri mynd eins og nærri má geta. Svona vona ég að fari fyrir útvarpsráði, og að einhver stór- bokkinn troði ofan í það líki hvort sem því líkar betur eða verr. Það getur náttúrlega ver- ið að það lúffi ekki hvað sem á gengur, en ákvörðun þess er afleit allt um það. Ritstjórinn var þó ráðsmaður einkafyrir- tækis, en útvarpið er ríkisbú. Hvaðan í skollanum kemur út- varpsráði þá rétturinn til þess að ráðskast í því hver sé út- fararhæfur gegnum útvarp og hver ekki? Manni verður líka á að spyrja: hverjir eiga að fram- kvæma úttektina og hver verð- ur mælikvarðinn? Hugtakið „þjóðkunnur maður“ er æði teygjanlegt. Verður síldar- kóngur hlutgengur svo að dæmi sé nefnt og hvað þarf hann þá að hafa drepið marg- ar tunnur af síld til þess að fá sálumessu í útvarpinu? Hvað þarf nýlátinn bóndi að hafa átt margar kýrnar til þess að teljast útvarpshæfur og hvort verður þriðja flokks stjórn- málamaður álitinn virðu- legra útvarpsefni dauður elleg- ar fyrsta flokks iðnaðarmað- ur? Það er kannski ljótt að segja það, en það verður líka fróðlegt að vita hvernig þeir meta útvarpsráðsmenn til út- varpsflutnings þegar þar að kemur. Ég geri ráð fyrir að þeir séu þó mennskir líka. Ef þessu með gæðamatið verður i raun og veru haldið til streitu, þá legg ég til að orðu- nefnd verði falið að fram- kvæma verkið. Hún kann á þessu öll tök, og kannski það sé þar að auki sjálfgert að ein- ungis íslendingar með pjátur á maganum verði jarðsungnir í áheyrn alþjóðar. Orðustúss- ið er önnur vitleysan frá, og ég játa hispurslaust að ég gríp hvert tækifæri fegins hendi að ónotast út í allt það fargan. Ég hef aldrei getað sætt mig við leikreglurnar í þessum undarlega og forpokaða sam- kvæmisleik, hvað þá að ég hafi nokkurntíma skilið forsend- urnar. Er nokkur maður bætt- ari af því að ganga með upp- hefð sína á bumbunni? Ansi mundi okkur finnast það ósmekklegt ef til dæmis gaml- ir menntaskóladúxar hengdu nú prófskírteinið utan um hálsinn á sér þegar þeir íæru til mannfagnaðar. Það var brýnt fyrir manni í uppeldinu að maður ætti ekki að vera stærilátur. En er það ekki há- mark stærilætisins að hengja mannvirðingar sínar utan á sig eins og siglingarljós? Þeir sem vilja ríghalda í þetta húmbúk munu líklega svara því til að menn flaggi ekki með fínheitin nema í yfirmáta fínum veislum. En þætti það 40

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.