Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 13
skömmu eftir fráfall Leníns. Árið 1919 varð hann kommissar Eftirlits verka- manna og bænda, en þá stofnun hafði Lenín sett á laggirnar til að tryggja völd Flokksins yfir hinu lélega og ókomm- úníska embættismannakerfi. Þann- ig stjórnaði Stalín lögreglunni sem njósn- aði um embættismennina sem sáu um óstjórnina í Rússlandi; kerfið stefndi ekki að einfaldleik, gagnkvæmu trausti eða afköstum — en það hlóð undir Stal- ín. Hann var að sjálfsögðu þegar kominn í miðstjórn Kommúnistaflokksins, og nú var hann einnig kosinn í sjö manna framkvæmdaráð flokksins; hann var tengiliður framkvæmdaráðsins og skipu- lagsskrifstofunnar, sem var nokkurs- konar atvinnumálaráðuneyti með óskor- að vald til að safna saman verkamönn- um og senda þá hvert á land sem verkast vildi; hann var fyrir eftirlitsnefndinni í Moskvu sem varð æðsti dómari í hreins- unum spilltra og duglausra flokksstarfs- manna — einskonar æðsti áfrýjunar- dómstóll Flokksins; og síðast en ekki sízt var hann framkvæmdastjóri mið- stjórnar sjálfs Kommúnistaflokksins frá því í apríl 1922 og hélt þannig í megin- þræði vefjarins sem Flokkurinn var að spinna um allt Rússland. Þó hundrað menn hefðu heyrt um Lenín og Trotskí á móti hverjum einum sem heyrt hafði getið um Stalín, voru völdin samt að safnast í hendur hans hægt og hávaða- laust. Má vera að keppinautar Stalíns hefðu verið varari um sig, ef Lenín hefði verið eldri maður, en orðið var of seint að hafast nokkuð að, þegar hann féll frá: þeir voru bara flugur í vefi Stalíns. Lenín skilgreindi ástandið áður en hann dó, ánþess að benda á nokkur úr- ræði. í „erfðaskrá" sinni, sem hann las fyrir eftir aðra heilablæðingu sína í des- ember 1922, spáir hann átökum milli Stalíns og Trotskís. Trotskí var „persónu- lega hæfastur" miðstjórnarmeðlimanna, en Stalín valdamestur. „Eftir að félagi Stalín varð framkvæmdastjóri hefur hann safnað á sínar hendur gífurlegu valdi, og ég er ekki viss um að hann kunni ævinlega að beita þessu valdi af nægilegri gætni.“ Tíu dögum síðar bætti Lenín við hinni frægu eftirskrift eða erfðaskrárviðauka: „Stalín er of rudda- legur, og þessi galli verður óþolandi í embætti framkvæmdastjórans. Þess- vegna legg ég til við félagana að þeir finni leið til að víkja honum úr þessu embætti og skipa í það annan mann, áreiðanlegri, kurteisari og tillitssamari." Erfðaskráin var lesin upp í miðstjórninni þar sem Stalín sat sjálfur á þrepum ræðustóls- ins, en stjórnin vék honum ekki úr emb- ætti framkvæmdastjórans. Lenín réðst þá opinberlega á Stalín og félaga hans fyrir „hroka“ þeirra í Georgíu og skrifaði honum lokabréf 6. marz 1923, þar sem hann sleit öllu samneyti við hann. Þrem- ur dögum síðar fékk hann þriðja heila- blóðfallið sem dró hann til dauða, og þannig hafði hann ekki lengur bolmagn til að koma Stalín frá. Trotskí (sem að vísu er óvinveitt vitni) gefur jafnvel í skyn, að þegar Lenín bað um eitur til að flýta óhjákvæmilegum endalokum, hafi Ékaterína fyrri kona Stalíns. Stalín verið áfjáður í að leyfa honum að taka það, þó allir aðrir viðstaddir væru því andvígir. „Jafnan síðan, þegar ég fer yfir þennan atburð í huganum, get ég ekki annað en endurtekið með sjálfum mér: Hegðun Stalíns, öll fram- koma hans, var furðuleg og skuggaleg. Hvað vill maðurinn? Og hversvegna þurrkar hann ekki slægðarbrosið af grímu sinni?“ Jafnvel meðan Lenín lá á banasæng- inni var baráttan hafin. Trotskí krafð- ist þess að slakað væri á skriffinnskunni og rýmkað um frelsi í landinu. Stalín, sem naut stuðnings Kamenévs og Zínovévs, hélt því fram að Rússland væri ekki umræðuklúbbur og yrði að hafa aga og skipulag að ofan: Flokkurinn yrði að vera „heilsteyptur, flokkur af stáli, ein- steinungur". Ennfremur sökuðu Stalín og stuðningsmenn hans hinn glæsilega Trotskí um tilhneigingu til að leika hlut- verk Napóleons. Þeir þyrluðu upp mensé- víka-fortíð hans og gömlum væringum við Lenín, sem löngu voru gleymdar í hita baráttunnar. Þegar Trotskí svaraði með því að minna á hik Zínovévs og Kamenévs í október 1917, var Stalín ósviðinn, þó þeir félagar kunni að hafa sviðnað. Síðan kom hin mikla misklíð um „sósíalisma í einu landi“ sem berg- málaði um gervöll Sovétríkin í tvo ára- tugi. „Trúvillingurinn“ mikli var Trotskí, sem síðar þoldi bannfæringu og líflát fyrir kenningar sínar, þó margir telji túlkun hans á Marx-Lenínismanum heil- brigðari og hreinni en túlkun Stalíns páfa. Utangarðsmanni virðist kenning- in, sem þrætt var um, í meira lagi þurr og fjarlæg veruleikanum: áttu rússnesk- ir kommúnistar að vinna að heimsbylt- ingu, hinni svonefndu „stöðugu bylt- ingu“, eða gátu þeir gert sér vonir um að þeirra eigin bylting heppnaðist í ein- angruðu kommúnísku Rússlandi? Trotskí vildi koma á heimsbyltingu til að vernda og tryggja rússnesku byltinguna. En Stalín sló fram vígorðunum um „sósíal- isma í einu landi“ og lét Rússum þannig í té eitthvað áþreifanlegt sem þeir skildu og gátu barizt fyrir. Með eigin átaki gætu þeir skapað sér nýtt og glæsilegt Rússland, án tillits til þess sem gerðist í Þýzkalandi eða Bretlandi eða Kína. Þannig þvingaði fræðimaðurinn og hugs- uðurinn Trotskí í hita umræðnanna mið- lungsskarpan athafnamanninn Stalín til að leggja fram einu frumlegu viðbót sína við kenningar Marx. Trotskí missti smámsaman völdin á árunum 1923—1929, og áttu þeir félagar Zinovév og Kamenév framanaf sinn þátt í því. í janúar 1925 var Trotskí neyddur til að leggja niður störf hermálaráðherra, í október 1926 var hann rekinn úr fram- kvæmdaráðinu, og í árslok 1927 hafði hann verið rekinn úr Flokknum og send- ur til Alma Ata í Suður-Síberíu. Loks var hann rekinn í útlegð til tyrknesku eyjarinnar Prinkipo árið 1929, og Komin- tern (alþjóðasamtök kommúnista), sem hann hafði reynt að skírskota til, var lokað í sex ár. En þegar árið 1925 höfðu Zínovév og Kamenév snúizt gegn kenningunni um „sósíalisma í einu landi“, og árið eftir stóðu þeir með Trotskí sem þeir höfðu átt þátt í að hrekja frá völdum. Árið 1927 voru þeir einnig reknir úr Flokknum. Þá var Stal- ín búinn að fylla framkvæmdaráðið sín- um mönnum, og með tilstyrk Mólótovs, Vorosjílovs og Kalíníns, sem allir voru já-menn, gat Stalín losnað við aðra eldri meðlimi framkvæmdaráðsins sem höfðu hjálpað honum til að fella Trotskí, Zínovév og Kamenév. Árið 1929 voru Búkharin, Tomskí og Rýkov (forsætis- ráðherrann) allir undirgefnir Stalín, en það gagnaði þeim lítt að afneita fyrri skoðunum og skríða fyrir hinum nýja húsbónda. Þeir unnu að vísu stundar- frest, en fengu að lokum allir hnífstung- una sem hafði vofað yfir þeim. Hin persónulegu átök innan Flokks- ins voru nátengd baráttunni við að koma í veg fyrir hungursneyð, iðnvæða landið, þjóðnýta iðnað og landbúnað. Þjóðnýt- ing landbúnaðarins hafði tekizt hörmu- lega 1919—’21, og árið 1929 var ástand- ið í landbúnaði mjög slæmt; framleiðsl- an hafði ekki jafnað sig eftir bylting- una og styrjaldirnar. íbúar borga og bæja voru í svelti, bændur gátu ekki skilað til- skildum afurðum, og innanlandsástandið var ískyggilegt, einskonar vítahringur: engin matvæli án traktora, engir trakt- orar án matvæla. Þannig hófst Stalín handa um öfgafulla landbúnaðarstefnu sína 1928 og snerist fyrst gegn kúlökun- um, efnuðum bændum sem réðu til sín vinnuafl. Eignir þeirra voru teknar end- urgjaldslaust, og stéttin algerlega upp- rætt. Þeir voru reknir einsog sauðfé til Kazakstans eða Síberíu, þareð þeir fengu ekki inngöngu í samyrkjubú heimahér- aðanna, og oft voru þeir einfaldlega skildir eftir á einhverri brautarstöð 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.