Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 12
En byltingin heppnaðist glæsilega, að
minnstakosti í byrjun. Lenín gat tekið af
sér andlitsgrímuna og hárkolluna, efa-
semdamaðurinn Kamenév sat í forsæti
á þingi sovétanna sem samþykkti fyrsta
ráð alþýðukommissara (ríkisstjórn) þar
sem Stalín var útnefndur kommissar
þjóðernisminnihluta. Byltingin var „létt-
ari en að lyfta fjöður“, sagði Lenín. í
ráðum Flokksins var Stalín nú valda-
meiri en Kamenév og Zínovév; einung-
is Lenín, Trotskí og Sverdlov voru hon-
um æðri.
Á hinu stutta skeiði framað Brest-
Litovsk-sáttmálanum (marz 1918) gegndi
Stalín mikilvægu hlutverki í embætti
kommissars þjóðernisminnihlutanna, því
hann bar ábyrgð á framtíð 180 ,,þjóða“,
sem ekki voru af rússneskum stofni en
námu um helmingi allra íbúa hins gamla
rússneska keisaradæmis. En þegar bolsé-
víkar urðu að kaupa friðinn við Þýzka-
land með því að afhenda landamærahér-
uðin í vestri sem ekki voru byggð Rúss-
um, voru starfi hans reistar óvæntar
skorður. Hann var á þessu skeiði furðu-
lega frjálslyndur. Maðurinn, sem var
harðstjóri allra þjóða Austur-Evrópu við
ævilokin, hóf feril sinn sem talsmaður
sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna. Hann
veitti Finnum sjálfstæði og gaf Úkraínu-
mönnum og Georgíumönnum heimild til
að segja sig úr lögum við Sovét-Rússland
ef þeir kærðu sig um — og í þessum efn-
um studdi Lenín hann og varði fyrir
gagnrýni annarra kommúnista. „Það er
óhugsandi," sagði Stalín, „að við látum
það viðgangast að nokkurri Iþjóð sé
haldið með valdi innan ramma nokkurs
ríkis.“ Ef þeir gerðu það, væru þeir
sjálfir „erindrekar stefnu keisarastjórn-
arinnar". Sá tími var ekki enn runn-
inn upp, þegar tilraunir íra og Indverja
til að losna undan Bretum yrðu taldar
„byltingarkenndar", en tilraunir Júgó-
slava, Úkraínumanna og Pólverja til
að losna undan Rússum „afturhaldssam-
ar“. Þegar á árunum 1921—22 var Stalín
farinn að taka harkalega á þeim Georgíu-
mönnum sem vildu aðskilnað frá Rúss-
landi. Hann fór til Tíflis 1921 og bakaði
sér óvild samlanda sinna með því að
skamma þá fyrir heimskulega þjóðernis-
stefnu. Hann „hreinsaði" forustulið
kommúnista í Georgíu án blóðsúthell-
inga, og Kákasus var sameinað Sovét-
ríkjunum. Sama máli gegndi um fjöld-
ann allan af frumstæðum þjóðlöndum í
Asíu sem komust nú í fyrsta sinn í
kynni við skóla, áveitur og vestrænar
hugmyndir um jafnrétti og framfarir. Þó
„Asíumaðurinn" Stalín hafi mjög skert
frelsi Evrópumanna í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu, átti enginn einstakling-
ur ríkari þátt í því en hann að gróður-
setja evrópskar hugmyndir í víðáttum
Asíu.
Byltingin var „léttari en að lyfta fjöð-
ur“, en borgarastyrjöldin og íhlutun er-
lendra ríkja reyndust svo þungar byrð-
ar að nærri lá að byltingin kiknaði und-
an þeim. í vissum skilningi kiknaði hún:
aldrei eftir 1921 — örugglega aldrei eftir
dauða Leníns 1924 — endurvaknaði sú
hugsjónaglóð sem einkenndi fyrstu ár-
in eftir byltinguna. í borgarastyrjöldinni
fór Stalín sem pólitískur kommissar til
Tsaritsýn á Volgubökkum — borgarinnar
sem brátt hlaut nafnið Stalíngrad — þar
sem hann hóf, að því er hann sjálfur
sagði, „skipulagðar múgógnir gegn borg-
arastéttinni og erindrekum hennar“.
Hann hafði upphaflega verið sendur
þangað til að sjá um sendingu kornbirgða
til Moskvu og Petrógrad, sem bjuggu við
sult (brauðskammturinn var hálft pund
á viku), en hann flækti sig óðara í
stjórn stríðsrekstursins þar syðra og
lenti óbeint í fyrstu alvarlegu deilunni
við Trotskí. Trotskí hafði sannfært Len-
ín um að Rauði herinn yrði að halda
áfram að nota liðsforingja úr keisara-
hernum (þráttfyrir hættuna á liðhlaupi)
tii að tryggja hæfni hans til bardaga.
Öreigasonurinn Stalín og fyrrverandi
undirforingjar af lágum stigum einsog
Búdjonní og Vorosjílov voru mjög and-
vígir þessari stefnu og mótmæltu eða
jafnvel virtu að vettugi skipanir her-
málaráðherrans, Trotskís. Ástandið í
Tsaritsýn var tvísýnt; borgin var um-
kringd andbyltingarsinnuðum kósökk-
um. Trotskí sakaði Vorosjílov um óhæfni
og Stalín um fara útfyrir valdsvið sitt.
Þegar loks tókst að frelsa borgina, þakk-
aði Trotskí það stjórn Rauða hersins,
þráttfyrir frammistöðu yfirmannanna á
staðnum, en Stalín og allir rithöfundar
Stalín-skeiðsins þökkuðu það Vorosjílov
og Búdjonní — og vitaskuld Stalín ■—
sem hefðu haft betur í átökunum við
„fínu herrana í hernum“. Sama fyrirlitn-
ingin gagnvart „fínum, menntuðum og
sérhæfðum mönnum" kemur fram hjá
skósmiðssyninum Stalín einsog hjá Hitl-
er, misheppnuðum syni minniháttar emb-
ættismanns. Tsaritsýn-þjóðsagan óx og
óx unz Tsaritsýn varð Stalíngrad, og
orustan mikla 1942, þegar borgin varð
vettvangur einhverra mestu hernaðar-
átaka heimssögunnar, staðfesti gömlu
þjóðsöguna jafnframt því sem hún skap-
aði aðra nýja.
Borgarastyrjöldin var háð allt árið
1919 og framá árið 1920; hún skóp alls-
herjar ringulreið, þar sem hungur,
grimmd, eyðilegging og upplausn héldust
í hendur. Eftir atburðina við Tsaritsýn
hélt Stalín til Petrógrad, Kákasus og
ýmissa staða annarra sem ógnað var af
Hvítliðum. Þó Stalín væri síðri leiðtogi
en Trotskí — sem var ekkert nema eldur
og stál — átti hann mikilvægan þátt í
ýmsum ákvörðunum, og Lenín fékk æ
meira álit á glöggskyggni hans og hæfi-
leika til að gera sér grein fyrir erfiðum
aðstæðum og bregðast skjótt við. Fyrir
þátt sinn í vörn Petrógrad var hann
ásamt Trotskí sæmdur orðu Rauða fán-
ans. í rússnesk-pólska stríðinu 1919 átti
hann að minnstakosti nokkra sök á
herfilegum óförum Rússa; Trotskí sak-
aði hann um að hafa háð „sitt eigið
stríð“ og sótzt eftir eigin vegsemd með
því að taka Lvov í stað þess að hjálpa
hinum til að taka Varsjá. í lokaátökun-
um við Wrangel hershöfðingja, þegar
Krímskaginn var unninn úr höndum
óvinarins og endi bundinn á borgara-
styrjöldina 1920, átti Stalín vissulega
sinn þátt í yfirstjórn hernaðarins, þó
Trotskí fullyrði að jafnvel í því efni
hafi hann verið „þriðja flokks maður."
Hvað sem segja má um afrek Stalíns
í borgarastyrjöldinni, var hann þegar
farinn að draga til sín þau margvíslegu
borgaralegu völd, sem áttu eftir að gera
hann að einræðisherra Sovétríkjanna
Lenín og Stalín hittast jyrir utan Moskvu árið 1922.
12