Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 64
Frakkar hafa löngum getið sér orð fyrir að vera miklir áhugamenn um kvikmyndalist og djúphugulir um stöðu hennar og sértækni. Þeir halda eina merkustu kvikmyndahátíð Evrópu, hátíð- ina í Cannes, og gera sér mikið far um að kynnast nýjungum í kvikmyndagerð. Oft hafa þeir orðið fyrstir til að veita snjöllum kvikmyndurum athygli, t. d. vann Carl Dreyer sína fyrstu alþjóðlegu sigra í Frakklandi, þegar hann gerði Du skal ære din hustru og Jeanne d’Arc, og það var í kvikmyndahúsum Ódáinsvalla í París, sem ungur maður, lítt þekktur utan heimalands síns, vakti fyrst veru- lega athygli á sér: Ingmar Bergman. Þótt ekki sé laust við að Frakkar hafi stundum verið ásakaðir um ýmislegt snobberí og kannske sérvizku í áhuga sínum á nýjungum kvikmyndalistarinn- ar, hefur það alltaf verið talsverður sig- ur fyrir ungan kvikmyndara að vinna sér sæti á bökkum Signu. En auk kynningar á verkum ungra manna gera Frakkar einnig talsvert af því að halda á loft gömlum meistaraverkum kvikmyndanna, og sýna þá hæði nokkuð reglulega gaml- ar, frægar kvikmyndir og reyna einnig að draga gleymd meistaraverk fram á ný. Þannig skaut t. d. ,.Ágirnd“ Stro- heims unp kollinum í kvikmyndahúsum Parísar í vetur við hliðina á nýstárleg- um myndum, frönskum, tékkneskum o. fl„ og stafar þetta allt af því að Frakk- ar líta miög á kvikmyndir eins og sjálf- stæða listgrein, sem menn verði að eiga kost á að kynnast og nióta, á sama hátt og tónlist og bókmenntir, hvort sem um er að ræða klassísk verk eða nýjungar. Þessu siónarmiði fylgia ýmis vandamál, t. d. fiárhagsleg. því að það getur verið alláhættusamlegt fyrirtæki að kynna unaan kvikmyndara, sem fer lítt troðnar slóðir í kvikmyndagerð sinni. Til að leysa þessi vandamál hafa Frakkar sett á stofn nvia tegund kvikmyndahúsa. sem starfa á talsvert öðrum grundvelli en hin veniulegu. Þessi kvikmvndahús nefnast „cinéma d’art et d’essai" (gjarnan auð- kennd með því að nafn beirra hefst á orðinu „studio") og svna einungis mvnd- ir. sem taldar eru hafa listrænt gildi. f staðinn greiða bau síðan talsvert lægri skatta en önnur bíó. Kvikmyndahús bessi eru ekki gömul. Það var fyrst í kringum 1950 að nokkrum gagnrýnend- um datt í hug að stofna eitt bíó, sem skvldi starfa á þennan hátt og svna þá einkum myndir, sem fengiu verðlaun á hátíðum, en venjuleg kvikmyndahús væru treg til að sýna. Fjórum árum síðar var svo farið að stofna kvikmvnda- hús af þessu tagi og eigendur þeirra mynduðu með sér samtök. Síðan hefur þeim fjölgað, en þau eru þó heldur fá og salir þeirra litlir. Yfirleitt þrífast þau einna bezt á þeim stöðum bar sem stúdentalíf er gróskumikið, í stúdenta- hverfum Parísar og í öðrum háskóla- borgum Frakklands, enda eru stúdentar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sækja þau. Utan stúdentahverfa eru slík kvikmyndahús mjög sjaldséð. En starf þeirra er talsvert meira en tala þeirra segir til um. Gósenland þessara listrænu kvik- myndahúsa er vafalaust á vinstri bakka Signu, í Latínuhverfinu og St. Germain des Prés. Þótt kreppa hafi verið í kvik- myndahúsum Frakklands hin síðari ár- in, hafa þó bíó sprottið upp eins og gor- kúlur hvarvetna í þessum hverfum, svo að fjölda þeirra þar er við fátt jafnandi nema helzt kaffihúsagrúann. Og þegar rökkrið fellur á bæjarstæði Lutetiu gömlu og fyrirlestrum lýkur í Sorbonne, kasta stúdentar frá sér ritverkum Fouc- ault eða Levi-Strauss, gleyma kaffihúsa- samræðum liðins dags um Mao eða Mitt- erand og streyma á kvikmyndahúsin. Þar er líka um margt að velja: sums staðar eru sýndar myndir gömlu meistaranna, t. d. ívan grimmi eða Dagur reiði, ann- ars staðar eru sýndar myndir þekktra EINAR MÁR JÓNSSON: BROTUM . KVIKMYNOAHUSA- MENNINGU I PARlS nútímahöfunda, svo sem Sjöunda inn- siglið eða Nazarin, og loks má víða sjá myndir yngstu höfunda, framúrstefnu- manna, eins og Walkover eftir Jerzy Skolimowski (Póllandi), Nicht Versöhnt eftir Jean-Marie Straub (Þýzkalandi), Maðurinn sem klippti hár sitt stutt eft- ir André Delvaux (Belgíu), svo nefndar séu nokkrar myndir, sem frumsýndar voru í vetur leið, og margar aðrar. Myndir framúrstefnumanna um víða veröld, sem franskir gagnrýnendur kalla gjarnan ..nýju kvikmyndagerðina" (le nouveau cinéma) og eru á margan hátt fram- hald „nýju bylgjunnar" frönsku hér á árunum, eiga einkum upp á pallborðið hjá stúdentum Parísar, enda fjalla myndir þessar oftast um ungt fólk og vandamál þess, eða ýmis önnur vanda- mál, sem eru ofarlega á baugi. En þegar kvikmyndasýningunum er lokið, setjast stúdentarnir oftlega á kaffihúsin frægu, sem miög hafa angrað þjóðlega íslenzka hagyrðinga að undan- förnu, og ræða myndirnar af miklu kappi. Plíkar samræður eru að sjálfsögðu harla margvíslegar og ekki alltaf jafn skarp- ar, en eitt er áberandi: bíógenglar latínu- hverfisins forðast það sem kalla mætti kókmenntalegt mat kvikmvnda. Með því á ég við það sjónarmið að meta kvik- myndir eftir því hvort þær eru gerðar eftir frægri skáldsögu, bókmenntalegu gildi söguþráðarins og samtalanna, hvort leikararnir séu góðir (á leiksviðsmæli- kvarða), o. s. frv. í stað þess líta þeir á kvikmyndir sem algerlega sjálfstæða listgrein: tímabundna framrás mynda, texta og hljóðs, sem falla saman í eina merkingarbæra heild með myndirnar sem burðarás — heild sem fær gildi sitt af því einu að hún hefur merkingu sem ekki verður túlkuð á annan hátt, Þetta er reyndar einföld staðreynd, sem frum- herjar kvikmyndalistarinnar gerðu sér þegar grein fyrir, en mönnum hefur þó reynzt erfitt að skilja til fullnustu. Nú er þetta hins vegar grundvallarregla framúrstefnumanna alls staðar og mót- ar alla þeirra tækni og efnismeðferð. Myndir þeirra hafa því ekki alltaf fund- ið náð fyrir augum manna með bók- menntalegan smekk. En í rauninni er bókmenntalegt mat á kvikmyndum eins fráleitt og mat 18. aldar manna á mál- verkum: þeir dæmdu málverk eftir því af hverju það var, og jafnvel Chardin gat ekki hrundið þeim misskilningi. En nóg um það að sinni. Til þess að gefa mönnurn betri hugmynd um and- rúmsloft kvikmyndahúsalífs Parísar en lýsingin ein getur gert, ætla ég nú að segja frá nokkrum nýjum kvikmyndum, sem voru sýndar þar í fyrravetur og þóttu athyglisverðar. Vegna vanþekkingar treysti ég mér ekki til að tala um myndir frá austantjaldslöndunum, Brazilíu o. þ. h., sem hafa þó kannske verið einna efst á baugi á vinstri bakka Signu að und- anförnu, heldur ætla ég að segja frá þremur frönskum myndum, sem frum- sýndar voru í fyrravetur og vöktu mikla athygli bíógengla og gagnrýnenda. JEU DE MASSACRE eftir Alain Jessua Myndin Jeu de massacre (titill mynd- arinnar er nafn á einhverskonar leik) er önnur kvikmynd Jessua, og fjallar hún um fyrirbæri, sem mjög einkennir menningu nútímans: myndasögur, og áhrif þeirra á lesandann. Þetta er vissu- lega allflókið vandamál og erfitt viður- eignar, en til þess að setja það fram á einfaldan hátt, býr Jessua til n.k. smá- heim, þar sem aðeins koma fyrir fjórar aðalpersónur, og reynir að láta þessi þjóðfélagslegu vandamál myndasagn- anna koma fram í samskiptum persón- anna. Myndin er því að vissu leyti dæmi- saga. Þar segir frá misheppnuðum rit- höfundi, Pierre Meyrand, sem hefur at- vinnu af því að semja myndasögutexta, og Jacqueline, konu hans, sem teiknar sögur manns síns. Þau kynnast ungum manni, Bob að nafni, sem hefur lesið reyfara, m. a. sögur Pierre Meyrands, svo mjög sér til óbóta, að hann er nánast hættur að gera greinarmun á sínum eigin draumórum og raunveruleikanum. Hann er sífellt í ævintýraleit og lendir þá gjarnan í ýmsu klandri, svo að móð- ir hans, frú Neumann, sem er vellauðug, hefur af því þungar áhyggjur og hefur jafnvel fastráðinn einkaspæjara til að 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.