Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 47
prekvaxinn og viðfelldinn maður í einkennisbúningi ríkis-
varðliðsins. Hinir spænsku vinir okkar spyrja hann ákaft, hvort
geti verið nokkur „í upplöndunum" sem heiti Pascual Duarte.
Nei. hér er enginn með þessu nafni, og hann minnist ekki að
hafa heyrt, að nokkur þesskonar persóna hafi búið hér. —
En, segir hann huggandi, þið getið farið uppá el Ayuntamiento.
Þar vita menn svona hluti! Á borgarstjóraskrifstofunni vita þeir
um alla sem hér hafa búið síðan stríðinu lauk.
— Ef þið hafið tíma til að bíða, bætir hann við, þið vitið,
hvernig það getur verið á opinberum skrifstofum. Nei annars,
þið eruð extranjeros! Sem útlendingar fáið þið vafalaust fljóta
afgreiðslu. Ég skal koma með sjálfur, þá verður þetta í lagi.
Og ég fullvissa ykkur um, að það kostar ykkur ekki eyri!
Spáni hefur oft verið borið á brýn, að hann væri land byggt
útlendingahöturum. Vantraustið á Spáni hefur m. a. birzt í skop-
setningunni „Afríka hefst við Pýreneafjöll," og satt er það, að
öldum saman hefur ekki verið neinn sérstakur hlýleiki í sam-
skiptum Spánar og annarra Evrópuríkja. Um aldir var land
þetta byggt „hinum lötu og stoltu Spánverjum," tent var á
spænska rannsóknarréttinn sem gott dæmi spænskrar grimmd-
ar (í rauninni voru brenndar fleiri nornir í Englandi eða Þýzka-
landi en trúvillingar á Spáni), og fyrir mörgum fékk rógur um
Spánverja og rangfærsla á spænskri sögu í „svörtu þjóðsögunni“
nýjan byr undir vængi með hinni hörmulegu spænsku borg-
arastyrjöld á fjórða tugi aldarinnar.
„Spánn er öðruvísi!“ segir á einu útbreiddasta ferðamanna-
plakati Spánar, og satt er það, að Spánn er ólíkari öðrum
Frœgt klaustur á „Santiago-veginum" í Burgos á Norður-Spáni.
Evrópulöndum bæði hvað landslag og íbúa áhrærir en hin önnur
Evrópulönd sín á milli.
Þó er Spánn annó 1967 land sem stefnir hraðbyri aftur til
þeirrar evrópsku einingar sem slitnaði við upphaf heimsstyrj-
aldarinnar síðari og var rækilegar rofin með vanhugsaðri stjórn-
málalegri og viðskiptalegri einangrun Spánar Francos eftir
stríðslok.
Spáni hefur t. d. verið meinuð aðild að NATO og Efnahags-
bandalaginu (og þarafleiðandi að EFTA, fríverzlunarbandalag-
inu,) og þetta ástand — alveg einsog einangrunin — á rætur
sínar að rekja til hinnar útbreiddu andúðar manna í Vestur-
Evrópu á fasistastjórn Francos. Þótt undarlegt megi virðast, var
nágrannalandinu Portúgal, sem nú hefur rekið bliðuga nýlendu-
styrjöld í nær 6 ár í Afríku, tekið báðum höndum bæði í NATO
og EFTA.
Sannleikurinn er sá, að ástandið á Spáni — hvort heldur er
um að ræða stjórnarfarslegt, efnahagslegt eða félagslegt — er
sýnu betra en í Portúgal, og svo hefur lengi verið. Þvert á móti
því sem er í Portúgal, geta Spánverjar gagnrýnt ástandið opin-
skátt; um það má sannfærast í öðruhverju kaffihúsi eða á
svipuðum stöðum, þar sem Spánverjar eyða flestum frístund-
um sínum. Einn hlutur er þó alltaf tabú og ekki á loft haldið:
gagnrýni á generalissimo Francisco Franco sjálfum. Segja má,
að hið þríaina tabú sé María mey, Franco og lögreglustjórinn á
staðnum.
Spánn Francos var árum saman land kyrrstöðunnar. En eink-
anlega síðan 1959 hefur átt sér stað þróun, sem ekki verður
stöðvuð. Bara á síðustu tólf mánuðum hafa verið gerðar miklar
brevtingar á stjórnmálasviðinu; þær hafa að vísu alls ekki gert
47