Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 65

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 65
fylgjast með ferðum sonar síns og bjarga honum ef með þurfi. Þegar Bob kynnist Pierre, sér sú gamla sér leik á borði og býður hjónunum að dveljast með sér og syni sínum í einkahöll þeirra í Neucha- tel í Sviss, í þeirri von að reyfarahöfund- urinn færi Bob ævintýrin heim, svo að hann þurfi ekki að leita þeirra annars staðar. Allt gengur mjög vel fyrst í stað, og Pierre og Jacqueline nota draumóra Bobs sem efni í nýja myndasögu, „Morð- ingjann frá Neuchatel". Bob er ákaf- lega hrifinn af þessu, en smám saman fer hann að taka hlutverk sitt helzt til alvarlega og að lokum lifir hann sig alveg inn í söguna . . . Af þessu leiðir spennandi atburðarás, sem ég ætla ekki að rekja, en í myndarlok fellur allt í ljúfa löð: söguhetjurnar fjórar eru að nýju samankomnar í höll frú Neumanns og Pierre býst til að halda myndasögunni áfram með hjálp Bobs. Þessi mynd er gerð í alveg sérstökum stíl, og er það einkum efninu að þakka: vegna myndasögunnar inni í kvikmynd- inni verður hún eins og tvírödduð mót- etta. Þetta má skilja á fleiri vegu en einn. í fyrsta lagi færir Jessua sér það í nyt tæknilega að kvikmyndin fjallar um teiknara og fellir því oft teiknimyndirn- ar inn í sjálfa kvikmyndina, þannig að skiptast á kvikmynd og teiknaðar mynd- ir. Þessar teiknimyndir eru mjög vel geröar, og þegar þær eru stækkaðar á þennan hátt, skapa þær alveg sérstök á- hrif. í öðru lagi eru persónur myndasög- unnar að nokkru leyti byggðar á persón- um kvikmyndarinnar (Bob verður fyrir- myndin að „morðingjanum frá Neucha- tel“ og Jacqueline að ástkonu „morð- ingjans“) og sýna þær frá nýrri hlið (samband Jacqueline og Bobs í mynda- sögunni endurspeglar það að samband þeirra í kvikmyndinni er heldur bland- ið). Loks myndar atburðarás myndasög- unnar kontrapunkt við atburðarás kvik- myndarinnar: bæði er efni myndasög- unnar að miklu leyti tekið úr draumórum og veruleika Bobs og siðan fer sagan aft- ur að móta gerðir Bobs, þegar hann reyn- ir sjálfur að upplifa það, sem Pierre hef- ur skrifað um hann. Jessua hefur lýst því yfir í viðtali að báðar myndir sínar og kannske einnig næsta verk hans fjalli um flóttann, hvernig unnt sé að taka lífinu eins og það er — eða hafna því. Jeu de massacre fjallar greinilega um neikvæðu hliðina — neitun veruleikans. Þessi neitun felst þegar í draumórum Bobs, en magnast við reyfaralestur og brýst fram í verki, þegar myndasagan er að gefa draumn- um form. Kjarni myndarinnar virðist því vera sá, að teiknarinn verki sem n.k. hvati á drauma mannsins, efli þá, gefi þeim form og leysi þá úr læðingi. En hann getur ekki byggt á öðru en þeim draumum, sem fyrir eru. Og það birtist í flóknum tengslum hinna tveggja radda þessarar mótettu. Jessua gerir efni myndarinnar mjög hagleg skil og myndin rennur ljúflega saman í eina heild, þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem í slíku efni felast, og það var ekki að ófyrirsynju að hann fékk verðlaun fyrir bezta kvikmynda- handritið á hátíðinni í Cannes. En þótt myndin sé vel gerð og skemmtileg, finnst mér ekki að höfundurinn hafi gert myndasögum nútímans og hlutverki þeirra nein skil. Jessua lítur á mynda- sögurnar sem fjárgróðafyrirtæki kald- rifjaðra teiknara (Pierre er gerður í meira lagi rotinn) og orsök firringar (alienationar) fyrir lesandann. En með því að gera dæmisögu um þetta atriði er ekki allt sagt. Fleiri hliðar eru til — og nægir að benda á að teiknimyndir hafa eins og kunnugt er haft geysi- mikil áhrif á einn allrafremsta kvik- myndara Frakka, Alain Resnais. Og hver getur gleymt snillingnum Hogarth, sem teiknaði söguna Tarzan? LA COLLECTIONNEUSE (Safnarinn) eftir Eric Rohmer. Eric Rohmer var ásamt Truffaut og Godard í þeim hópi ungra manna, sem mótuðu á sínum tíma hina frægu „nýju bylgju“ í franskri kvikmyndagerð, og var hann talinn menntamaður og hugsuður flokksins, enda heimspekingur að mennt. Forsprakkar nýju bylgjunnar studdu hver annan, en ferill þeirra varð þó harla ólíkur, því að meðan Truffaut og Godard gerðu fjölda kvikmynda og urðu víðfrægir, fékk Rohmer fátt annað að gera en stuttar myndir fyrir sjónvarp og orðstír hans dreifðist litið. Það var ekki fyrr en í vetur leið, þegar mynd Roh- mers Safnarinn var frumsýnd, að stjarna hans fór að hækka, og það er naumast vafi á því að Rohmer er nú meðal hinna athyglisverðustu kvikmyndara franskra. Safnarinn er sérstæð kvikmynd. Að- alpersónurnar eru aðeins þrjár, atburða- rásin svo til engin og svið hennar að mestu lítil lokuð veröld (sumarbústaður á Rivierunni). Myndin hefst á þremur „formálum“, sem kynna þrjár aðal- persónur hennar. Fyrsti formálinn, Haydée: ung stúlka í sundfötum gengur eftir hvítum, sólvermdum sandi á strönd hins vínbláa hafs (sbr. Hómer), hné, herðablað, sólbrún húð . . . Annar for- málinn: málarinn Daniel sýnir vini sín- um nýjasta verk sitt, málningardós þakta rakvélarblöðum. Vinurinn sker sig. Daniel: „Ég vil gjarnan að aðrir skeri sig, en ekki þú. Þú ert beittur, þú þarft ekki að skera þig.“ Þriðji formál- inn: Adrien talar við tvær vinkonur sínar um fegurð og segir þá söguna, sem á eftir fer. Ungu mennirnir, Adrien og Daniel, og stúlkan Haydée búa í sumarbústað á Miðjarðarhafsströnd Frakklands í boði (fjarstadds) vinar. Adrien og Daniel þekkjast vel og eru þarna til að hvíla sig frá starfi, en stúlkuna þekktu þeir ekki áður en þeir komu á þennan stað, og þeir hafa ímugust á henni. Haydée er talsvert yngri en þeir og fylgir sínum eigin siðum: hver nótt færir henni nýj- an elskhuga og kemur hún fyrst með ástmenn sína heim í sumarbústaðinn, en þegar Adrien rekur einn þeirra burt fyrir að trufla svefnfrið sinn, lætur hún þá sækja sig á kvöldin í bíl og fylgja sér heim á morgnana, stundum er það jafn- vel ekki sami maðurinn, sem sækir hana og fylgir henni aftur heim. Adrien finnst stúlkan illa uppalin og óhefluð og kallar hana „safnara“. Honum tekst að koma því til leiðar að hún hættir sínu nætur- rölti og heldur sig við sumarbústaðinn. En þá hefst talsverð spenna milli þess- ara þriggja persóna, sem leggja stund á iðjuleysi á strönd sjávar, og sú spenna er í rauninni aðalefni myndarinnar. Rohmer veit það mjög vel að hegðun manna í samskiptum kynjanna mótast Marina Vlady í „Tvennt eða þrennt sem ég veit um hana" eftir Jean-Luc Godard. Erfið- leikar mannsins við að laga sig að algerlega nýju og oft mjög ómannlegu umhverfi. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.