Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 38
mesta, áður en hann færi til móður sinnar að borða. Á meðan hann var að tína saman spjarirnar, hugsaði hann um, hvað það væri einkennilegt, að síðan þetta norska olíuskip kom til skjalanna, var eins og hann liti þennan heim frá ögn breyttu sjónarhorni. Hann hafði ekki orðið fyrir neinni stökkbreytingu, öðru nær, en samt, það var í honum ein- hver clga, sem hann átti erfitt með að skýra. Hann sá sjálfan sig standa á þil- farinu á þessu stóra hafskipi og um leið var eins og komin væri eilítil fjarlægð í hans eigið líf. Þetta hugsaði hann og hann lét niður slíðraðan dolk, sem hann hélt að gæti komið sér vel í einhverri erlendri hafnarborginni. Röndóttu nátt- fötin skildi hann eftir. Þau myndu að- eins vekja spéhlátur um borð. Mynd af foreldrum hans var þarna á einum veggn- um. Hún fékk að hanga. Enga bók ætl- aði hann að hafa með sér, né skriffæri. Jafnvel málinu skyldi gleymt ef unnt væri. Þegar pokinn var orðinn fullur, þræddi hann seglgarni í kósana og herpti saman um opið. Því næst raðaði hann ofan í gráa ferðatösku. Annan farangur ætlaði hann ekki að hafa með sér í þessa löngu ferð. Þegar hann hafði lok- að töskunni vandlega og spennt ól utan um hana, klæddi hann sig í jakka og fór út. Varir hans voru þurrar og fæt- urnir drógust eftir kaldri gangstéttinni, en í hverju skrefi bergmálaði þunglynd- ið. Seinna þegar hann var setztur við matborðið heima hjá móður sinni, var andrúmsloftið líkt því og svo oft áður. Hún blessunin á vinstri hönd, bústin innan í rósóttum léreftskjól, en hægra megin faðir hans, þessi ókunni maður, sem kom heim með brúnt launaumslag á hverjum föstudegi og sagði aldrei orð nema í ávítunartóni. Útífrá var hann síbrosandi, en heima ekkert nema skap- illskan. Smári hafði uppgötvað þetta smátt og smátt, en séð það gleggst ein jólin, er þeir feðgarnir höfðu unnið sam- an i skemmu við höfnina. Þar brosti karlinn frá því snemma um morgun- inn, en er líða tók á daginn var brosið orðið að einskonar þrálátri grettu. Hann brosti eins og asni út í saltmettaðan norðangarrann eða framan í verkstjór- ann eða oní bitapakkann sinn. En um leið og hann var kominn heim til sín, hvarf þetta bros og þrúgandi ólundin yfir- skyggj’i allt annað. Þá fengu hinir nán- ustu að kenna á því, sem umheimurinn hafði verið að gera honum allan daginn. Hann naggaðist og jamlaði, þangað til seint og síðar meir, að hann hneig ör- magna ofan í bælið sitt. Aðeins nóttin miskunnaði sig yfir hann og veitti hon- um kraft, svo hann mætti brosa framan í tilgangsleysi enn eins dags. Hvert söturhljóð eða smáræsking frá þessum stríðlynda manni fannst Smára eins og bein ákæra, eilíf útskúfun. Hann var alltaf að spá í hugsanir föður síns, geta sér til um, hvað lá á bak við nöldur hans og illindi. „Því gazt þú ekki drukknaö í staðinn fyrir hann?“ fannst honum kallinn stundum vera kominn á fremsta hlunn með að segja. Smári var nú búinn af diskinum, og móðir hans bauð honum meira. „Góða, vertu ekki að halda mat að þessum amlóða,“ sagði faðir hans. Hún anzaði honum ekki, en rétti Smára fat með kjötbollum. „Ertu búinn að fá þér vinnu?“ spurði faðir hans. „Æ, láttu hann í friði rétt á meðan við erum að borða,“ sagði móðir hans biðjandi. „Þegiðu,“ sagði faðir hans, „og vertu ekki að mæla upp í honum iðjuleysið.“ Það varð stutt þögn og Smári fann ásakandi augnaráð hvíla á sér. „Líttu á Stebba hennar Guðríðar," sagði kallinn, „jafnaldri þinn og búinn að koma sér upp eigin fyrirtæki. Eða Gústi vinur þinn, gifti sig í haust og er að byggja inni í Breiðholti, en á meðan hjakkar þú í sama farinu.“ „Friðrik minn,“ sagði móðir hans veik- um rómi. „Þú skilur það vonandi drengur," hélt kallinn áfram, „að við móðir þín erum að eldast og viljum fara að hafa það rólegra" . . . Já, um þetta var rætt, en það var ann- að, sem öllum var efst í huga, sonur þeirra, bróðir hans. Hann var undir- tónninn í öllum samræðum, aldrei minnzt á hann beint, en samt stöðugt nálægur. Það var hann, sem brá fyrir í skringilegu augnaráði móður hans, þeg- ar hún stóð í fimm mínútur og þurrk- aði af sama hnífnum. Og í fjasi kalls- ins, þar var hann líka kominn. Þessu heimili var stjórnað sunnan úr kirkju- garði. Eftir matinn lagðist Smári upp á dívan. Hann kveikti sér í pípu, og í gegnum reykjarmökkinn sá hann gamalkunna hluti, sem hann hefði naumast veitt eftirtekt nema af því hann var að kveðja þetta heimili. Þarna var sitthvað, sem hann mundi eftir frá því hann var lítill drengur. Handmálaður blómsturvasi var þarna og sömuleiðis gráblár postulíns- hundur með útlenzk eyru. Uppi á voldug- um, brúnum skáp var tinafsteypa af skakka turninum í Pisa og ýmislegt ann- að tombóludrasl, sem honum hafði einu sinni þótt mikið til koma. Þessu dóti stillti móðir hans upp eins og reiknings- formúlu, hver hlutur á sínum stað. Hún hafði rótgróna ótrú á nýjungum, og konur, sem voru sífellt að umturna hí- býlum sínum, vöktu hjá henni tortryggni. Þessi nosturslega reglusemi gaf heim- ilinu einhvern svip af eilífðinni, og stund- um fannst Smára eins og tíminn stæði þar kyrr. Móðir hans kom nú inn í stofu og fór að taka saman diskana. „Hann vill þér vel,“ sagði hún og hafði ekki augun af því sem hún var að gera. Smári dáðist oft að þessari konu, hvernig hún tók lífinu eins og hverju öðru hundsbiti og reyndi að færa allt til betri vegar. „Þú veizt það,“ bætti hún við. „Já, mamma mín.“ „Ósköp myndi það gleðja hann, ef þú fengir þér vinnu“. „Já, mamma mín.“ „Hann hefur varla verið mönnum sinnandi síðan Bubbi dó.“ Bubfci dó. Afhverju þurfti hún að tala um það núna? „Honum fannst æskudraumur sinn vera að rætast í stráknum.“ „Og ég þá líklega martröðin," sagði Smári. „Segðu þetta ekki.“ „Þannig er það.“ „Ja, þú manst víst ekki, hvernig hann var við ykkur, þegar þið voruð litlir drengir," sagði hún og leit í kringum sig eins og til að ganga úr skugga um, að enginn væri þarna nema þau tvö. „En því hef ég ekki gleymt. Sérstak- iega man ég eftir einu atviki. Það var lið- ið að jólum og hann kom þreyttur heim eftir strangan vinnudag. „Pabbi, búðu til eitthvað fallegt handa okkur,“ segir þú. Hann klappaði þér á kollinn, og þegar ég hafði gefið honum að borða, settist hann með ykkur einmitt á þennan dív- an, þar sem þú liggur núna. Úr kassa- ræksninu bjó hann til litla kirkju, þakti hana með bómull, en í glugga notaði hann rauðan, gagnsæjan pappír. Á að- fangadag kom hann svo heim með lítið vasaljós og setti inn í kirkjuna. Kirkjan ljómaði öll og þið ljómuðuð líka. Það var aðeins ég sem vissi, að þarna með ykkur drengina sinn til hvorrar handar við sig var hann að reyna að lifa upp þá æsku, sem hann sjálfur hafði farið á mis við . . . Jú væni minn, honum þótti vænt um þig, og það hefur ekkert breytzt." Smári spratt nú á fætur, hugsaði með sér: „Hvað ætli maður sé að hlusta á gaml- ar jólasögur.“ „Bráðum verður hann sextugur,“ hélt móðir hans áfram, „taktu þig nú á og láttu það verða afmælisgjöfina hans.“ „Já, en ég er alltaf að mála,“ sagði Smári, „kallarðu það ekki vinnu?" „Smári minn, ég veit að þú ert van- sæll og þessi málverk virðast engu þar um breyta. . . . Reyndu að gefa sjálfan þig, fórna einhverju, þá finnurðu kannski hamingju." Gefa? . . . Finna hamingju? . . . Hvernig stóð á því, að þessi orð snertu hann, komu róti á hugsanirnar? Var doð- inn að hverfa? Venjulega hefði hann sett þess háttar tal í samband við kassapré- dikara á Lækjartorgi eða Vetrarhjálp- ina, en nú var eins og það fengi aðra og dýpri merkingu. Það ýtti við honum, setti hugsanir af stað og honum leið illa. Hann var búinn að hreiðra um sig í þessu sérkennilega hugarfari, kunni á það og vildi ekki láta hrófla við neinu. Hann var staðráðinn að fara út í heim, týnast, gleyma. „Ég sel kannski mynd bráðum,“ sagði hann og hélt skrípaleiknum áfram enn um sinn. ,,Æ, það er svo erfitt að horfa upp á hann svona beygðan," sagði hún. Smári gekk yfir að svefnherbergisdyrunum og leit á föður sinn, þar sem hann lá uppi 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.