Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 55

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 55
valds. Glöggt dæmi um þessar aðfarir voru viðbrögð manna við mótmælum sextíumenninganna svonefndu gegn sjónvarpsstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Fleira skal ekki talið, þó að af nógu sé að taka, enda ættu þessar ábendingar að nægja því til staðfestingar, að sá þáttur viðfangsefna hins almenna kirkjufund- ar, er snýr að íslenzkri tungu og þjóð- menningu, hefur að geyma vandamál, sem háskalegt er að taka vettlingatökum. II Víkur nú talinu að öðru efni, er setja mætti fram í svohljóðandi spurningum: Hvernig víkur því við, að kristinn prest- ur lætur sér svo títt um hugtakið þjóð- erni? Hvaða rök hníga að því, að al- mennur kirkjufundur fjölyrði um tungu þjóðar sinnar og þau séríslenzku verð- mæti, er hún geymir? Er ekki fagnað- arerindi Jesú Krists öllum kynkvíslum jarðarinnar ætlað, kirkjan alþjóðleg stofnun og kristinn maður heimsborgari fremur en sonur tiltekinnar þjóðar? Sannarlega ber að svara síðastritinni málsgrein játandi. En fyrri spurningarn- ar tvær eru engan veginn útkljáðar með þeim hætti einum. Annað má ekki gleym- ast, og það er þetta, að samkvæmt skikk- an skaparans býr allur þorri þeirra manna, er um heimskringluna alast, við tiltekna fósturjörð, þjóðerni og menn- ingararf, er Guð hefur falið hverjum og einum að gæta og ávaxta, mannkyni öllu til þrifa. Þess ber þá og að minnast, að orð Guðs verður einstaklingnum að jafnaði haldkvæmast, er það kemur til hans í búnaði móðurmálsins. Lögmál Guðs fær því aðeins lostið samvizku mannsins og fagnaðarerindið veitt henni huggun, að hvort tveggja skrýðist þeirri tungu, er syndaranum gengur hjarta næst. Þannig eru sérkenni hverrar þjóð ar, þjóðarandinn, verkfæri í hendi Guðs, er hann skapar heiminn og endurleysir, en afleiðingin verður sú, að heilbrigð ræktun þjóðlegra verðmæta er trúnni ómetanlegur styrkur. Margir hafa orðið til að benda á þenn- an tvíleik þjóðernis og guðlegrar hand- leiðslu, trúar og föðurlandsástar. Meðal nágrannaþjóða vorra er Grundtvig lýs- andi dæmi um það viðhorf. Skulu hér ekki tínd til ummæli úr verkum hans því til staðfestingar, enda hugmyndir þessa mikla menningarfrömuðar flest- um kunnar. En af þeim mýmörgu dæm- um þessa efnis, er á hugann leita, má benda á vers séra Hallgríms, „Gefðu að móðurmálið mitt.“ Skáldið ætlar þjóð- tungunni ekki lítið hlutverk. Hún er með- algangari éilífs hjálpræðis, ekkert minna. Og hann biður Guð að styrkja sig til að beita verkfærinu með þeim hætti, sem markmiðinu er samboðinn. En versinu lýkur hann með því að skírskota til þess lýðs og þeirra byggða, er Drottinn hefur af náð sinni látið landið bera. Allt renn- ur að einum ósi í þessum máttugu orðum: trú skáldsins, föðurlandsást og lotning fyrir íslenzkri tungu. Svo mundu fleiri vilja kveðið hafa. En skylt er að geta þjóðsöngs vors, hins óvið- jafnanlega lofsöngs um sköpun Guðs, er í senn tekur til sólkerfa himnanna og þess lífs, er þróazt hefur hér á strönd- inni við yzta haf í þúsund ár. Þjóðsöng- urinn er í rauninni órækasta sönnun þess, hversu kristin trú og rammíslenzk þjóðrækni hafa löngum haldizt í hendur á landi hér. Fáum vér aldrei fullþakkað það, að einmitt þetta ljóð skyldi hljóta þann sess, er það skipar, en hafa skyldu menn hugfast, að sú staðreynd bindur oss fleiri skyldur á herðar en þá eina að taka ofan á tyllidögum eða rísa úr sætum, þegar söngurinn kveður við. Það er því engan veginn út í hött, er kristnir menn taka sér fyrir hendur að hefja merki tungu og þjóðernis á ís- landi. Og raunar er óhjákvæmilegt að ganga feti framar og benda á þá stað- reynd, að þegar öll kurl koma til grafar, eru trúaðir Kristsmenn þeir einu, sem vandræðalaust geta vakið þetta mál og borið það fram til sigurs. Því skal ekki neitað, að eindregin á- herzla á gildi þeirra sérkenna, sem hverri þjóð eru sköpuð, getur auðveldlega leitt til hroka og ofstækis, er hjá stórveldum ber ávöxt í yfirgangi og tillitsleysi, en í hugarheimi smáþjóðar kann að geta af sér sjálfbirgingsskap og heimsku í frum- merkingu þess orðs. Rót þessa meins er að finna í sjálfsdýrkun þess samfélags, er með einum eða öðrum hætti hefur af- neitað Guði, en sett þjóð og ríki í hans stað. Ágæti viðkomandi þjóðar verður þannig að eigin verðleikum, og þegnar hennar nota téða verðleika til að upp- hefja sig á annarra kostnað, beint eða óbeint. Frá þessu verður því aðeins stýrt, að einstaklingurinn og þjóðin öll viður- kenni, að tungu sína, menningu og að- stöðu alla eigi þau Guði að þakka, en ekki sjálfum sér. Lausn vandans er fólg- in í auðmýkt kristins manns, er liggur í lófa skapara síns og endurlausnara og lítur á staðfestu sína sem setugrið, hon- um boðin fyrir náð Guðs eina saman. Af þeim hugsunarhætti sprettur sú ást á verðmætum þjóðernis og uppruna, er engu vill á glæ kasta af dýrum arfi, en forðast jafnframt refilstigu sjálfsþótt- ans. í ljósi þessa liggur það í augum uppi, að verndun þjóðlegrar arfleifðar verður því aðeins rækt með viðunandi hætti, að varðveizla trúarinnar sitji í fyrirrúmi. Frá þessu má kristinn maður ekki hvika um hársbreidd. Af þeim sökum verður honum vandleikið í samstarfi við þá þjóð- ernissinna, sem áhugaminni kunna að vera um viðgang trúarinnar. Svo að Guðbrandur Þorláksson. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.