Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 31
4. Stærri og hraðskreiðari síldveiðiskip. 5. Stórauknir móttökumögu- leikar á síld nálægt nýju veiðisvæðunum og notkun síldarflutningaskipa til flutninga til fjarlægra vinnslustöðva. Ef einhver væri spurður að því, hvað hvert atriði fyrir sig hefði átt mikinn þátt í aukn- ingu aflans, og hvert af þess- um atriðum hefði gefið mest- an hagnað miðað við tilkostn- að, er víst að honum yrði svarafátt og engir tveir yrðu sammála um talnalega hlut- deild hvers atriðis fyrir sig. Þetta kemur greinilega fram í umræðum manna um síldar- iðnaðinn, hvort heldur er í umræðum á opinberum vett- vangi ellegar manna á milli. Það sem nú hefur verið tal- ið er einkennandi fyrir alla starfsemi sem háð er tilvilj- anakenndri atburðarás (stoc- hastic process), og fram á síð- ustu ár hefur geta stjórnun- arfræðinnar (management science) til þess að gefa við- hlítandi talnaleg svör við því, hvaða ákvarðanir væri réttast að taka í hverju einstöku til- felli til þess að ná bezta ár- angri, verið takmörkuð. Ákvarðanir, sem byggðust á reynslu og hugboði þeirra sem lengi höfðu starfað við við- komandi verkefni, reyndust oftast bezt, en eftir því sem viðfangsefnin urðu stærri og margbrotnari varð stöðugt erfiðara að sjá fyrir afleið- ingar einstakra ákvarðana. Eins og áður var minnzt á, er íslenzki síldariðnaðurinn nú orðinn það margbrotinn, að mjög erfitt er að gera talna- lega grein fyrir því hvort ein- hver einstök ákvörðun, hvort sem um er að ræða fjárfest- ingar- ellegar rekstraratriði, verði til þess að bæta hag starfseminnar í heild eða ein- hvers einstaks þáttar hennar. Aðrar fiskveiðiþjóðir eru nú þegar komnar vel á veg með að notfæra sér aðferðir stjórn- unarfræðinnar til úrlausnar á ýmsum viðfangsefnum í stjórnun fiskveiða, fiskiðnað- ar og dreifingar á fiski. Með tilkomu rafreikna hefur orðið mögulegt að leysa talnalega flókin viðfangsefni með því að setja þau fram á stærðfræði- legan hátt. Eigi eru öll stjórn- unarviðfangsefni, sem fram koma í fiskiðnaðinum, jafn vel fallin til talnalegrar greining- ar, en þó er mjög freistandi að ætla, að mikið gagn geti orðið að því að beita þessum aðferð- um við íslenzka síldariðnaðinn. Á þessum grundvelli er sú at- hugun byggð, sem ætlunin er að gera grein fyrir hér á eftir. Hér mun eigi gerð tilraun til þess að telja upp öll þau verk- efni, sem vitað er um að aðrar fiskveiðiþjóðir hafa tekið til greiningar með nýjustu að- ferðum stjórnunarfræðinnar, heldur vísað til rits sem Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) gaf út árið 1965 (FAO Fisheries Report No. 22, Vol 1—3. — Report of the Meeting on Business Decisions in Fishery Industries — Rome, 21—25 sept. 1964.). Rit þetta verðskuldar að margir kaflar úr því kæmu út í íslenzkri þýðingu, og gæti það stuðlað að því að umræður um sjávarútvegsmál á íslandi yrðu að jafnaði jákvæðari en verið hefur fram að þessu. Því er slegið föstu í þessu riti, að stjórnunarfræðilegar aðferð- ir (advanced mathematical techniques) séu jafn nytsamar við stjórnun í fiskiðnaði og í öðrum iðnaði, þó að þær þar sem annarsstaðar gefi enga allsherjarlausn allra vanda- mála ellegar komi í stað stjórn- vizku einstaklinganna sem við vandamálin fást. Stjórnunarvísindi eða Operations Research Áður en lengra er haldið, mun rétt að gera í fáum orðum nokkra grein fyrir því, hvað við er átt, þegar hér er rætt um stjórnunarvísindi (mana- gement science) eða eins og algengara er að nefna þau Operations Research (skamm- stafað OR). Operations Research byggist á því að nota vísindalegar að- ferðir við lausn stjórnunar- vandamála og talnalega túlk- un á þeim breytingum sem við er að fást hverju sinni, þannig að lausn á viðfangsefninu megi fá fram á stærðfræðilegan hátt. í sinni fullkomnustu mynd krefst OR-athugun notk- unar margra mismunandi vís- indagreina. Vísindaleg stjórn- un, sem á ensku máli er nefnd scientific management eða nánast iðnaðarverkfræði, krefst einnig talnalegrar túlk- unar á breytingum í verkefn- inu að svo miklu leyti sem það er mögulegt. í rannsóknum sínum á málm- skurði notaði Frederick W. Taylor aðferðir, sem í grund- valiaratriðum eru þær sömu og notaðar eru í OR til nálgun- ar á verkefnum, en hann er af mörgum talinn frumkvöðull vísindalegrar stjórnunar. Almennt séð er munurinn á vísindalegri stjórnun og OR sá, að OR notfærir sér meira af æðri stærðfræði, notfærir sér vísindalega þekkingu innan fleiri vísindagreina og nálgast viðfangsefnin á víðari grund- velli. Þar sem útreikningar á OR- verkefnum eru venjulega mjög flóknir, má segja að notkun OR og þróun hraðvirkra raf- reikna hafi haldizt í hendur. Með því að gera nákvæma talnalega túlkun verkefna mögulega getur OR aðstoðað stjórnandann í því að meta viðfangsefnin á raunhæfari hátt en ella og hjálpað honum t. d. við eftirfarandi atriði: 1. Bera saman og meta kosti og galla mismunandi fram- kvæmdamöguleika. 2. Ráðstöfun takmarkaðra gæða á hagkvæmasta hátt. 3. Meta árangur athafna ná- kvæmar og hraðar heldur en áður var mögulegt, sér- staklega ef rafreiknar eru notaðir. 4. Uppgötva og leiðrétta rang- ar framkvæmdir fyrr en ella. Þrátt fyrir langan aðdrag- anda má segja að þróun OR og raunhæf notkun þess hefjist fyrst að nokkru marki í síðari heimsstyrjöldinni, þegar starfs- hópar, sem í voru eðlisfræð- ingar, stærðfræðingar, hag- fræðingar, verkfræðingar o. f 1., aðstoðuðu brezku og banda- rísku hernaðaryfirvöldin við lausn „taktískra" viðfangs- efna. í viðskiptum hefur OR MYND 1 V VEI-ÐISVjEÐI i SKIP NR. 1 Oll silclveidiskip sem veiðar stund-i --=H aiu á athugunartimabilinu /8. sept 'til 7 n'ov. 1964- SKIP NR. nt 1 1 1 1 1 L H- 1 1 X- h i LÖNDUN X Allar siiaarbræ&slur sem gátu -3,1 tekið við slta a athugunarlíma- 1 | bilinu. LÖNDUN ÞR£R ÞR/ER BRÆÐSLA BRCÐSLA VERKSM. NR. I VERKSM. NR. n. MYND 2. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.