Samvinnan - 01.12.1967, Page 62

Samvinnan - 01.12.1967, Page 62
HEIMILIS ^ t) fc H CJ >3 S SI1IWI3H BRYNDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR Kaffiterta. 100 g. möndlur. 2 dl. flórsykur. 4 eggjahvítur. Krem: 1 dl- sykur. 1 dl. vatn. 3 eggjarauður. 150 g. smjör eða smjörlíki. 40 g. suðusúkkulaði. 1—2 tsk. neskajji (neskafjiduft). Möndlurnar eru afhýddar og malaðar í möndlukvörn. Eggja- hvíturnar eru stífþeyttar og sáldruðum flórsykrinum ásamt möndlunum blandað saman við. Deiginu er skipt í tvennt og bakað á plötu með smurðum smjörpappír eða í meðalstórum tertumótum sem þá eru klædd með smurðum smjör- eða málm- pappír. Hitinn er 175 gráður og bakað þar til kakan er fallega gulbrún. Þá er pappírinn tekinn af (ef hann situr fastur er hann penslaður með köldu vatni). Kremið: Vatn og sykur er soðið saman þar til það fer að þykkna, þá er því hellt yfir rauðurnar og hrært í þar til það er orðið kalt. Smjörinu er bætt í smátt ásamt bræddu súkkulaði og kaffi. Botnarnir eru lagðir saman með kreminu og 2 dl. af þeyttum rjóma. Skreytt með 1 dl. af þeyttum rjóma og neskaffidufti stráð yfir. ATH. Ef neskaffi er ekki fyrir hendi má nota venjulegt sterkt lagað kaffi í kremið og skreyta með rifnu súkkulaði í stað kaffis. Tertubotnana og kremið er hægt að geyma nokkurn tíma í lokuðum ílátum á köldum stað. Marengsterta með súkkulaðikremi. Sykurbrauðsbotn: 3 ese- 125 g. sykur. 3 msk. kartöflumjöl. VI. tsk. lyftiduft. Eggin eru þeytt með sykrinum þar til þau eru létt og ljós. Kartöflumjölið er sáldrað með lyftiduftinu og blandað varlega saman við. Bakað í meðalstóru tertumóti við 175—200 gráðu hita í 20—30 mín. Marengsbotn: 3 eegjahvitur. 150 g. sykur. tí> tsk. edik. tsk. lyftiduft. Eggjahvíturnar eru þeyttar með sykrinum í 10—15 mín. Þá er ediki og lyftidufti blandað saman við. Bakað í jafnstóru tertumóti og sykurbrauðsbotninn (mótið þarf að vera með laus- um botni eða bakað á plötu með smurðum smjörpappír) við 100—150 gráðu hita í 3/4—1 klst. Kremið: 3 eggjarauður. 1 Vii dl. flórsykur. 60 g. súkkulaði. 1 dl. þeyttur rjómi. Rauðurnar eru hrærðar vel með sáldruðum flórsykrinum. Bræddu súkkulaði blandað saman við og að síðustu þeytta rjóm- anum. Tertan er lögð saman með kreminu og niðursoðnum per- um (ef vill). Borin fram með þeyttum rjóma eða ís. Avaxtakaka. 200 g. smjöilíki. 20 g. sykur. 3 egg. Safi úr einni appelsínu. 200 g. liveiti. 1 tsk. lyftiduft. 2—300 g. rúsínur, saxaðar döðlur eða grdfíkjur og súkkat. Smjörlíkið er hrært með sykrinum og eggjunum hrært saman við einu og einu í senn. Hveitið er sáldrað með lyftiduftinu og blandað saman við deigið ásamt appelsínusafanum og söxuðum ávöxtunum. Látið i smurt hveitistráð mót og bakað við 175 gráðu hita í 3/4—1 klst. Þegar kakan er nær fullbökuð má smyrja hana með þeyttu eggi, raða skornum döðlum, möndlum eða hnetukjörnum og kirsuberjum (kokkteilberjum) ofan á hana, smyrja síðan aftur með eggi og baka áfram nokkrar mínútur. Kakan geymist vel. 62

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.