Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 56
áþreifanlegt dæmi sé tekið, hlýtur krist- inn maður að leggja á það áherzlu, að fyrir aukinni umhirðu íslenzkrar menn- ingararfleifðar innan skólakerfisins fari bætt aðstaða til kennslu i kristnum fræð- um. í því efni getur ekki orðið um að ræða nein vettlingatök eða varfærni fremur en í sjálfri baráttunni fyrir þjóð- legri reisn. En þessi sérstaða gerir umgetið sam- starf á engan hátt óframkvæmanlegt. Sú háttvísi, sem einkenna skyldi liðsmenn Krists, fær leyst margan hnút. Og hrein- skilin, afsláttarlaus boðun hins óviðjafn- anlega tvíleiks trúarinnar á sköpun Guðs og endurlausn annars vegar, en föður- landsástarinnar hins vegar, hlýtur að vinna sér hljómgrunn meðal þeirra, sem brennandi eru í þjóðrækni sinni, en hálf- volgir í trúnni. III Nefndur tvíleikur, sem orðinn er uppi- staða þessa máls, ber höfund um síðir að þeirri yfirskrift, sem spjallinu er val- in. Að því takmarki var öðrum þætti, raunar öllum, stefnt og þar með orðum frá upphafi. Sú guðfræði, sem ofan- greindur tvíleikur felur í sér, er skilgetið afkvæmi hinnar lúthersku siðbótar, enda á vorum dögum mótuð af þeim, sem byggja á arfi hennar. Það er og öllum kunnugt, að þessi viðhorf voru Marteini Lúther enginn skrifborðsfróðleikur. í krafti þeirra varð siðbót hans í senn trú- arleg endurskoðun og þjóðleg vakning víðs vegar um Þýzkaland. Og þessara áhrifa gætti hvarvetna, þar sem boðun hins stórbrotna kirkjuföður festi rætur. Nýskipan Lúthers fól í sér uppreisn gegn alræði páfans í Róm. Tiltektir hans hlutu því að falla í góðan jarðveg meðal þjóðernislega sinnaðra afla, er víðs veg- ar um Norðurálfu biðu færis til að hrinda af sér oki páfadæmisins. í Þýzkalandi eignaðist Lúther fyrstu stuðningsmenn sína einmitt meðal manna af þessu tagi. Og liðveizla þeirra varð til þess, að hinn harðskeytti Ágústínusmunkur tók að líta á málstað sinn sem hagsmunamál þjóð- arinnar i heild, en sjálfan sig sem fyrir- liða hennar í sjálfstæðisbaráttunni gegn veldi Rómar. Starfsaðferðir Lúthers mótuðust skjótt af þessu viðhorfi. Hann sneri sér til þjóð- arinnar og beindi að henni fjölda rita, sömdum á því kjarnyrta alþýðumáli, er honum var tamt. Með þessum hætti hóf Lúther þá útgáfustarfsemi, er síðar átti eftir að einkenna siðbótina víða um lönd og varð tungu viðkomandi þjóða og menningu ómetanleg lyftistöng, er fram liðu stundir. Hér verður ekki fjallað um einstök rit- verk Lúthers, en þó verður að nefna þýðingu hans á Heilagri ritningu. Hóf hann það starf í Wartburg, en lauk því síðar í Wittenberg með aðstoð Melanch- tons og fleiri fræðimanna. Kom Biblía Lúthers út árið 1534. Seint á miðöldum hafði Vulgata verið þýdd á þýzku oftar en einu sinni. En þýðing Lúthers er útgáfum þessum fremri svo að langt af ber. Veldur því hvort tveggja, að þýðandinn vann þessu sinni úr hebresku og grísku, en ekki síð- ur hin því nær óskeikula máltilfinning Lúthers. Hann viðaði að sér og vann úr safaríkum orðum og orðatiltækjum al- þýðunnar, en fágaði hvaðeina af sjald- gæfri nærfærni og átti með svofelldum hætti drjúgan þátt í grundvöllun þýzks ritmáls síðari alda. En komum að fleiri þáttum þessa sér- kennilega samruna trúarlegrar og þjóð- ernislegrar endurfæðingar. „Stærsti og mikilvægasti hluti allrar guðsþjónustu er að prédika og lesa Guðs orð“, sagði Lúther sjálfur. Siðbót hans leiddi til þess, að Guðs orð á móðurmáli ruddi úr vegi latneskum textum í messunni, en prédikun á þjóðtungu skyldi vönduð til hins ýtrasta. Lúther var frábærlega til- þrifamikill prédikari, og höfðu prédik- anir hans ríkuleg áhrif, bæði innihald þeirra og búnaður. Er og hitt alkunna, hvern ávöxt prédikunargerð mótmælenda bar í löndum þeirra öllum, þegar af- burðamenn um stíl og orðaval gáfu sig við prédikuninni. Nægir oss íslendingum þar að minnast Jóns Vídalín, sem sam- einar baráttugleði og alvöru trúmanns- ins orðkynngi stílsnillingsins, svo að þjóðin nærðist af um aldir. Það eitt sýnir nógsamlega, hver afl- gjafi siðbótin varð móðurtungu þeirra þjóða, er við henni tóku, að messan, sem áður var flutt á hinu fornhelga máli kirkjunnar, latínu, skyldi nú fara fram á móðurmáli. Það athugist, að guðsþjón- ustan var í þennan tíma eign alls þorra manna um ársins hring, bundin mönnum með lagaboðum og eftirliti presta. Sálma- söngur sá, sem upp var tekinn í messunni í stað latneskrar kveðandi, efldi til stórra muna málskyn fjöldans og skáldskapar- ástundun. í þessu efni reið Lúther sjálf- ur á vaðið, en ávexti stefnunnar hér á landi getur að líta í kveðskap þeirra Einars Sigurðssonar og Hallgríms Péturs- sonar, svo að eitthvað sé nefnt. Siðbót Lúthers átti meðal annars ræt- ur að rekja til endurreisnarhreyfingar- innar og húmanismans. Þetta ætterni leiddi til sívaxandi áhuga siðbótarfröm- uðanna fyrir skólamálum. Lagði Lúther sérstaka áherzlu á tungumálanám í skól- unum. Skyldu framhaldsskólanemendur fræðast í latínu, grísku og hebresku, en móðurmálskennslu var einnig ætlaður sess, ekki sízt í barnaskólum. Um þetta atriði viðhafði Lúther hin fleygu orð: „Tungumálin eru þær skeiðar, sem bera sverð andans,“ og eru þau ummæli af sama toga og þær skoðanir, sem framar var að vikið með skírskotun til Hallgríms Péturssonar og Grundtvigs. Hér munu ekki nánar reifuð frjóvg- andi áhrif siðbótarinnar á skólahald um norðanverða Evrópu, en þó verður ei hjá því komizt að nefna hlut Gissurar Ein- arssonar og arftaka hans hér á landi í þessu efni. Fékk Gissur Danakonung til að afhenda sér klaustur Skálholtsbisk- upsdæmis og skyldi þar efna til skóla- halds, tveggja latínuskóla og þriggja barnaskóla. Var börnum ætlað að nema lestur og annan barnalærdóm. Trúlegt er, að tilraun Gissurar hafi að einhverju leyti borið árangur. En er hann var allur, ráðstafaði konungur klaustr- unum með öðrum hætti, og mun lítið hafa farið fyrir skólahaldi á stöðunum eftir það. Sú niðurstaða breytir þó í engu hinum drengilega áhuga biskups, sem er bjartur þáttur í göróttri sögu siðbótar- innar hér á landi. Og hitt er víst, að er stundir liðu fram og hinn nýi siður al- gjörðist, kom það í hlut hinna lúthersku presta að gefa gaum að menntunarvið- leitni íslenzkrar alþýðu og efla hana eftir föngum. Ræktu prestar það hlutverk sitt í vaxandi mæli er aldir runnu, og voru þeir raunar einir á þeim verði allt til loka síðustu aldar. Hér hefur nú í örstuttu máli verið drepið á þá þætti siðbótarinnar á Þýzka- landi, er í senn varða trú landsmanna og tungu. Jafnframt hefur umræddum nýj- ungum verið gefinn lítils háttar gaumur, er þær tóku að bera ávöxt á Norðurlönd- um, einkum á íslandi. Skal að lokum litlu nánar vikið að síðastgreindu efni. f Danmörku hafði húmanisminn eign- azt málsvara þegar áður en siðbótin var innleidd. Er þar einkum að nefna Povl Helgesen, er var undir sterkum áhrif- um Erasmusar frá Rotterdam, og Ohrist- iern Pedersen. Hinn síðarnefndi gaf út fyrsta danska prédikanasafnið árið 1515, en í formála þess leggur höfundur áherzlu á það, að gefa beri leikmönnum kost á að lesa guðspjöllin á móðurmáli. Nokkru síðar gaf Kristján annar út vand- aða þýðingu Pedersens á Heilagri ritn- ingu samkvæmt texta Vulgata. Um sama leyti kom út fyrsta danska sálmabókin, en guðsþjónusta á móðurmáli var upp tekin að lútherskri fyrirmynd; Hans Tausen fægði brand prédikunarinnar og klaustrum var snúið til skólahalds. Ný- lunda þessi var að endingu lögfest með kirkjuskipan Kristjáns þriðja árið 1537. Um þær mundir var til sögunnar kom- inn Pétur Palladius, Sjálandsbiskup, er numið hafði í Wittenberg. Tók hann upp baráttuaðferðir lærifeðra sinna, er heim kom, og gaf út fjölda uppbyggilegra rita og leiðbeininga á dönsku, enda ritfær maður, djarfur vel, léttur í máli og gam- ansamur, en alvörugefinn jafnframt og ákveðinn í skoðunum. Hámarki náði bókaútgáfa siðbótar- manna í Danmörku með Biblíu Kristjáns konungs þriðja og sálmabók Hans Thome- sens. Biblíuþýðingin var enn sem fyrr unnin af Christiern Pedersen, en Pétur Palladius og fleiri höfðu farið um hana höndum og gert þær umbætur er þurfa þótti. Danskar bókmenntir auðguðust mjög við bókagerð siðbótarmanna og þá brumhnappa aðra, er af henni spruttu. Auk Biblíuþýðingar og sálmabóka komu prédikanasöfn og bænabækur til skjal- anna, en ádeilurit og gamanþættir fylgdu í kjölfarið og lausavísnagerð blómgaðist. Er engum blöðum um það að fletta, að á stofni siðbótarinnar laufgaðist tunga landsmanna með nýstárlegum og af- drifaríkum hætti. Þessu lík urðu áhrif siðbótarinnar bæði í Svíþjóð og Finnlandi, þó að hér verði ekki dvalið við þá sögu. En annan veg 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.