Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 27
BRAGI EIRÍKSSON: VANDAMÁL SKREIÐAR- ÚTFLUTNINGS OG SKREIÐAR- FRAMLEIÐENDA Ritstjórn Samvinnunnar hef- ur beðið mig að skrifa um vandamál skreiðarútflutnings og skreiðarframleiðenda. Ég mun telja hér fram nokkur atriði, sem eru öllum augljós. Vandamál skreiðarútflutnings: Nígería hefur verið aðal- markaður íslenzku skreiðarinn- ar. Með samanburði á útflutn- ingi tímabilið maí til október árin 1966 og 1967, með báðum mánuðum meðtöldum, kem- ur í ljós eftirfarandi: Maí/október árið 1966 var útflutningur 4468 tonn, en á sama tíma nú í ár hefur út- flutningur orðið aðeins 536 tonn. Borgarastyrjöldin í Nígeríu veldur þessum samdrætti. Neyzla skreiðar í Nígeríu er að nokkru bundin vissum hér- uðum og vissum ættflokkum. Mesta neyzla á skreið er í Austur-Nígeríu, en það var sá hluti Nígeríu, sem sagði sig úr lögum við ríkisheildina, þar var stofnað ríkið BIAFRA. Þetta gerðist í maímánuði síðastliðn- um. Ríkisstjórn Nígeríu, sem situr 1 Lagos, lýsti Biafra þeg- ar í stað í hafnbann og sam- göngubann. Öllum siglinga- leiðum var lokað og engin skipafélög tóku að sér sigling- ar þangað. En aðalhöfn Biafra er Port Harcourt, einmitt sú borg, sem mest af skreiðinni var sent til. Eftir tilkynningu Lagosstjórnarinnar um hafn- bann var ekki hægt að senda neina skreið til Biafra og hef- ur ekkert skipafélag sent þang- að skip síðan í maílok. Þeim skipum, sem voru á leið þang- að með skreið í maímánuði s.l., var snúið við og látin losa í Lagos. Strax og þetta skeði þá varð markaðurinn í Lagos ofmett- aður. Það barst meiri skreið inn á þennan markað heldur en hann þoldi og söluverð á skreiðinni féll á markaðnum í Lagos þess vegna. Ástæður fyrir verðfallinu í Lagos voru ýmsar. í fyrsta lagi barst til Lagos of mikið magn af skreið. í öðru lagi þá var sú skreið í öðrum stærðar- flokkum en Lagos-markaður- inn vill kaupa. í þriðja lagi þá varð dreifing skreiðarinnar frá Lagos mjög erfið vegna þess að herinn tók í sínar hendur mikið af flutningatækjum og hafði yfirstjórn á öllum flutn- ingaleiðum, járnbrautum, veg- um, ám og vötnum. í fjórða lagi minnkaði mjög neyzla á skreið í Lagos og í vestur-ríkj- unum og einnig í Benin og miðvestur-ríkjunum. Hin minnkandi neyzla var aðal- lega vegna þess að IBO-þjóðin, sem dreifð var um Nígeríu, hafði flúið til síns heimalands, svokallaðs IBOLANDS, en það landsvæði er uppistaðan í Bi- afra, en IBO-þjóðin er stærsti neytendahópur skreiðarinnar. Við gerum ráð fyrir að inn- flutningur á skreið til Nigeríu geti hafizt mjög fljótlega að hernaðaraðgerðum loknum. Að sjálfsögðu koma þá til greina ný vandamál. Eftir margra mánaða styrj- aldarástand í Biafra þá hafa óhemju verðmæti glatazt. Olíu- framleiðslan hefur stöðvazt, en við upphaf sjálfstæðisyfirlýs- ingar Biafra var framleiðsla á jarðolíu um 550 þúsund tunn- ur á dag. Talið er að olíufram- leiðslan geti hafizt nokkuð jafnskjótt og borgarastyrjöld- inni lýkur. Atvinnuleysi hefur verið gífurlegt. Fólkið í borg- unum hefur misst atvinnu þeg- ar hvorki er um innflutning né útflutning að ræða. Engin upp- skera hefur verið flutt út, því engir kaupendur fyrirfundust. Fjárhagsástand hlýtur að verða mjög bágborið og Biafra- menn hafa hreint engin efni á að reka styrjöld. Lagos-stjórnin hefur hagað sínum hernaðaraðgerðum á þann veg að koma herjum sín- um allt í kringum Biafra. Nú er þessu marki náð. Herir Lag- os-stjórnarinnar eru nú bún- ir að loka hringnum um Biafra. Það er álit manna að hernað- araðgerðir verði hægar héðan af. Lagos-stjórnin ætlar að láta tímann hjálpa sér til þess að „svelta Biafra-menn inni“, eins og komizt er að orði. Bi- afra-menn virðast þó stað- ráðnir í því að berjast þar til yfir lýkur. Það hefur tekizt hjá stjórninni í Lagos að magna hatrið í garð IBO-þjóðflokks- ins svo mjög að Ibo-menn virð- ast heldur vilja berjast til síð- asta manns heldur en að semja við stjórnina í Lagos. Sögur ganga um það að margar borg- ir og þorp, sem Lagos-herinn hefur náð á vald sitt, séu mannlaus að undanskildum örfáum hræðum. Ibo-menn eru duglegir kaup- sýslumenn, iðnir og starfsam- ir. Þeir voru í mörgum ábyrgð- armiklum stöðum í stjórn þjóð- félagsins. Úr öllum ábyrgðar- stöðum í Lagos hafa þeir ver- ið hraktir. Forseti landsins, dr. Nnamdi Axikwe var Ibo-mað- ur, en hann var settur af í janúar-byltingunni 1966, þegar hann var staddur í London. Vandamál skreiðarframleiðenda: Framleiðendur skreiðar eiga í miklum vanda. Talið er að birgðir skreiðar á íslandi, sem einungis er seljanleg í Nígeríu, séu nú um 6300 til 6500 tonn, að heildarverðmæti um 190 til 200 milljónir króna. Eigið fé framleiðenda, sem bundið er í þessum birgðum, er að minnsta kosti um 30% eða allt að 60 milljónum króna. Sennilega er þessi tala of lág. Geymsluþol skreiðarinnar hér á íslandi er geysimikið. Snemma á stríðsárunum fékkst reynsla um það, þegar skreið var hér í geymslu í allt að 2 ár. Að sjálfsögðu var ein- hver rýrnun á þyngd. En í góðum geymslum er vel hægt að geyma hér á landi vel verk- aða skreið mánuðum og jafn- vel árum saman. En geymsla skreiðarinnar er dýr, bæði vegna bundins fjár- magns, sem ekki ávaxtast, og eins vegna þess að á lánsféð, sem bundið er í skreiðinni, hlaðast háir vextir og vaxta- vextir. Geymslan er líka erfitt vandamál að leysa, þar sem margir framleiðendur eiga hreint engar geymslur sérstak- lega ætlaðar fyrir skreið, þar sem mjög víða hagar svo til, að skreiðarbirgðir fylla það húsnæði, sem framleiðendur myndu annars t. d. verka í saltfisk á vetrarvertíð. í venju- legu markaðsástandi hefur mest af skreiðinni verið af- skipað þegar komið var fram á vertíð í janúar/marz, þá var húsnæðið orðið laust til salt- fiskverkunar. En eins og kunn- ugt er þá er á vetrarvertíð afl- að fisks bæði til framleiðslu á hraðfrystum flökum, salt- fiski og skreið. Flest hraðfrystihúsanna ým- ist gera út eigin skip eða kaupa fisk af samningsbundnum skipum og öðrum, eftir því sem framboð er. Útgerð með net- um hefur að ýmsu leyti verið miðuð við að sá hluti aflans, sem ekki gæti farið í frystingu, færi þá ýmist bæði í saltfisk og/eða skreið. Það veit alþjóð að gæftir á vetrarvertíð eru hér ærið stopular og oft er hráefnið ekki tækt í hraðfryst- ingu eða saltfisk, en framleið- endur hafa þá ætíð getað hengt upp fisk i skreið og þann- ig skapað mikið útflutnings- verðmæti. Ef markaðurinn í Nígeríu opnast ekki á nætstunni er spurningin, sem flestir þeir leggja fyrir sig í dag, sem um þessi mál hugsa: Er hægt að haga útgerð og netaveiðum á næstu vetrarvertíð eins og ver- ið hefur undanfarin ár og er hægt að halda áfram að verka aflann í skreið meðan eins er ástatt og nú um aðalmarkað- inn fyrir skreið? íslenzk útflutningsfram- leiðsla á við mikil vandamál að stríða, sem óþarfi er að rifja hér upp, og er borgarastyrjöld- in í Nígeríu snar þáttur í þeim. Hér getum við engu um ráðið. Það er því nauðsynlegt að leita hjálpar ríkisvalds t. d. með því að framleiðendur gætu fengið fjárhagslega að- stoð vegna kostnaðar við geymslu skreiðarinnar, sem er mikið verðmæti og mikils- verð eign, og eins að framleið- endur yrðu undanþegnir öll- um vaxtagreiðslum af fjár- magni því, sem tekið hefur ver- ið að láni hjá viðkomandi lánastofnunum þjóðarinnar. Þjóðin öll verður að taka á sig byrðar í þessu ástandi, það geta ekki einstakir framleið- endur, og það er ekki rétt að ætlast til þess að þeir geri það eða geti það. Bragi Eiríksson. GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON: HEILFRYSTUR FISKUR Ef ræða á útgerð, afiabrögð og hagnýtingu sjávarafurða á komandi árum hjá íslenzkum fiskframleiðendum, þá er naumast hægt að komast hjá því að hafa ofarlega í huga framleiðslu á heilfrystum fiski af frystitogurum og vinnslu þess fisks í vinnslustöðvum í landi. Það má segja með réttu, að 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.