Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 33
sem forskrift fyrir rafreikni. Þessi forskrift er uppbygð af aðalforskrift, sem mynduð er af fjórum meira og minna sjálfstæðum undirforskriftum auk átta hjálparforskrifta, sem hver um sig gegnir ákveðnu hlutverki. Uppbygg- ing forskriftarinnar á þennan hátt auðveldar allar breyting- ar á kerfislíkaninu. í þessum áfanga hefur verið stefnt að því að fá fram eft- irlíkingar-kerfislíkan, sem samsvaraði hinni raunverulegu starfsemi, sem átti sér stað á athugunartímabilinu. Áður en hægt er að telja þessu stigi lokið verður að reyna kerfis- líkanið við mismunandi að- stæður, afla fyllri upplýsinga um mörg atriði og bæta marg- ar forsendur sem byggt er á. Á þessu stigi er vafasamt að nokkuð sé unnið við það að gera tilraunir með breytingar á framkvæmdaatriðum í kerfinu (stærð verksmiðja og stað- setningu) eða athugun á beztu stærð veiðiskipa. Aftur á móti eru ákvörðunaratriði, eins og t. d. um val á löndunarstað, sem gagnlegt getur verið að rannsaka nákvæmlega. Atriði sem engu verður um ráðið, svo sem staðsetningu veiði- svæðis og veðurfar, má einnig athuga frá statistísku sjónar- miði. Kerfislíkan nr. 3. — 2. stig OR-athugunar Á mynd nr. 3 er sýnt kerfis- líkan, sem tekur til allra meg- inþátta starfseminnar í heild, að markaðinum fyrir fram- leiðsluna undanskildum. Áður en gerð er grein fyrir þessu kerfislíkani, verður enn að at- huga hvern tilgang þessi at- hugun á að hafa. Um eftirfar- andi tvær leiðir virðist vera að velja: í fyrsta lagi að unn- ið verði að nokkurskonar „sögulegu kerfislíkaní“ og í öðru lagi að „lifandi kerfis- líkani". 1. „Sögulegt kerfislíkan“. í þessu tilfelli myndi verða stefnt að því að rannsaka lið- inn tíma og reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig ná hefði mátt betri árangri á liðn- um síldarvertíðum, með því að rannsaka framkvæmda- og rekstrarákvarðanir út frá gefn- um veiðisvæðum og veiðilíkum. Á þann hátt myndi reynsla lið- inna ára verða grundvöllur að ákvörðunum varðandi næstu síldarvertíðir. Ákvörðun um fjárfestingu í nýjum vinaslu- stöðvum getur þó aldrei grund- vallazt eingöngu á reynslu lið- inna vertíða. Rannsóknir á síldarstofninum, stærð hans og göngum, hljóta að verða meg- ingrundvöllurinn fyrir útreikn- ingum á veiðilíkum í framtíð- inni. Af þessum tveim atriðum er vitneskjan um stærð stofns- ins tiltölulega örugg miðað við það sem hægt er að segja fyrir um göngur síldarinnar á mið- in. Hlutverk kerfismyndarinn- ar myndi því vera að áætla mögulega veiði síldveiðiflotans og hagkvæmustu dreifingu afl- ans á vinnslustöðvarnar mið- að við að veiðisvæðin væru á ákveðnum en ólíkum stöðum yfir sildveiðitímann ár hvert. Rafreiknirinn gæti þannig líkt eftir (simulated) mörgum hugsanlegum síldarvertíðum ár hvert og nokkur ár fram í tím- ann, þar sem hver vertíð fyrir sig miðaðist við mismunandi síldargöngur, og tíminn sem hver eftirlíking tæki væri að- eins fáar mínútur. Stjórnend- urnir sem eiga að ákveða hvort ráðast eigi í nýjar framkvæmd- ir verða síðan að gera upp við sjálfa sig á hvaða síldargöng- ur þeir veðja. Þeir bjartsýnu myndu veðja á hagstæðar göngur, þeir svartsýnu á hið gagnstæða, en í báðum tilfell- um myndu þeir vita með tölu- verðri vissu hver útkoman gæti orðið á þeirri vertíð, sem þeir hafa valið að veðja á. 2. „Lifandi kerfislíkan" Hér er gert ráð fyrir sama kerfislíkani og áður, en mun- urinn er sá, að fyrir hendi væri rafreiknir sem væri mataður á öllum upplýsingum um veiði- svæði og afla einstakra skipa, um leið og atburðirnir gerast. Einnig væru upplýsingar um gang vinnslunnar í öllum vinnslustöðvum settar inn í rafreikninn og á þann hátt gæti gæzlulið rafreiknisins ráð- lagt hverju skipi fyrir sig hvert það ætti að sigla til þess að losna við aflann á hagkvæm- asta hátt. Einnig gæti rafreikn- irinn gefið leiðbeiningar, sem að gagni mættu koma í sam- bandi við síldarleitina, sérstak- lega við vissar aðstæður, þ. e. a. s. við tiltölulega dreifðar síld- artorfur. Við það væru not- aðar stærðfræðilegar aðferðir við leitir (theory of search), sem grundvallast á því að reynt er að nýta takmarkaða leitar- getu á þann hátt að sem bezt- ur árangur náist. Aðferðir þessar eiga að verulegu leyti rót sína að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar vegna leitar að kafbátum og öðrum óvinaskipum, en eru nú mik- ið notaðar á ýmsum sviðum, t. d, við málm- og olíuleit. FffyS TIHÚS NR. I.... SÖLTUNARS TOÐVAR SÍLDARBR/EÐSLUR NR. I...nf AIR I.....n. MYND 3. Það sem hér hefur verið drep- ið á er vafalaust aðeins fram- tíðardraumur, en þó má geta þess, að um borð í hinu nýja síldarleitarskipi, sem kom í sumar, verður komið fyrir raf- reikni sem e. t. v. mætti nota til útreikninga í sambandi við síldarleit. Um kerfislíkanið af 2. stigi OR-athugunarinnar (mynd 3) er það að segja, að kjarninn er sá sami og byggður hefur ver- ið upp á 1. stigi, en inn í lík- anið eru settir möguleikarnir á fleiri veiðisvæðum, síldarflutn- ingaskipum, frystihúsum og söltunarstöðvum. Síldarflutn- ingaskipin svara til þess að löndun verksmiðjanna flytjist út í veiðisvæðin, en einnig er möguleiki til þess að síldar- flutningaskipin gætu flutt síld til söltunarstöðva og frysti- húsa. Síldarleitin kemur ekki nema óbeint inn í „sögulegt kerfislíkan", en hún væri mjög snar þáttur í „lifandi kerfis- líkani.“ Lokaorð í lok þessarar greinargerð- ar vil ég gera nokkra grein fyrir því hvernig hún er til- komin. Vorið 1965 var haldið NATO- seminar að Bifröst í Borgar- firði, þar sem nýjungar í stjórnunarfræði voru til um- ræðu og notkun þeirra við hag- nýt verkefni, aðallega nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Á því móti átti ég viðræður við dr. Peter Pruzan, lektor í Opera- tion Research við Danmarks Tekniske Hpjskole í Lyngby, um möguleikana á því að fram- kvæma Operation Research í íslenzka sjávarútveginum eða einhverri grein hans. í ágúst það sama sumar var haldið annað NATO-seminar að Rold-Stor-Kro í Norður- Jótlandi um valkosti við skipu- lagningu á flutningum (Deci- sion problems in connection with traffic planning), og var ákveðið á því móti, að við legð- um hugmyndafræðileg drög að OR-athugun á síldveiðum og síldariðnaði íslendinga. Reynslan verður að leiða í Ijós, hvort sú ákvörðun var hyggileg, meðal annars vegna þess hve verkefnið er umfangs- mikið og flókið. Ennþá er þessi athugun á frumstigi, en þó má segja að nú sé að mestu lokið fyrsta áfanga verksins, og af því til- efni þótti ástæða til þess að gera opinberlega grein fyrir þeim hugmyndafræðilega grundvelli, sem byggt er á, og markmiði athugunarinnar. Verkefnið, sem nú liggur fyr- ir við 1. stig kerfislíkansins, er 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.