Samvinnan - 01.12.1967, Side 63

Samvinnan - 01.12.1967, Side 63
Súkkulaðikaka með karamellubráð. 125 g. smjörlíki. 125 g. sykur eða púðursykur. 125 g. egg. 125 g. hveiti. 1 tsk. lyjtidujt. 1 msk. kakó. Deigið er hrært á sama hátt og ávaxtakakan. Bakað í hring- móti eða aflöngu jólakökumóti við um 180 gráðu hita. Þegar kakan er köld er hún hjúpuð með karamellubráðinni. Karamellubráð: 1 dl. rjómi. 60 g. sykur. 1 msk. síróp. 1 tsk. smjör. 14—Vi tsk. vanilludropar. Rjómi, sykur og síróp er soðið við hægan hita þar til það er farið að þykkna (svo að sleifarfarið sést); þá er smjöri og vanilludropum bætt út i. Volgu kreminu smurt á kökuna. Eplakaka. 150 g. hveiti. 100 g. smjörlíki. 50 g. sykur. V2 egg. Fylling: 3—4- epli. 75 gr. rúsínur. 75 g. smjörlíki. 75 g. sykur. 1 egg. 20 möndlur. Hveitið er sigtað, smjörlíkið saxað í með hníf, sykrinum blandað saman við og vætt í með egginu. Hnoðað. Kælt. Tertu- mót er klætt með 2/3 hlutum deigsins. Eplin eru flysjuð, skorin í þunna báta og látin yfir deigið ásamt rúsínunum. Smjörlíki, sykur og egg hrært vel saman og hellt yfir eplin. Söxuðum af- hýddum möndlunum stráð vfir. Afgangurinn af deiginu er flatt- ur út, skorinn í mjóar ræmur sem eru fléttaðar yfir kökuna. Bökuð við um 200 gráðu hita í 30—40 mín. Bezt nýbökuð með köldum þeyttum rjóma. Heilhveititerta. 2 egg. % bolli sykur. 1 bolli heilhveiti. 1 msk. hveiti. 1 tsk. lyftiduft. 2—3 msk. sjóðandi vatn. Eggin og sykurinn eru þeytt vel saman, heilhveiti, hveiti og lyftidufti er sáldrað og blandað saman við ásamt heita vatn- inu. Bakað í 2 tertumótum víð um 200 gráðu hita í 10—15 mín. Botnarnir eru lagðir saman með ávöxtum og þeyttum rjóma. Eggjahvítukökur. 2 eggjahvítur. 1 bolli sykur. 1 bolli kókosmjöl. Vo bolli suðusúkkulaði (brytjað). 1 bolli kornflögur (cornflakes). V2 tesk. vanilludropar. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, sykurinn hrærður saman við, kókosmjöli, súkkulaði, kornflögum og vanilludropum blandað saman við. Látið með teskeið á smurða hveitistráða plötu og bakað við 180—200 gráðu hita. Teknar strax af plötunni; annars er hætt við að þær festist, Kramarhús. Kramarhús eru algeng kökutegund sem geymist vei í loftþétt- um kökukassa og er þægilegt að grípa til, t. d. þegar óvænta gesti ber að garði. Algengast er að fylla þau með ávaxtamauki og þeyttum rjóma, en í þess stað er gott að hafa t. d. súkkulaðibúð- ing, ávaxtasalat, eða ís. Bollur. Bollur sem bakaðar eru úr pressugeri eða keyptar tilbúnar í trauðbúðum er gott að fylla með ýmiskonar jafningum, eða af- göngum af kjöti og sósu. Skerið efsta hlutann af bollunum, takið síðan nokkuð af brauðinu innan úr (það má síðar þurrka og nota í brauðmylsnu). Velgið bollurnar og fyllið þær síðan með t. d. grænbauna- eða aspargusjafningi með hangikjöti, sveppajafningi eða ýmiskonar kjötafgöngum í sósu. Handavinna fyrir yngstu lesendurna. Jólateppi, renningar og pokar undir jólapóst eða jólagjafir eru fljótunnin og ódýr handavinna til gjafa eða skreytingar á eigin heimili. Búið til bréfsnið af pokunum eða renningnum og teikn- ið myndirnar. Notið striga eða stíft efni og filt í myndirnar ef það er fyrir hendi, annars afganga af ýmiskonar efnum. Teiknið myndirnar á með kalkipappír, sníðið þær og límið eða saumið fastar. Saumið síðan andlitin og skrautspor með mislitu garni. Betra er að fóðra með öðru efni áður en saumað er saman og kantað með skábandi. 63

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.