Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 30
en ekki aftur á bak; við verð- um að fylgja hinni almennu þróun hins nýja heims. Ég álít nauðsynlegt, að nú verði gert samstillt og vel skipulagt átak til að auka fjöl- breytni í útflutningi og til að afla nýrra markaða. Nýja markaði þarf að finna (eða skapa!) fyrir hefðbundnar út- flutningsvörur, og nýja mark- aði þarf að finna (eða skapa!) fyrir nýjar útflutn- ingsvörur. Æskilegt teldi ég að hér yrði um að ræða samvinnu milli einstaklinga, útflutnings- samtaka og hins opinbera. Það væri eðlilegt og nauð- synlegt, að lögð yrði fram af almannafé veruleg upphæð til markaðsmála, t. d. sem svar- aði 50—75 milljónum kr. ár- lega næstu 7—8 árin miðað við núverandi gengi. Þessu fé ætti svo að ráðstafa samkvæmt til- lögum þeirra manna, sem bezt þekkja þessi mál. Ráðstöf- un fjárins og öll markaðsupp- byggingin yrði að fara fram samkvæmt ákveðinni en sveigjanlegri áætlun, til að tryggja sem beztan árangur. í þessu sambandi verður ekki komizt hjá að benda á, að nauðsynlegt væri að endur- skipuleggja utanríkisþjónustu okkar, þannig að hún verði að mun meira gagni en hún er nú fyrir utanríkisviðskiptin. Utanríkismál okkar eru fyrst og fremst utanríkisviðskipti, burtséð frá fáeinum öðrum sviðum eins og NATO-málum og aðild að nokkrum öðrum al- þjóðlegum stofnunum. Þar sem við verðum að sjálfsögðu að takmarka mjög tölu sendiráða erlendis, virðist eðlilegt að staðsetja sendiráðin þannig, að þau komi að sem mestu gagni fyrir land og þjóö. Ég tel nauðsynlegt fyrir okkur að eiga t. d. eitt sendiráð í Afríku og annað í Suður-Ameríku. Það hefur þegar dregizt allt of lengi að kerfisbundin athugun færi fram á því, hvaða möguleikar eru á sölu íslenzkra afurða í þessum stóru heimshlutum. Nú má ekki skjóta slíkri athugun lengur á frest. Hinsvegar finnst mér ekki ástæða til að hafa þrjú sendi- ráð á Norðurlöndum. Þess- vegna væri full ástæða til að athuga, hvort ekki mætti leggja niður tvö sendiráð á Norðurlöndum og opna önnur tvö í þeirra stað, annað í Afríku og hitt í Suður- Ameríku. Ég hef alltaf álitið nauðsyn- legt fyrir ísland að hafa eitt sendiráð staðsett í kommún- istaríkjum Austur-Evrópu, auk sendiráðs okkar í Moskvu. Sendiráð íslands á Norðurlönd- um geta af skiljanlegum ástæðum lítið sem ekkert orð- ið að gagni viðskiptum íslands við Austur-Evrópu, þó reynt hafi verið að láta þau gegna jafnframt sendiráðsstörfum í austur-evrópskum löndum. Af stjórnmálalegum ástæðum tel ég ekki heppilegt að fela sendi- ráðinu í Moskvu að vera jafn- framt fulltrúi íslands í öðr- um kommúnistaríkjum. Eðlilegasta lausnin væri sú, álít ég, að ísland hefði sendi- ráð í Prag og sendiherrann þar væri jafnframt sendiherra í Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Slíkt sendiráð í Tékkóslóvakíu und- ir stjórn færs sendiherra gæti orðið viðskiptum íslands við öll þessi lönd til mikils gagns. Hér er um þýðingarmikla markaði fyrir íslenzkar afurð- ir að ræða, markaði sem senni- lega mætti notfæra sér mun betur en nú er gert. Þá er nauðsynlegt að til starfa sem sendiherrar eða ambassadorar séu valdir menn, sem hafa þekkingu og reynslu í markaðsmálum og alþjóðleg- um viðskiptum, auk þess sem þeir þurfa að vera vel kunn- ugir íslenzkum framleiðslumál- um. Ennfremur er þýðingarmik- ið, að miklu fleiri íslendingar verði þjálfaðir í markaðsleit og markaðsuppbyggingu en nú er. Nýir menn koma með nýtt blóð, nýjar hugmyndir, ný við- horf. Við þurfum að komast út úr stöðnuninni og ná aftur sambandi við þróunina, sem á sér stað í kringum okkur. Magnús Z. Sigurðsson. ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON: AÐGERÐA- RANNSÓKNIR í SÍLDARIÐNAÐI OG SÍLDVEIÐUM Inngangur Fjárhagsleg afkoma íslenzku þjóðarinnar er í ríkara mæli háð fiskveiðum og fiskiðnaði en hjá flestum öðrum þjóðum. Það er því þjóðfélagslega mik- ilvægara hjá okkur en hjá öðr- um þjóðum, að rekstur þessar- ar atvinnugreinar sé ætíð jafn hagkvæmur og völ er á. Fáar atvinnugreinar eru jafn háðar tilviljunum og fisk- veiðar, og af því leiðir einnig að allur annar atvinnurekst- ur, sem byggir tilveru sína á fiskveiðum, er háður sömu til- viljunum. Af fiskveiðum almennt munu þó síldveiðar vera einna mest háðar tilviljunum og sökum þess hve hagnaður af þeim getur orðið geipimikill þegar vel gengur, er ætíð sterk til- hneiging hjá aðilum, sem síld- ariðnað stunda, að auka fjár- festingu sem mest í góðæri, í von um aukinn hagnað, án þess að möguleg síldarleysistímabil séu látin hafa áhrif á fjárfest- ingaráætlanir í þeim mæli sem vert væri. Síðustu 6 árin hefur síld- veiði íslendinga verið mjög mikil, miðað við það sem áð- ur var, og verðmæti síldaraf- urða er orðið mjög stór hluti af þjóðartekjunum. Einkenn- andi fyrir síldveiðar þessara ára er m. a. sú tilviljun, að veiðisvæðin hafa að miklu leyti verið út af Austfjörðum og að nokkru undan Suður- og Suð- vesturlandi, þar sem litlir möguleikar voru til móttöku síldar, áður en þetta síðasta stórveiðitímabil hófst. Á Vestfjarðakjálkanum voru áður fyrr allmiklir möguleikar til móttöku og vinnslu síldar, en vegna síldarleysis á þeim miðum, sem bezt lágu við, lögð- ust þær verksmiðjur niður og um árabil var eingöngu um síldariðnað á Norður- og Norð- vesturlandi að ræða. Vegna þessa tilflutnings veiðisvæð- anna hefur sú fjárfesting, sem komin var í vinnslustöðvar á Norðurlandi, ýmist legið arð- laus eða gefið takmarkaðan arð og þá að verulegu leyti vegna síldarflutninga með öðrum skipum en veiðiskipunum. Öll fjárfesting í síldariðnaði á landi hefur verið bundin við þau landsvæði, sem bezt liggja við veiðisvæðum síðustu 6 ára. Það verður að teljast mjög eðlilegt, að sótt sé í að fjár- festa í vinnslustöðvum sem næst veiðisvæðunum, eins og þau eru á hverjum tíma, ef að- eins er gert ráð fyrir þeim möguleika að hin tiltölulega burðarlitlu veiðiskip flytji afl- ann að landi. Siglingatími veiðiskipanna á miðin og af þeim aftur verður að vera sem stytztur til þess að netto veiði- tíminn geti orðið sem lengst- ur og þar með veiðilíkurnar. Jafnframt er þess að gæta að hér er um hráefni að ræða sem þolir litla geymslu og þá sér- staklega sá hluti þess sem ætlaður er til manneldis, þ. e .a. s. síld til söltunar og frystingar. Verðmætisaukning þess hluta aflans, sem unninn er til mann- eldis, er að jafnaði miklum mun meiri en þess hluta sem fer til iðnaðarvinnslu, og rétt- lætir það einnig sem stytztan siglingatíma af miðunum. Af þessum sökum er því sá möguleiki fyrir hendi, ef veiði- svæðin verða enn um nokk- urt árabil út af Austfjörðum, að þar verði fjárfestingin mið- uð við það að vinnslustöðv- arnar geti annað öllum þeim síldarafla sem hugsanlega gæti borizt á land við beztu veiði- aðstæður. Ef litið er á allar síldar- vinnslustöðvar á landinu sem eina heild, eða eitt heildar- kerfi af vinnslustöðvum, yrði því þróunin lækkandi nýting- artími vinnslustöðvanna, mið- að við full afköst frá því sem nú er, ef aflamagnið vex ekki að sama skapi. Þessi hætta er ætíð fyrir hendi þar sem sveiflur í aflamagni eru mikl- ar; og þar sem reynt hefur verið að láta afköst vinnslu- stöðvanna svara til mestu hugsanlegrar veiði hefur það oftast haft óheppilegar afleið- ingar á fjárhagsafkomu fisk- iðnaðarins þegar lengri tíma- bil eru athuguð. íslenzki síldariðnaðurinn, þ. e. a. s. síldveiðarnar og síldar- vinnslan, er nú orðinn að mjög flóknu kerfi, ef litið er á hann sem heild, og stjórnunarein- ingar innan hans mjög marg- ar, en það hefur í för með sér að ákvörðunartaka (decision making) innan einnar stjórn- unareiningar getur haft í för með sér versnandi afkomu annarra stjórnunareininga og e. t. v. kerfisins í heild, án þess að mögulegt sé að setja það fram á talnalegan hátt eða eftir því sé tekið. Allir munu vera sammála um það atriði, að síldveiðar íslendinga hefðu aðeins orðið lítið brot af því, sem raun hef- ur orðið á síðustu árin, ef eigi hefðu komið til m. a. eftirfar- andi atriði: 1. Rannsóknir fiskifræðinga á lifnaðarháttum síldarinnar og stærð veiðistofnanna. 2. Tilkoma fiskritans sem af- kastamikils leitartækis. 3. Tilkoma kraftblakkarinn- ar, sem auðveldaði alla meðferð síldarnótanna auk þess sem hún gerði kleift að taka í notkun lengri og dýrari síldarnætur heldur en áður tíðkuðust, m. a. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.