Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 14
lengst inní Síberíu þar sem þeir urðu að bjargast einsog bezt þeir gátu. Kúlak- arnir voru samtals um sex milljónir að meðtöldum konum og börnum, og álit- legur fjöldi þeirra tortímdist. Sumir héldu í sér lífinu með því að grafa sig niðrí jörðina og koma sér síðar upp leir- kofum á auðnum Síberíu þar sem vetrar- kuldinn fór niðrí 40 stig. Þetta voru góðu bændurnir, og afþví þeir voru góð- ir bændur urðu þeir óvinir ríkisins. Stalín hafði gert sér vonir um að vinna fátækustu bændurna á sitt band með því að heita þeim hlutdeild í lönd- um og verkfærum kúlakanna, og í byrj- un virtist það ætla að heppnast, þann- ig að hann færði út kvíarnar og fyrir- skipaði þjóðnýtingu allra jarða í land- inu. Þessi ráðstöfun svipti 20 til 30 millj- ón smábændur — eða yfir 100 milljón manns að meðtöldum fjölskyldum — öll- um eignum sínum og neyddi þá til að fara með skepnur sínar, verkfæri og vinnuafl inná samyrkjubúin. Auðvitað varð uppreisn. Um gervallt landið slátr- uðu menn nautpeningi sínum og hest- um fremur en „missa“ það til samyrkju- búsins — það var þó alltaf hægt að éta dauða kú og jafnvel dauðan hest. Stal- ín sendi herlið og lögreglu á vettvang til að kúga uppreisnarlýðinn til hlýðni, en hungursneyð herjaði Úkraínu og helztu iðnaðarborgir Sovétríkjanna. Ekki er vitað hve margir sovétborgarar fórust úr hungri eða féllu fyrir kúlum hermanna Stalíns, en um helmingi allra hesta, nautgripa, sauðfjár og geita var slátrað. Tugir þúsunda óhlýðinna bænda voru sendir í þrælkunarbúðir þar sem þeir ýmist féllu úr ofreynslu og vosbúð eða voru „heilaþvegnir“. Þegar tilraun- in virtist vera að fara útum þúfur 1930, hægði Stalín ferðina og gat jafnvel kennt ýmsum undirmönnum sínum um mistökin; þegar aftur var hert á ferð- inni var samt farið með meiri gát og til- liti til mannlegra veikleika: bændum á samyrkjubúum var leyft að eiga allt að þremur kúm og eins mörg svín og ali- fugla og þeir komust yfir. Hina miklu orustu um landbúnaðinn var ekki hægt að vinna án traktora og rafmagns, olíu og stáls; af þeim sökum var einnig reynt að gerbylta iðnaðinum með fyrstu fimm-ára-áætluninni. í þessu efni hafði Stalín einnig farið hægt í sakirnar framanaf, en 1929 var hann gripinn metnaði og mikilmennskudraum- um sem blinduðu hann á allt annað en það að gera Sovétríkin á skömmum tíma iðnaðarstórveldi á borð við Banda- ríkin, svo þau gætu boðið heiminum byrgin. Fimm-ára-áætlunin var framkvæmd einsog hernaðaraðgerð. Mannfallið var eins ógnvekjandi og umfang hennar. Lát- laus áróður hélt vinnuafköstum í há- marki, og lítill vafi er á því að Stalín tókst að hrífa yngstu kynslóðina með sér fyrst í stað, einkanlega borgarbúa. Erf- iðleikarnir og hætturnar þjöppuðu fólki saman. Stundum hættu matvæli að ter- ast og verkamennirnir fórust úr hungri. Bandaríkjamaður sem tók þátt í að reisa Magnítógorsk, hina miklu járn- og stáliðnaðarborg austan Úralfjalla, telur að þar hafi orðið meira mannfall en í orustunni við Marne í fyrri heimsstyrj- öld. Þúsundir manna létu lífið í tjöldum sínum í vetrarhörkum Síberíu, menn dóu unnvörpum af slysförum; þeir sem dug- lausir reyndust voru dregnir fyrir her- rétt og skotnir. Þó fyrsta fimm-ára-áætlunin stæðist ekki, jókst framleiðslan mjög verulega á árunum 1929—’32, þegar kreppan þjarmaði að annarsstaðar. Bændur fengu stórvirk verkfæri og lærðu nýja tækni. Níutíu nýjar borgir voru reistar, flestar austan Úralfjalla; sakamenn voru látnir grafa skipaskurð milli Hvítahafs og Eystrasalts; gerð var stífla í Dnjepr og reist gríðarmikið orkuver. Þegar skortur var á sérmenntuðum Rússum, voru bandarískum, brezkum og þýzkum verk- fræðingum og tæknifræðingum boðin kostakjör fyrir að þjálfa Rússana. Jafn- framt var þjóðin sífellt minnt á óvin- ina utan landamæranna og nauðsyn þess að iðnvæðast til að fá staðizt árás þeirra. Stalín reyndist miklu auðveldara að hrífa þjóðina með því að skírskota til þjóðlegs metnaðar einsog Hitler og Mussolini gerðu heldur en með vígorð- unum um öreiga allra landa og öðru þessháttar. Hann fyllti framkvæmdaráð- ið af heimaöldum kommúnistum sem sjaldan eða aldrei ‘höfðu farið útfyrir landamærin; foringjar Rauða hersins urðu forréttindastétt einsog herforingj- ar Hitlers; sífellt stærri hersýningar voru til vitnis um veldi og vegsemd Rússlands. Þegar Komintern var endurvakið 1935 eftir sex ára svefn, varð það ekki fyrst og fremst verkfæri hins alþjóðlega kommúnisma, heldur heimsvaldastefnu Rússa. í menntamálum var kúgun Stalíns al- ger. Nokkur minnsti vottur um efasemd- ir, frávik eða frjálsa hugsun var misk- unnarlaust upprættur í skólum og vís- indastofnunum, og kom þar m. a. fram djúprætt andúð Stalíns á menntum og menntamönnum. Eitt dæmi um ástand- ið á þessu skeiði voru örlög seinni konu Stalíns, sem var dóttir gamals bolsévíka og hafði fylgt manni sínum dyggilega í valdabaráttunni. Kvöld eitt í boði hjá Vorosjílov árið 1932, þar sem margir Nadezjda seinni kona Stalíns, kommúnistaleiðtogar voru viðstaddir, kvað hún uppúr um andstyggð sína á blóðsúthellingunum, hungrinu, harð- stjórninni og hatrinu. Stalín hellti sér yfir hana. Hún fór heim og stytti sér ald- ur. Harðstjórnin jókst á árunum 1932 og 1933. Menn misstu vinnu, matarskammt og húsnæði ef þeir voru fjarverandi frá verksmiðjunni einn dag; allar ferðir innanlands voru takmarkaðar með vega- bréfum. Árið 1933 var versti tíminn af- staðinn, næsta fimm-ára-áætlun var ekki alveg eins kröfuhörð og sú fyrsta, en samt jókst framleiðslan um 13—14% árlega. Árið 1935 var brauðskömmtun af- numin, og sóvétborgarar litu framtíðina bjartari augum, enda var ástandið í heilbrigðismálum, skólamálum og raun- vísindum miklu betra en áður, þó hús- næðisskorturinn væri ægilegur og klæð- leysið tilfinnanlegt. Lenín hefði sennilega orðið hissa á fleiru en þjóðernisstefnunni í hinu sósíal- íska ríki Stalíns. Sjálfur hafði hann þeg- ið laun iðnaðarmanns, mælt með frjáls- ræði í skólum og heimilislífi og lausum hjúskapartengslum. Öllu þessu sneri Stalín við. Járnagi var lögboðinn í skól- um, afbrotum unglinga harkalega refs- að, piltar og stúlkur aðskilin í skólum, hjcnaskilnaður gerður mjög torveldur og rándýr. Væri Stalín afturhaldssamur í félagsmálum, keyrði þó um þverbak í listum. Þar var hann enginn eftirbátur Hitlers. Bókmenntir, tónlist, myndlist, byggingarlist — allt varð að lúta frum- stæðum og skrautgjörnum smekk ein- ræðisherrans. Lofsöngvarnir sem hon- um voru sungnir af innlendum (og stund- um erlendum) höfundum voru hrak- smánarlega smeðjulegir. Samt var kannski afdrifaríkasta frávik Stalíns frá stefnu Leníns fólgið í baráttu hans gegn efnahagslegu jafnrétti. Stalín endur- vakti og jók til muna það efnahagslega misrétti sem Lenín hafði barizt gegn. í fyrsta lagi tók hann upp verðlaunakerfi fyrir vinnuafköst, kennt við námumann- inn Stakhanov, sem gerði óbreyttum verkamönnum kleift að vinna sér inn meira fé en verkstjórar og safna eign- um, og þurfti hann í því efni ekki að fást við andvíg verkalýðsfélög. Stalín sá líka fljótlega hvern hag kerfið og hann sjálf- ur mundi hafa af forréttindastétt sem ætti hagsmuni sína tengda honum. Að- eins menn úr þessari stétt — herforingj- ar, flokksstarfsmenn, embættismenn, lögregluf oringj ar, tæknif ræðingar, kennarar og menntamenn af ýmsu tagi — fengu laun og hlunnindi sem hófu þá hátt yfir alþýðu manna. Þessir „apparat- sjíki“ stjórnuðu ríkinu, áttu ríkið. Árin 1934—1936 voru Stalín tiltölu- lega hagstæð, meiri ró yfir þróuninni, og Vesturlandabúar voru farnir að fylgjast með Sovétríkjunum af vaxandi virðingu og jafnvel aðdáun. En á árunum 1936— 1938 breyttist sú virðing í viðbjcð, þegar veröldin horfði uppá Stalín útrýma öll- um fyrri félögum sínum, sem hann náði til, og öllum hugsanlegum keppinautum í framtíðinni, aukþess sem hann fangels- aði, pyndaði og tortímdi hundruðum 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.