Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 9
9SAM
VINNAN
EFNI: HÖFUNDAR:
3 Lesendabréf
10 MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA: Jósef Stalfn
17 ÍSLENZKUR SJÁVARÚTVEGUR 17 Er valt að treysta sjávarafla? 18 Togaraútgerð — hraðfrystihús 20 Stjórnlaus þjóðarskúta 22 Nokkur orð um togaraútgerð 24 Þróun vélbátaútvegsins undanfarin ár 25 Stutt yfirlit yfir saltfiskmarkaðinn 27 Vandamál skreiðarútflutnings og skreiðarframleiðenda 27 Heilfrystur fiskur 29 Stöðnun — framfarir. Fiskiðnaður og markaðsmái á krossgötum 30 Aðgerðarannsóknir í síldariðnaði og síldveiðum 34 Helztu fiskstofnar á íslandsmiðum og áhrif veiðanna á þá Othar Hansson fiskvinnslufræðingur Helgi G. Þórðarson verkfræðingur Árni Benediktsson framkvæmdastjóri Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Baldur Guðmundsson útgerðarmaður Tómas Þorvaldsson útgerðarmaður Bragi Eiríksson framkvæmdastjóri Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður Dr. Magnús Z. Sigurðsson hagfræðingur Þóroddur Th. Sigurðsson verkfræðingur Dr. Jón Jónsson fiskifræðingur
37 SMÁSAGAN: Flóttinn Örn H. Bjarnason
40 EINS OG MÉR SÝNIST Gísli J. Ástþórsson
42 ERLEND VlÐSJÁ: Menningarbyltingin í Kína Magnús Torfi Ólafsson
46 Hinn nýi Spánn Halldór Sigurðsson
50 LEIKHÚSMÁL: Leiklistarhátíð í Austur-Berlín s-a-m
54 TRÚMÁL: Siðbótin, tungan og þjóðernið Séra Heimir Steinsson sóknarprestur á Seyðisfirði
58 VfSINDI OG TÆKNI: Geigvænleg gróðureyðing á ísiandi Dr. George M. Van Dyne
60 HEIMUR ÆSKUNNAR
62 HEIMILISÞÁTTUR Bryndís Steinþórsdóttir
64 KVIKMYNDIR: Brot um kvikmyndahúsamenningu í París Einar Már Jónsson
TIL ÁSKRIFENDA.
Með þessu hefti lýkur 61. árgangi SAMVINNUNNAR, og eru áskrif-
endur hvattir tii aS greiða áskriftargjöld sem fyrst og helzt ekki síðar
en um áramót. íbúar Reykjavíkur og nálægra byggða geta innt af hendi
greiðslur á eftirtöldum stöðum: Samvinnubankinn, Bankastræti 7 og úti-
bú í Hafnarfirði; Búnaðarbankinn Austurstræti og útibú á Laugavegi 3,
Laugavegi 114, Vesturgötu 52, Bændahöllinni og Ármúla 3; Landsbankinn
Austurstræti og útibú á Laugavegi 77 og Langholtsvegi 43. Nauðsynlegt
er að framvísa nafnmiða. Þeir sem gerðust áskrifendur á miðju þessu
ári, þ. e. a. s. frá og með 7. tölublaði, greiða að sjálfsögðu aðeins hálft
árgjaid eða 125 krónur, en 100 krónur þeir sem hófu áskrift með 8.
tölublaði. Eru kaupendur vinsamlega beðnir að fylgjast með því, að
þeir séu krafðir um réttar upphæðir, þar sem jafnan geta átt sér
stað mistök þegar mikið er um nýja áskrifendur á miðju ári. Eins eru
áskrifendur áminntir um að gera ritstjórninni strax aðvart um breytt
heimilisföng.
Áskrifendum hefur fjölgað verulega undanfarna fjóra mánuði og
lausasala stóraukizt í Reykjavík og nálægum bæjum. Vonandi heldur
þessi gleðilegi vöxtur áfram á næsta ári, og eru áskrifendur hvattir
til að mæla með ritinu við vini og kunningja, séu þeir sjálfir ánægðir
með það.
Uppsagnir hafa nokkrar borizt síðan efni og útliti SAMVINNUNNAR var
breytt, en þó eru þær mun færri en búast hefði mátt við eftir svo
róttæka breytingu, eða um það bii ein á móti hverjum fimmtíu nýjum
áskriftum. Mun nánar vikið að þeim þætti við seinna tækifæri.
Einsog sjá má á efnisyfirlitinu hér að ofan, eru þeir ellefu menn, sem
um sjávarútfveginn fjalla, nákunnugir efninu. Othar Hansson starfar hjá
sjávarafurðadeild S.I.S. í Reykjavík og Árni Benediktsson veitir for-
stöðu hraðfrystihúsi á vegum Sambandsins í Ólafsvík. Helgi G. Þórðar-
son er fyrrverandi forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Gísli Konráðs-
son er framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, Tómas Þorvalds-
son er formaður Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, Bragi Eiríks-
son er framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, Magnús Z.
Sigurðsson er fiskútflytjandi, Baldur Guðmundsson og Guðmundur
Jörundsson eru kunnir útgerðarmenn, Þóroddur Th. Sigurðsson er
vatnsveitustjóri Reykjavíkur og mikill áhugamaður um tækninýjungar í
fiskveiðum, og Jón Jónsson er einn af okkar kunnustu fiskifræðingum.
Nefna má ennfremur að Einar Már Jónsson leggur stund á heimspeki
við Sorbonne-háskóla í París, Örn H. Bjarnason hefur birt allmargt
smásagna á undanförnum árum, og Bryndis Steinþórsdóttir er meðal
kunnari húsmæðrakennara landsins. Bandariski vísindamaðurinn dr.
Van Dyne er kynntur inní blaðinu.
Nóvember—desember 1967 — 61. árg. 9.
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon.
Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson.
Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson, Peter Behrens
Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 17080.
Verð: 250 krónur árgangurinn; 50 krónur í lausasölu.
Gerð myndamóta: Prentmyndagerðin Sölvhólsgötu 12.
Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.