Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 36
1925 30 35 40 45 50 55 60 65 70 4. mynd. Ýsuveiðin við ísland á árunum 192-4—1964. nefnt um viðbrögð þorsk- stofnsins íslenzka gagnvart veiðunum gefur ótvírætt til kynna, að meira sé tekið úr stofninum en hann virðist þola. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir neinni verulegri aukningu heildarþorskveiðinn- ar frá því sem nú er; að vísu geta komið til sögunnar nýir öflugir árgangar, sem aukið geta veiðina eitthvað skamma stund, einnig geta komið sterk- ar göngur frá Grænlandi, sem haft geta áhrif á veiðina, eins og t. d. árgangarnir frá 1922, 1945 og 1955, sem allir komu að nokkru leyti þaðan. Ýsa Á árunum milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar var ýsu- stofninn við ísland talinn sígilt dæmi um ofveiddan fiskstofn. Eins og sést greinilega á 4. mynd, féll heildarýsuveiðin við ísland úr 60 þúsund tonnum niður í 28 þúsund tonn á ár- 5. mynd. Ufsaveiðin við ísland á árunum 1924—1964. unum 1928—1937 og veiði ís- lendinga minnkaði úr 11 þús- und tonnum í 4 þúsund tonn á sama tíma. Sé athugaður aflinn á sóknareiningu, verð- ur hrörnun stofnsins enn greinilegri, því á umræddu tímabili minnkaði afli Breta úr 414 tonnum í 131 tonn miðað við milljón tonn-tíma. Strax eftir stríð jókst heild- arveiðin hröðum skrefum og kom hér að góðu friðun sú, er stofninn naut á stríðsárun- um, en eftir þriggja ára jafna sóknaraukningu náði veiðin hámarki, en fór síðan minnk- andi fram til ársins 1952. Þetta ár lokuðu íslendingar Faxa- flóa og ýmsum öðrum þýðing- armiklum uppeldisstöðvum fyrir ýsu, og það bregður nú svo við, að síðan hefur heildar- lendingar, sem stunda ufsa- veiði að nokkru ráði hér við land. Náði veiðin hámarki ár- ið 1948, þegar ársaflinn komst upp í 118 þúsund tonn. Síðan minnkaði hann verulega, en hefur þó haldizt nokkuð jafn undanfarin ár, kringum 50 þúsund tonn; þar hefur hlut- ur íslendinga verið um þriðj- ungur. Þekking okkar á ufsanum við ísland er af ærið skornum skammti; þó er álitið, að hin- ar miklu sveiflur í veiðinni or- sakist að nokkru leyti af all- víðtækum göngum frá íslandi til Færeyja og Noregs og eins frá þessum svæðum til íslands. Það er álit fiskifræðinga, að þessi stofn sé sennilega ekki jafn mikið nýttur og þorsk- og ýsustofnarnir hér við land. 6. mynd. Karfaveiðin við ísland á árunum 1924—1964. ýsuaflinn, svo og afli íslend- inga, aukizt jafnt og þétt og var kominn upp í 100 þúsund tonn árið 1964, og var þá ýsan orðin í öðru sæti bolfiska á ís- landsmiðum. Eru vísindamenn sammála um að þessa aukn- ingu veiðanna megi fyrst og fremst þakka lokun uppeldis- stöðva svo og þeirri aukningu í möskvastærð í botnvörpum, sem orðið hefur á undanförn- um árum. Ekki eru sjáanleg merki þess að ýsustofninum sé hætta bú- in af sívaxandi sókn. Sérhver aukning í möskvastærð mun verða til þess að auka af- kastagetu stofnsins, sérstak- lega að því er snertir veiðar íslendinga. Ufsi Á 5. mynd er sýnd ufsaveið- in við ísland síðan 1924. Veiði þessi einkennist af mjög mikl- um árlegum sveiflum, en það eru aðallega Þjóðverjar og ís- Karfi Karfaveiðin á íslandsmiðum jókst hröðum skrefum eftir síðari heimsstyrjöldina, bæði veiði íslendinga og útlendinga, og er þetta sýnt á mynd 6. Náði veiðin hámarki árið 1951, en það ár nam heildarveiðin 170 þús. tonnum og var okkar hlutur 97 þúsund tonn. Síðan hrakaði heildarveiðinni jafnt og þétt fram til ársins 1957, en hefur haldizt nokkuð jöfn síð- an, milli 80 og 90 þúsund tonn á ári. Hefur okkar hlutur í karfaveiðinni á fslandsmiðum verið 20—25% á ári undan- farið, en stærstan hlut taka Þjóðverjar, en Bretar eru hálf- drættingar á við okkur. Beztu skýrslur um afla karfa á sóknareiningu eiga Þjóð- verjar og sýna þær, að veið- arnar hafa dregið verulega úr stærð karfastofnsins á fslands- miðum á undanförnum árum. Jón Jónsson. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.