Samvinnan - 01.12.1967, Síða 5
Gjörbreyttar gerðir af 2 vmsælustu CHEVROLET- bílunum
CHEVY II OG CHEVELLE 1968
NANARI UPPLYSINGAR GEFUR
CHEVROLET
UMBOÐIÐ ARMULA3 SIMI 38900
bundinn, og í samræmi við
hann verður kennslan að vera,
ef hið bezta á að nást fram hjá
sérhverjum nemanda.
Nú á þessum síðustu og beztu
tímum er svo komið, að bók-
vitið verður raunverulega lát-
ið á askana, og það er ágætt.
Hitt er verra, þegar mennta-
mennirnir bera fram kröfur
um hærri laun en aðrir á þeim
forsendum, að þeir hafi eytt
svo og svo mörgum árum ævi
sinnar við nám, meðan jafn-
aldrar þeirra skemmtu sér við
að vinna sér inn peninga. Er
tilgangur manna með lang-
skólanámi þá eingöngu sá að
fá betur launaða stöðu að námi
loknu, og er tímanum, sem í
námið fer, algjörlega á glæ
kastað? Veitir menntunin
sjálf enga ánægju?
Hafi menntunin ekki veitt
manninum neina lífsfyllingu,
ekki gefið honum svör við nein-
um spurningum, ekki fært hon-
um nokkurn gróða annan en
vonina um svolítinn fjárhags-
legan ávinning, þá er sannar-
lega þörf á endurbótum á
fræðslukerfi okkar.
Við verðum að vona, að
skólarannsóknir og aðrar þær
aðgerðir, sem hafnar kunna að
verða til úrbóta á skólamálum
okkar, verði til raunverulegr-
ar blessunar og næsta kynslóð
verði betur menntuð en við er-
um og þjóðin eignist í framtíð-
inni gnægð af sprenglærðum
sérfræðingum. En á þessari sér-
fræðingaöld megum við þó
ekki gleyma því, að örlítið af
gamaldags heilbrigðri skyn-
semi er líka nauðsynlegt, eins
og eftirfarandi saga sannar:
Lærdómsmennirnir og Ijónið.
(Indverskt ævintýri)
Eitt sinn voru fjórir vinir.
Þrír þeirra voru vitrir og lærð-
ir, en sá fjórði var enginn
lærdómsmaður. Hann hafði
ekki annað til brunns að bera
en heilbrigða skynsemi.
Eitt sinn áttu mennirnir
fjórir tal saman. Þeir töluðu
um, hve skemmtilegt það hlyti
að vera að ferðast til fjarlægra
staða og sjá sig um í heimin-
um. „Hvað gagnar okkur bók-
vitið, ef við komumst ekki að
heiman til að hagnýta þekk-
ingu okkar?" sagði einn þeirra.
„Já,“ sögðu þá hinir, „sú þekk-
ing, sem við höfum aflað okk-
ur, er slík, að hún fær ekki not-
ið sín hér í þessu litla þorpi.“
Þeir bjuggu sig út með nesti
og nýja skó og hófu för sína.
Og er þeir höfðu gengið
skamma stund eftir þjóðvegin-
um, tók einn lærðu mannanna
þriggja til máls:
„Ég hef verið að velta dá-
litlu fyrir mér. Þrír okkar hafa
eytt ævinni í að afla sér þekk-
ingar. Við höfum lesið fjölda
bóka. Við höfum vakað um
nætur og rýnt í letrið við daufa
birtu olíulampans, þar til
þreytan yfirbugaði okkur. Nú
höldum við út í heiminn til
þess að beita þekkingu okkar.
Af lærdómi okkar munum við
verða auðugir menn. En í för
með okkur er fjórði maðurinn,
hinn ómenntaði vinur okkar.
Hefur hann aflað sér þekking-
ar og búiö sig undir þennan
dag? Nei, hann leggur ekkert
af mörkum til fararinnar. Hví
skyldi hann fylgja okkur og
njóta góðs af þeirri velgengni,
sem við höfum orðið að erfiða
fyrir?
Annar lærdómsmaðurinn
hugsaði sig um og mælti:
„Þetta eru viturleg og réttmæt
orð.“ Hann sneri sér að þeim
ólærða og sagði við hann:
„Góði vinur, þú ert enginn
lærdómsmaður. Snúðu við og
haltu heim aftur.“
Þriðji lærdómsmaðurinn tók
þá til máls. Hann sagði: „Nei,
þetta er ekki réttlátt. Eins og
við vitum er hann enginn lær-
dómsmaður, en hann hefur
verið vinur okkar frá barn-
æsku. Leyfum honum að koma
líka og njóta með okkur þeirra
miklu auðæfa, sem vizka okk-
ar mun færa okkur í skaut.“
Að lokum féllust þeir á, að
ólærði vinurinn skyldi koma
með og fá hlutdeild í öllu með
þeim, þótt hann hefði ekki
annað að leggja af mörkum en
heilbrigða skynsemi.
Mennirnir fjórir héldu nú
för sinni áfram og fóru frá ein-
um stað til annars í leit að fé
og frama. Þeir fóru um skóg-
lendi og komu í rjóður, þar
sem bein úr dauðu ljóni lágu á
víð og dreif á jörðinni. Þeir
stóðu og störðu á beinin úr
dauðu dýrinu. Einn lærðu
mannanna sagði:
„Sjáið hvílíkt tækifæri hef-
ur borizt upp í hendurnar á
okkur. Á þessum beinum get-
um við prófað gildi þekking-
arinnar. Getum við með okkar
mikla lærdómi vakið þessa
skepnu aftur til lífsins? Ég
sjálfur get raðað beinum dýrs-
ins saman, hverju á sinn stað.“
Annar lærði maðurinn
sagði: „Ég hef einnig þekkingu
á þessu sviði. Ég get klætt bein-
in holdi, blóði og skinni.“
Og þriðji lærdómsmaðurinn
sagði: „Og nú er komið að
mér. Ég get blásið lífsanda í
nasir dýrinu.“
Fjórði maðurinn, sem alls
enga menntun hafði, stóð
hljóður og hógvær frammi fyr-
ir svo geysilegum lærdómi.
Og fyrsti lærdómsmaðurinn
safnaði nú saman beinum dýrs-
ins og kom þeim fyrir, hverju
á sínum stað. Annar lærdóms-
maðurinn setti hold á beinin,
klæddi ljónið húð og kom blóði
í æðar þess. Því næst hófst
þriðji lærdómsmaðurinn handa
um að lífga ljónið við.
Þegar hér var komið reis
fjórði maðurinn upp, maður-
inn sem ekki bjó yfir neinum
lærdómi, og mótmælti ákaf-
lega. Hann sagði við lærðu
mennina þrjá:
„Góðu vinir, hugleiðið hvað
þið eruð að gera! Þessi skepna,
sem þið ætlið að vekja til lífs-
ins, er ljón! Ef fyrirætlun ykk-
ar heppnast, mun það vafa-
laust rísa upp og drepa okkur
alla.“
e