Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 11
Stalín tók ekki þátt í sjálfum ránsferð- unu-m, heldur skipulagði þær bakvið tjöldin, hélt í taumana og hafði úrslita- valdið. Þetta var skeiðið þegar eftir- hreytur uppreisnarinnar 1905 birtust í staðbundnum uppreisnartilraunum 1906 og 1907. í Georgíu var um að ræða þriggja ára viðleitni við að halda eldum byltingarinnar logandi með ránum, verkföllum og umfram allt ólöglegri blaðaútgáfu. Stalín vildi „hervæða ör- eigana“ og beita hverskonar ofbeldi, sprengjutilræðum og skæruhernaði — „aðeins á beinum kúgaranna verður frelsi alþýðunnar grundvallað — aðeins blóð kúgaranna getur frjóvgað jarðveg- inn fyrir sjálfstjórn alþýðunnar.“ Áð- ur en Flokkurinn fordæmdi loks „bar- dagasveitirnar“ í Kákasus og annars- staðar, höfðu þær gert þúsundir árása — á Kákasus-svæðinu einu yfir þúsund árásir á árunum 1905—1908, og var sú frægust þegar fjórðungi milljónar ríkis- rúblna var rænt á torgi einu í Tíflis. Sjö af næstu tíu árum framað bylt- ingunni 1917 sat Stalín ýmist í fangels- um og fangabúðum eða var á flótta það- an. Um skeið hélt hann áfram neðan- jarðarstarfseminni í Kákasus (prentvél- inni sem hann notaði hafði verið stolið frá dagblaði); hann skrifaði nú á rúss- nesku, en ekki georgísku, og var einn af fáum byltingarmönnum innan Rússlands sem náðu eyrum Leníns og hinna bylting- arleiðtoganna sem dvöldust í útlegð fjarri ættjörðinni. Þessir menntuðu leiðtogar hafa varla litið á þennan Kóba-ívanó- vitsj-Stalín sem neinn „stórlax", en hann var starfandi i landinu, var af öreigum kominn (foreldrar hans höfðu verið ánauðug) ólíkt nálega öllum hinum leiðtogunum; aukþess var Lenín kom- inn á þá skoðun að Stalín væri sérfræð- ingur í vandamálum þjóðernisminni- hluta, og í fyrstu byltingarstjórn Leníns 1917 var hann einmitt útnefndur komm- issar þjóðernisminnihlutanna. Stalín var handtekinn í Bakú 1907, og þar sem hann hafði jafnan haft sérstakt lag á að leyna starfsemi sinni, fékk hann tiltölulega vægan dóm, var sendur til Vologda-héraðs, sem var að vísu kalt og óyndislegt, en þó ekki í Síberíu. Hann fékk taugaveiki, komst yfir hana, slapp úr haldi eftir fjóra mánuði og hélt aftur til Bakú. Hann stóð enn að peningaráni, var dæmdur á nýjan leik, en mildilega sem fyrr. í þriðja sinn var hann hand- samaður í Pétursborg daginn sem fyrsta eintakið birtist af blaðinu sem hann rit- stýrði fyrstur manna, Pravda (Sannleik- ur). í þetta sinn var hann sendur í út- legð til Vestur-Síberíu, en slapp þaðan eftir tvo mánuði og var brátt kominn í hóp trúbræðra sinna í Kraká og Vín. Þegar hann kom aftur til Pétursborgar var hann svikinn í hendur lögreglunn- ar af njósnara, handtekinn í dulargervi konu, og nú varð hann að dveljast fjögur löng ár í kuldum Norður-Síberíu. Þar dvaldist hann meðal landnema og inn- borinna veiðimanna, stundaði dýra- og fiskveiðar, las þær bækur sem tiltækar voru og þraukaði hina óralöngu íshafs- vetur. Á nokkurra mánaða fresti barst honum pakki með bréfum og blöðum. Hann frétti um fyrri heimsstyrjöld og fór stundum marga kílómetra á hunda- sleða yfir freðmýrarnar til að sækja fundi annarra útlaga og ræða við þá um möguleikana sem styrjöldin færði þeim. En mestmegnis var hann útaf fyrir sig, skrifaði lítið, íhugaði mikið, hélt í sér lífinu. Svo komu fagnaðartíðindin um febrú- arbyltinguna 1917 og kollvörpun keis- arastjórnarinnar; og Stalín var einn fyrsti kommúnistaleiðtoginn sem kom til Petrógrad (nafni Pétursborgar var breytt 1914) — þremur vikum á undan Lenín. Hann tók aftur við ritstjórn Pravda, var um skeið formaður mið- stjórnarinnar og gætti þess vendilega að fara bil beggja milli hinna ósamlyndu arma flokksins. Þegar Lenín kom heim úr útlegðinni í aprílmánuði og tók upp hina öfgakenndu og ósáttfúsu byltingar- stefnu, fylgdi Stalín honum dyggilega; en þegar byltingartilraun bolsévíka fór útum þúfur í júlímánuði og Lenín varð að fara huldu höfði ásamt helztu leið- togum hennar (í Finnlandi), varð Stal- ín, sem var tiltölulega lítið þekktur, aft- ur leiðtogi flokksins um skeið. Skortur hans á atgervi og glæsileik kom honum enn að góðu haldi, þegar Lenín, Zínovév, Ékaterína móöir Stalins Kamenév, Lúnartsjarskí, Trotskí og aðrir, sem voru honum bæði fremri og eldri, voru hraktir í útlegð eða hnepptir í fangelsi. Mánuði seinna stjórnaði hann flokksráðstefnu þar sem mensévíkinn Trotskí og áhangendur hans voru aftur teknir í hóp bolsévíka. í október studdi Stalín enn Lenín, Trotskí og aðra sjö meðlimi miðstjórnarinnar (gegn atkvæð- um Kamenévs og Zínovévs) sem voru fylgjandi vopnaðri byltingu. Þessi frávilla og kjarkleysi þeirra félaga, Zínovévs og Kamenévs, varð þeim seinna dýrkeypt, endaþótt þeir styddu Stalín í átökunum við Trotskí. Endaþótt Stalín greiddi atkvæði með vopnaðri byltingu og styddi undirbún- ing hennar, bæði í ræðum sínum og mál- gagni, tók hann ákaflega lítinn þátt í sjálfum átökunum. Hann réðst á „hug- leysingjana“ — einkanlega Maxím Gorkí — sem voru á bandi Zínovévs og Kamen- évs, en kom sjálfur mjög lítið við sögu sjálfrar byltingarinnar í samanburði við Lenín og Trotskí, sem lýsir honum þann- ig á einum stað: „Hann beið þess að aðrir ættu frumkvæðið, setti á sig veikleika þeirra og mistök, og kom sjálfur í hum- átt á eftir þróuninni. . . . Hann hlustaði og fylgdist með af meinfýsi, en skarp- lega og með árvekni." Trotskí, sem hafði fulla ástæðu til að vera beiskur þegar hann skrifaði þessi orð, sakaði Stalín jafnvel um að hafa staðið álengdar með- an á byltingunni stóð til að bjarga eigin skinni, ef illa færi. 1 •, ■ BuZ'yVt . /,■■? ■ • k ■f\.v' ’ . ' tu \ » t ’ - 4i| <:« . | t'arr ; í. ^ ■: ■ i'lhK « ; £> i t ; | ... - 1 ' H .; 7, *ocr.«. . _. 8« ** . m . ,Of A. ■... ____BUCÖt* 0 <»' ■$ . . ....... . . . Í'C-. ~ .: ... ..... .. « .. Lögregluskýrsla um Stalín árið 1912. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.