Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 51
strembið viðurværi. Kvöldið eftir að ég kom til Berlínar sá ég Mann ist Mann í ákaflega skemmtilegri og áhrifaríkri uppfærslu, en síðasta kvöldið sá ég Der Brotladen og var satt að segja orðinn lúinn undir lokin, þó túlkun leikenda væri allrar virðingar verð. Þessi nakta prédikun og byltingar- áróður orkar einsog öfugmæli í Austur-Berlín. Það varð Deutsches Theater til happs fyrir nokkrum árum, að þangað kom tiltölulega ung- ur leikari frá Berliner Ensem- ble, gyðingur að nafni Benno Besson, sem reyndist vera af- burðagóður leikstjóri, og má segja að hann hafi blásið nýju lífi i leikhúsið, þó rangt væri að vanmeta það mikla starf sem annar gyðingur, Wolfgang Heinz, hefur lagt fram á þeim stað. Hann starfar enn af full- um krafti og er the grand old man leiklistar í Berlín. Ég sá tvær sýningar Bessons í Deutsches Theater og urðu mér báðar minnisstæðar. Önn- ur var Drekinn, gamanleikur í ævintýrastíl eftir Rússann Évgení Svarts (1896—1958), sem var kunnur leikari, blaða- maður og ævintýrahöfundur. Drekann samdi hann í Lenín- grad árið 1943, meðan á um- sát Þjóðverja stóð, en hann var ekki sýndur fyrr en 1961, að höfundi látnum. Leikritið fer nú sigurför víða um lönd, enda er það heillandi sambland hversdagsleiks og ævintýris og dregur upp nærgöngula og nokkuð óhrjálega mynd af mannlegu eðli og þeim hvöt- um sem stjórna mennskum at- höfnum. Allt fer þó vel á end- anum, og kappinn Lanzelot vinnur á drekanum og hrepp- ir sína réttmætu umbun. Sviðs- tæknin í þessari sýningu var í sannleika sagt ævintýraleg, og átti leikmyndarhöfundurinn, Horst Sagert, sinn stóra þátt í áhrifum hennar. Með aðalhlut- verkin fóru nokkrir beztu leik- arar við Deutsches Theater, Rolf Ludwig, Eberhard Esche, Horst Drinda og Ursula Karusseit. Hitt verkið sem ég sá frá hendi Bessons var Ödípús kon- ungur eftir Sófókles í nútíma- gerð Heiners Miillers eftir þýðingu Hölderlins. Sýningin var ákaflega óbrotin í ytra til- liti, einsog vera bar, en að því leyti óvenjuleg að leikendur notuðu andlitsgrímur sem léðu túlkun þeirra magnað svipmót. Með titilhlutverkið fór Fred Duren, en Lissy Tempelhof lék Jóköstu. Þetta stórbrotna leik- Presturinn í „Purple Dust“ (Carl Heinz Choynski). Atriði úr „Drekanum". í stiganum eru Ursula Karusseit og Eberhard Esche (Lanzelot). rit, sem er án efa eitt bezt samda verk gervallra leikbók- menntanna, var túlkað af mik- illi nærfærni og dramatískum þrótti; áherzla var lögð á sál- fræðilega könnun konungsins, viðbrögð hans þegar sannleik- urinn lýkst smámsaman upp fyrir honum, en miklu minna gert úr þjóðfélagslegu inntaki verksins. Að því leyti var túlk- un Bessons djörf. Hinsvegar fengu leikhúsgestir hinar pólitísku og félagslegu skýring- ar á verkinu í leikskránni, og virðist það vera föst regla við öll leikhús Austur-Berlínar. Ég sá eitt verk undir leik- stjórn Wolfgangs Heinz, Fjend- ur eftir Maxim Gorki. Leikritið samdi Gorki í New York 1906 meðan hann var að vinna að skáldsögunni Móðirin, og var það frumsýnt í Berlín í lok nóvember sama ár. Leikurinn fjallar um átök verksmiðju- fólks og vinnuveitenda, virð- ist vera innblásinn af bylting- artilrauninni 1905. Fjendur er ómengað áróðursverk, persónu- sköpunin einföld og kerfis- bundin, en með úrfellingum og öruggri leikstjórn lánaðist Heinz að setja sterkan Tsék- hov-blæ á sýninguna, blanda saman skopi og angurværum trega, en erfitt var mér að skilja hvaða erindi þetta verk átti uppá fjalirnar, og má vera að andúð borgarbúa á aust- rænum verkum stafi m. a. af slíku verkefnavali. Leikendur voru undantekningarlítið mjög góðir. í Kammerspiele sá ég þrjá einþáttunga eftir írska skáldið Sean O’Casey (1880—1964), Hall of Healing, A Pound on Demand og The Moon Shines on Kylenamoe, og voru þeir hver öðrum skemmtilegri, góð- látlegar en hnitmiðaðar lýs- ingar á írskum þjóðarlöstum. Var unun að sjá hve vel þess- ar sýningar voru unnar allt niðrí smæstu „aukaatriði". Leikstjóri var Adolf Dresen. í Berliner Ensemble sá ég einsog fyrr segir tvö verk eftir Brecht, Mann ist Mann og Der Brotladen. Tónlist við fyrra verkið samdi Paul Dessau, Uta Birnbaum stjórnaði því, Hilm- ar Thate fór með aðalhlutverk. Leikritið var samið á árunum 1924—26 og fjallar um persónu- skipti pakkhúsmannsins Galy Gay í Kilkoa-herbúðunum ár- ið 1925. Fjórir brezkir hermenn ræna indverskt musteri|, en einn þeirra verður viðskila við hópinn. Hinir eru svo hræddir við grimmlyndan liðþjálfa sinn, að þeir neyða írskan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.