Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 44
P*%' Verkafólk í kínverskri verksmiðju les veggblöðin. Alkunna er hversu vel komm- únistastjórninni gekk að reisa Kína við eftir niðurlægingar- og hörmungatíma borgara- styrjaldar og innrásar. Þrátt fyrir blóðtökuna í Kóreustríð- inu var svo komið um miðjan sjötta tug aldarinnar, að ráðin hafði verið bót á almennri ör- birgð, neyð og kröm sem verið höfðu einkenni hins gamla Kína. Með aðstoð Sovétríkj- anna hafði tekizt að koma á fót vísi að nútíma iðnaði í öllum helztu greinum. Þegar að því kom að taka ákvörðun um hversu skipuleggja skyldi þróun atvinnuveganna, varð sú stefna ofaná að leitast við að hagnýta mannmergð fjöl- mennasta ríkis veraldar með aðferðum sem kallaðar voru „Stóra stökkið fram á við.“ Sto'naðar voru kommúnur, framleiðslusamfélög í sveitun- um, þar sem vinnuafl sem af- lögu var frá beinum landbún- aðarstörfum skyldi hagnýtt við margskonar iðnað með frumstæðum aðferðum. Reynt var að takmarka alla einka- eign sem framast mátti verða. Ríkjandi hugmynd við þessa risatilraun var það sem Maó kallar fjöldastefnu, að gera fjöldann virkan með pólitískri hvatningu í stað þess að reiða sig á sérhæfingu og hagnaðar- von. Ekkert skal hér fullyrt um hvort stora stökkið var íyrir- fram dæmt til að mistakast, enda hefur það aðeins fræði- lega þýðingu; staðreyndin er að úr því varð afturkippur, hvern þátt sem flasfengin fram- kvæmd, skortur á hæfum for- ustumönnum og uppskeru- brestur af völdum ills veður- fars ár eftir ár hafa svo átt í hvernig fór. Síðast var komið svo að í sumum héruðum Kína ríkti hungursneyð. Á fundi miðstjórnar komm- únistaflokksins í borginni Lus- han árið 1959 voru ályktanir dregnar af hvernig farið hafði. Horfið var frá starfsaðferðum stóra stökksins, svo sem stál- bræðslu í heimagerðum leir- ofnum, bændum voru gefnar frjálsari hendur um ræktun á eigin spýtur og hætt við að koma kommúnufyrirkomulagi á atvinnurekstur í borgunum. Á þessum miðstjórnarfundi gerðist það að Peng Tehúæ landvarnaráðherra veittist að stefnu Maós, ekki aðeins í inn- anlandsmálum heldur einnig í utanríkis- og hermálum. Hann krafðist þess, einkum með hernaðarlegum rökum, að vax- andi ágreiningur við sovét- menn yrði jafnaður. Peng beið lægri hlut og var vikið úr rík- isstjórn og flokksstjórn, en sigurinn yfir honum varð Maó að kaupa því verði að láta af hendi embætti forseta ríkis- ins við Ljú Sjásí og lýsa yfir að héðan af myndi hann helga sig flokksmálum. Margt sem komið hefur fram í baráttuhita menningarbylt- ingarinnar bendir til að á þess- um fundi hafi fyrst gætt að marki þess klofnings sem nú er kominn í Ijós. Næstu árin eftir þennan fund réðu þeir Ljú og Teng Hsiaóping mestu um stefnuna í Kína. í stað áhlaupastefnu Maó var fylgt varfærnislegri stefnu smárra skrefa. Veður- far breyttist til batnaðar, og þrátt fyrir stórkostlegt efna- hagstjón þegar sovézkir sér- fræðingar voru kallaðir heim frá fjölda hálflokinna verka tók Kína að þoka fram á við á ný. En árangurinn sem Ljú og Teng náðu er fenginn með að- ferðum sem Maó og samherj- ar hans telja svik við bylting- armálstaðinn og muni leiða til að upp af starfsgreinum emb- ættismanna og sérfræðinga vaxi ný borgarastétt sem taki völdin í þjóðfélaginu, eins og þeir segja að þegar hafi átt sér stað í Sovétríkjunum. Þeirri þróun á menningarbyltingin að afstýra. Atlaga Rauðu varðliðanna beindist því ekki fyrst og fremst gegn leifum gömlu borgarastéttarinnar, sem í Kína hefur fengið að reka fyr- irtæki sin áfram í félagi við ríkið, heldur gegn embættis- mönnum ríkisins, stjórnendum fyrirtækja og flokksstarfs- mönnum. Skotspónninn er for- ustuhópurinn sem kommún- istaflokkurinn hefur sjálfur myndað þau átján ár sem hann hefur stjórnað Kína. Enginn vafi er á að leikritið um Hæ Júí, sem varð tilefni fyrstu skæranna í menningar- byltingunni, er dulbúin vörn fyrir Peng Tehúæ 03 árás á Maó. Ádeilan á margt í skrif- um hans er einnig augljós í mörgum blaðagreinanna sem birtar voru undir verndar- væng Peng Sén í Peking. En ekki nægði að koma honum á kné. Fullreynt var að Maó gat ekki ráðið við flokkskerfið sem þeir Ljú og Teng höfðu komið upp, og því varð að brjóta það niður. Til þess þurfti að hervæða æskuna, sem alin hefur verið upp í taumlausri dýrkun á Maó og er óðfús að veitast gegn þeim sem forréttinda njóta í þjóðfélaginu. Bakhjarl áhlaupasveita unglinganna er svo herinn undir stjórn Lin Píaó. Hann samdi Maó-kverið og gerði það að grundvelli allr- ar fræðslu í hernum löngu áð- ur en nokkur varðliði hafði veifað rauðri bók. Hann varð staðgengill Maó í stað Ljú, þeg- ar teningunum var kastað. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.