Samvinnan - 01.12.1967, Page 19

Samvinnan - 01.12.1967, Page 19
sem stunduð er allt árið, en áður fyrr voru síldveiðar sumarverkefni útgerðar, sem stundaði aðrar fiskveiðar ann- an árstíma. Þetta ásamt stór- aukinni tekjuvon sjómanna við síldveiðar hefir valdið því, að útgerð togara og smærri báta hefir farið halloka í sam- keppninni um góða sjómenn og hefir það átt sinn þátt í fækk- un hvors tveggja. Hraðfrystihúsin nutu góðs af hinum auknu síldveiðum framan af tímabilinu, einkum suð-vestanlands og í Vest- mannaeyjum. Á þessu svæði gafst síldin einkum á haustin og vorin, en það hafa verið hráefnissnauðir árstímar fyrir frystihúsin í öðrum fiski, sér- staklega haustin. Vor- og i haustsíldveiðarnar urðu því til þess að lengja starfstíma frystihúsanna og bæta nýt- ingu á afkastagetu þeirra með þar af leiðandi betri afkomu. Á þessum árum (1962—1964) var töluvert fjárfest í frysti- húsunum til þess að auka af- kastagetu þeirra við síldar- frystingu og bæta alla aðstöðu til móttöku síldar. Haustsíldveiðarnar stóðu yf- irleitt út janúar, jafnvel fram í febrúar, en það var tímabil línuveiðanna suðvestanlands. Minnkaði því áhugi hraðfrysti- húsanna fyrir þeim og varð það ásamt erfiðleikum, sem voru á að manna línubáta, til þess að línuveiðarnar drógust óðfluga saman. Seinni árin hafa síldveiðarn- ar suð-vestanlands brugðizt. Þar með hefir aðstaða hrað- frystihúsanna stórversnað. Má segja að þau geti ekki nýtt af- kastagetu sína til fulls, nema yfir hánetavertíðina, að und- anteknum þeim fáu húsum, sem ennþá fá togaraafla til vinnslu á sumrin. Þetta á þó ekki við um Vestfirði og Horna- fjörð, þar sem línuveiði er enn- þá drjúgur þáttur í hráefnis- öfluninni, auk handfæraveiði á -i sumrin á Vestfjörðum og hum- arveiðanna á Hornafirði. Töluverð hagræðing hefir átt sér stað í hraðfrystihúsun- um á árunum eftir 1960 og hef- ir það, ásamt óvenjulega hag- stæðri verðþróun á útflutn- ingsmörkuðunum frá 1962 fram undir vor 1966, valdið því að hraðfrystihúsin komast af í samkeppni við tæknibyltingu síldveiðanna. Ríkissjóður hefir þó orðið að hlaupa nokkuð undir bagga síðari árin. Frá því á miðju ári 1966 hef- ir orðið verðhrun á mörkuðun- um fyrir afurðir síldarverk- smiðja og hraðfrystihúsa. Báð- ar þessar greinar sjávarútvegs og fiskiðnaðar sitja því í sama báti að því leyti. Eins og að framan er lýst þá eigum við mikinn og velbúinn síldveiðiflota, sem er sérhæfð- ur til þeirra veiða. Aftur á móti er hráefnisöflun fyrir hrað- frystihúsin öll í molum. Við eigum einnig margar velbúnar síldarverksmiðjur og góð hraðfrystihús, en upp- byggingin í þessum greinum báðum hefir verið skipulags- laus, án samræmdrar heildar- stefnu. Veikasti hlekkurinn er hrá- efnisöflunin fyrir frystihúsin. Sérstaða okkar gagnvart fiskveiðum er sú að við erum landfræðilega mitt á einum auðugustu fiskimiðum jarðar. Þessa sérstöðu ber okkur að hafa í huga við skipulagningu fiskveiða, og nýta hana á þeim sviðum, sem hún getur gefið okkur sterkari aðstöðu gagn- vart öðrum fiskveiðiþjóðum. Fiskifræðingar virðast sam- dóma um að sóknin í þorsk- fiskastofninn sé nú orðinn það mikil að nálgist ofveiði. Það er því líklegt að um tak- mörkun heildarveiðimagns geti orðið að ræða í náinni framtíð. Þessi viðhorf hljóta að hvetja til þess að við friðum landgrunnið fyrir öllum veið- um útlendinga, en nýtum það sjálfir, eins og bóndinn túnið, með þeim veiðitækjum, sem gefa hagstæðasta niðurstöðu þegar þrennt er tekið til greina: 1. Kostnaður á einingu við öflun þess magns, sem afla má. 2. Gæði aflans á land kom- inn. 3. Dreifing aflamagnsins yfir árið í þeim tilgangi að ná sem hagstæðastri vinnslu. Lausn þessa dæmis krefst skipulegra rannsókna í þágu fiskiðnaðar og fiskveiða. Hér verður aðeins slegið fram hugmyndum og bent á nokkrar staðreyndir. 1. Hraðfrystihús, sem ein- ungis nær fullri nýtingu af- kastagetu sinnar í hálfan ann- an mánuð, eins og algengast er miðað við núverandi skipu- 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.