Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 25
og nótin var upphaflega stað- sett á m/b Guðmundi Þórðar- syni. Sannarlega er það athyglis- vert, hvernig hinar mestu at- vinnubyltingar í sjávarútveg- inum hafa orðið. Mest bylting hefur orðið á þeim tveim svið- um, sem hér hafa verið nefnd. Þeir Haraldur Ágústsson og Eggert Gíslason eru báðir löngu orðnir landsþekktir afla- menn. Þeir urðu til þess með þrautseigju og dugnaði, að við gátum fært okkur í nyt nýj- ustu tækni í fiskveiðum. Eggert innleiddi notkun astictækj- anna og reyndi ágæti þeirra, en Haraldi tókst að sanna ágæti kraftblakkarinnar, þeg- ar þriggja sumra reynsla hafði ekki fært okkur heim sanninn um að hægt væri að nota hana á hagkvæman hátt. Þessi tækniþróun, sem þeir Eggert og Haraldur, hvor á sínu sviði, höfðu forystu um að innleiða hjá okkur íslend- ingum, er nú orðin kunn víða um Evrópu, og hver þjóðin af annarri er að taka hana í þjónustu sina. Þessi bylting í veiðitækninni gaf möguleika til stóraukins afla. Árið 1959 var byrjað að veiða síld í hringnót við Suð- vesturland að hausti til. Þar sem síldveiðitíminn var áður tveir til þrír mánuðir úr ári, var nú hægt að veiða síld, þorsk, ýsu eða loðnu í nætur nálega allt árið. Mikill skriður komst á að auka fiskibátaflotann, nýju bátarnir voru byggðir stærri en áður. Og í árslok 1966 var bátaflotinn nálega sextíu þúsund rúmlestir. Aflamagnið hefur aukizt mikið á þessu tímabili, sem stafar að mestu leyti af auknu síldarmagni. Ársafli bátaflotans eftirtal- in 4 ár var sem hér segir: Árið 1967 322.154 tonn — 1961 621.354 — — 1965 1.124.700 — — 1966 1.177.800 — í aflaskýrslum fram yfir 1961 er bolfiskafli talinn mið- að við slægðan fisk með haus, og þessvegna hef ég í ofan- greindum tölum hækkað afla áranna 1957 og 1961 frá því sem talið er í aflaskýrslum, annað en síldarafla, um 25%. í aldaraðir hefir það ráðið góðri eða slæmri afkomu okk- ar íslendinga, hversu aflafeng- ur og sölumöguleikar sjávaraf- urða hafa gengið. Gjaldeyris- tekjur hafa um langt árabil verið 92—98% greiðsla fyrir sjávarafurðir. Söluverð erlends gjaldeyris hefur því jafnan þurft að miða við afkomu sjáv- arútvegsins á hverjum tíma. Á mörgum undanförnum ár- um hefur verið leitazt við að skapa grundvöll til þess að hægt væri að reka útgerð með ýmsu móti. Gerðar hafa verið gengisbreytingar, ýmsar hlið- arráðstafanir hafa verið gerð- ar, svo sem bátagjaldeyrisfyr- irkomulagið, og oft hefir út- gerðinni verið haldið gangandi með ýmiskonar verðuppbótum og svokölluðu styrkjafyrir- komulagi. Vegna þess mikla verðfalls, sem hefir orðið á framleiðslu- vörum sjávarútvegsins síðari hluta ársins 1966 og á þessu ári, svo og aflabrests á bolfisk- veiðum og síldveiðum á þessu ári, jafnhliða því að Bretar lækkuðu gengi sterlingspunds- ins, var gengi íslenzku krón- unnar lækkað um 24,6% hinn 25. nóvember. Launakjör sjómanna á vél- bátunum hafa í tugi ára ver- ið miðuð við hlut úr afla báts- ins. Engin önnur launastétt í landinu hefir því verið eins háð afla og söluverði sjávar- afurða erlendis og sjómenn á fiskibátaflotanum eru. í 16 ár á síldveiðum voru laun þeirra sáralítil vegna lítillar veiði, enda þótt þeir fengju greidda mjög lága kauptryggingu. Um mörg ár hefir afli á bolfisk- veiðum verið mjög rýr og tekj- ur sjómanna við þær veiðar þessvegna verið litlar. Aflaprósenta skipverja á síldveiðum með hringnót hef- ir lítið breytzt frá því byrjað var að veiða með hringnót á 20 til 30 rúmlesta bátum nokkru eftir árið 1940. Á síld- arleysisárunum varð sú þró- un á síldarbátunum, að farið var að nota hringnót í stað tveggja báta nótarinnar, sem notuð var áður. Nú eru allir bátar með hringnót. Þegar síldarafli fór að glæð- ast og til þess kom að stærð bátanna fór að ráða nokkru um það, hvað aflaðist yfir sum- arið, hafði það að sjálfsögðu áhrif á laun skipverjanna. Og að því kom, að afli varð mikill og söluverð hátt og launatekj- ur sjómanna á síldveiðum urðu gífurlega háar miðað við það sem áður hafði þekkzt hér á landi. Á árunum 1961 til 1966, þegar bezt aflaðist og söluverð afurðanna var hagstæðast, komust launatekjur þessara manna yfir árið í þrjú til átta hundruð þúsund krónur. Og dæmi voru til þess að afla- sælustu skipstjórar næðu einni og hálfri milljón króna í árs- tekjur. Jafnaðarskattgreiðslur af svo háum launum í sjóði til ríkis og sveitarfélaga munu hafa verið um 40% af tekjum. En það þýðir að miðað við heildarlaunagreiðslur útgerð- arfyrirtækja til sjómanna, sem voru 49—52%, lætur nærri að ofannefndir aðilar hafa feng- ið 1/5 af aflaverðmæti síld- veiðibátanna í skattgreiðslur, aðeins vegna skipverjanna. Auk þessa eru ýmis sjóða- gjöld, sem útgerðarfyrirtæki verða að greiða og miðuð eru við laun, og eru þessvegna hlutfallslega hærri en hjá öðr- um fyrirtækjum, vegna þess að launaprósenta hjá útgerðar- fyrirtækjum er hærri en þekk- ist hjá öðrum. Aðrar stéttir notuðu sér tekjur síldveiðisjómanna til réttlætingar á launakröfum sér til handa. Ætli þeir hinir sömu verði tilbúnir til þess að lækka tekjur sínar í samræmi við það sem tekjur sjómanna hafa lækkað vegna aflabrests og verðfalls? Sannarlega kemur manni í hug, hvort ekki hefði verið skynsamlegt að hækka gengi krónunnar á þeim tíma, þeg- ar allt lék í lyndi, ef það hefði komið til leiðar að draga úr þeim fjáraustri, sem þjóðin notaði í margskonar eyðslu og ýmsa uppbyggingu, sem ekki kemur útflutningsframleiðslu- atvinnuvegunum að gagni á þeim tímum, sem nú steðja að. Þrátt fyrir allt er þjóðin bet- ur búin atvinnutækjum, bæði á sjó og í landi, en hún hefur nokkru sinni verið áður. Stjórn- arvöldum og öllum þegnum þjóðarinnar ber fyrst og fremst að leggja áherzlu á að gera þær ráðstafanir, sem duga til þess að framleiðsluatvinnu- tækin verði starfhæf. Það má ekki verða feimnismál alþing- ismanna eða annarra að létta af ýmsum gjöldum, sem voru lögð á útgerðina meðan afli var mikill og verðlag hátt. En jafnvel þá var ekki auðvelt að greiða þessi gjöld, en nú eru engir möguleikar til þess. Þar má nefna ýmsa opinbera skatta og tolla, svo sem launa- skatt, tolla af vélahlutum og veiðarfærum, ósanngjarnlega háar sjúkrabætur, of dýra ýmsa þjónustu þeirra fyrir- tækja, sem vinna fyrir útgerð- ina, og þannig má lengi telja. Engin gengisbreyting dugar til þess að skapa rekstrargrund- völl fyrir útgerðarrekstur, nema aðrar aðgerðir komi til. Fámenn sjómannastétt, bú- in beztu atvinnutækjum, með margföld aflaafköst miðað við aðrar þjóðir, megnar ekki að halda í horfinu ef þær kröfur verða gerðar áfram til þeirra, sem starfa að útflutningsfram- leiðslu og gjaldeyrisöflun, sem gerðar eru í dag. Að sjálfsögðu geta verið skiptar skoðanir um, hvort rétt hafi verið að einhæfa veiðarn- ar að síldveiðunum eins og gert var á þessum árum. En óneitanlega eru það þessar framkvæmdir, sem mestan þátt eiga í þeirri velgengni, sem þjóðin hefir búið við á undanförnum árum. Þrátt fyrir mjög lélegan afla á togurum og smærri vélbátum, sem stunduðu bolfiskveiðar, varð heildarveiði meiri en nokkru sinni fyrr og langt fram yfir það. Að sjálfsögðu stuðluðu þessar miklu síld- veiðar að því að hægt var að halda gangandi öðrum þáttum sj ávarútvegsf ramleiðslunnar. Það verður eflaust erfitt að finna leiðir til að grundvöllur fáist til þess að reka fiski- skipaflotann í heild, þegar fyrir liggja markaðserfiðleik- ar á flestum sviðum og varla er hægt að gera sér vonir um mikinn afla. En með þær stað- reyndir í huga, að fiskvinnslu- stöðvar, síldarbræðslur og síld- arsöltunarstöðvar auk vel- útbúins fiskiskipastóls eru nú fyrir hendi, betri að öllum útbúnaði en nokkurn tíma fyrr í lífstíð þjóðarinnar, þá verð- um við að ætla að takast megi að leysa þann vanda, sem nú steðjar að, á farsælan hátt. Baldur Guðmundsson TÓMAS ÞORVALDSSON: STUTT YFIRLIT YFIR SALTFISK- MARKAÐINN Fyrr á árum var meginhluti fiskafla landsmanna verkað- ur í salt og seldur til Miðjarð- arhafslanda, þ. e. Portúgals, Spánar, ítalíu og Grikklands, og þá að verulegu leyti vaskað- ur og þurrkaður. Þetta hefur tekið miklum breytingum, þannig að nú seinustu árin má segja að allur saltfiskur sé seldur óverkaður að undan- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.