Samvinnan - 01.12.1967, Side 60

Samvinnan - 01.12.1967, Side 60
a Erlendis víðast hvar eiga söngflokkar, sem leggja fyrir sig söng í bandarískum þjóð- lagastíl með gítarundirslætti, miklum vinsældum að fagna. Bandaríska söngtríóið The Kingston Trio var einna fyrst fram á sjónarsviðið með söng af þessu tagi, en síðan hafa ótal slíkir söngflokkar sprottið upp um víða veröld. Er nú áhrifa frá þessum söngflokk- um farið að gæta talsvert í bítdægurlögunum, sem nú mega heita allsráðandi í dæg- urlagaheiminum. Hvað um það. Við íslending- ar höfum einnig fengið smjör- þefinn af slíkum söngflokkum. Fyrir allmörgum árum kom Savanna-tríóið fram í sviðs- ljósið og söng lög af þessu tagi, fyrst í stað aðeins erlend lög en tók brátt íslenzk þjóðlög inn á efnisskrána. Naut tríóið mikilla vinsælda, og nýtur reyndar enn, en nú má heita, að þeir félagar, sem söngtríóið skipa, hafi algjörlega helgað sig hljómplötuútgáfu, og eru löngu hættir að koma fram opinberlega, nema þá helzt í sjónvarpinu. Annars höfum við ekki átt marga slíka söngflokka eins og flest önnur lönd, því að auk Savanna-tríósins hafa aðeins tveir aðrir söngflokkar verið hér við lýði, Heimir og Jónas og Ríó-tríóið. Og nú eru þeir bara orðnir tveir, því að kom- ið er að vertíðarlokum hjá Heimi og Jónasi. Þeir félagar hafa aflað sér talsverðra vinsælda á undan- förnum tveimur árum, sérstak- lega þó fyrir framlag sitt í sjónvarpi og útvarpi. Þeir sungu lög við Ijóð Tómasar Guðmundssonar í kynningu á verkum hans í sjónvarpi, svo og við ljóð eftir Davíð Stefánsson í skemmtiþætti þar fyrir nokkru. Fékk hvort tveggja ágætar móttökur. Þegar dægur var liðið frá fyrrgreindum skemmtiþætti höfðum við svo spurnir af því, að þar hefðu verið endalok Q Vertíðarlok — en hljómplata í aðsigi § Óðurinn til eiturlyfjanna § LSD — úlfur undir sauðargæru þessara skemmtikrafta. Og til að fá frekari fregnir heimsótt- um við Jónas Tómasson, annan höfuðpaurinn, þar sem hann sat í stássstofu sinni og hlust- aði á 5. sinfóníu Franz Schu- berts. Við spurðum um orsök- ina fyrir endalokum söngdú- ettsins. Hópurinn er tvístraður, sagði Jónas fremur raunamæddur. Hann talaði um hópinn, því að Þóra Kristín Jóhanssen byrj- aði að syngja með þeim fyrir nokkru og Páll Einarsson að- stoðaði þau gjarnan á bassa. Heimir Sindrason hélt til Skotlands til að nema tann- lækningar, hélt Jónas áfram, og Páll til Þýzkalands að nema eðlisfræði og einnig sellóleik, að ég held. Við Þóra Stína erum því bara tvö eftir, og við ætlum bæði að nema í Tón- listarskólanum í vetur, auk þess sem ég ætla í guðfræði í Háskólanum. Ég býst því við að harla lítið hefði orðið úr söng hjá okkur, þótt hinir tveir hefðu haldizt heima við. Það eru þá engin áform um að fylla í skarðið fyrir þá? spyrjum við. Nei, nú snýr maður sé ein- göngu að æðri tónlist, svarar hann og glottir. Auk þess er vafasamt að við höfum tíma til að sinna þessu frekar. Við höfum aldrei tekið þjóðlaga- sönginn alvarlega með það fyrir augum að gera hann að tekjulind, heldur höfum við miklu fremur verið að dútla við þetta okkur til ánægju. Þess er þá ekki að vænta að frá ykkur heyrist frekar á þessu sviði? Jónas vill ekki taka svo sterkt til orða, og segir: Ég held að það sé ákveðið, að út komi hljómplata með söng okk- ar á. Til er upptaka með 12 lögum, og yrði hér því senni- lega um hæggenga hljómplötu að ræða, en enn er ekki búið að ganga endanlega frá samn- ingum. Ekki er heldur ákveð- ið hvenær af þessu verður, en á þessari plötu myndu þá verða fjögur lög við ljóð Davíðs, fjögur lög úr sjónvarpsþættin- um um Tómas Guðmundsson, og svo nokkur önnur eldri lög á efniskrá okkar. Við gerum m. a. tilraun til að lappa svo- lítið upp á útsendinguna í einu laginu með því að fá strengja- tríó og fagot í lið með okkur, og í öðru lagi notum við flautu. Væri gaman að vita, hvort þetta fellur í góðan jarðveg hér. Og við látum þetta vera loka- orðin á þessu spjalli, en þess má að endingu geta, að þeir félagar Heimir og Jónas hafa samið sjö þessara 12 laga, og fara því fremur ótroðnar slóð- Vafi er á að nokkur hljóm-v plata, sem út hefur komið i mörg undanfarin ár, hafi fengið aðrar eins móttökur og síðasta hæggenga hljómplata höfuðpauranna í dægurlaga- heiminum, Bítlanna. Hún hef- ur í stuttu máli runnið út eins og heitar lummur, og kemur þar margt til. Lög þeirra á þess- ari plötu eru í mörgu mjög ólík lögum þeirra á fyrri plöt- um, sérstaklega hvað útsetn- ingu snertir, og þykja þau sýna, að enn standi Bítlarnir öðrum hljómsveitum á sama sviði langtum framar. Þeir eru enn sömu byltingarmennirnir og þeir voru, er þeir umsnéru dægurlagatónlistinni 1963. Lögin þeirra hafa tekið mikl- um stakkaskiptum, og til að undirstrika þróunina hafa þeir breytt um persónugervi. Þeir eru nú í fæstu frábrugðnir „hippíunum", sem nú má sjá hvarvetna í stórborgunum. Nýja platan þeirra ber frum- legt heiti: Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, og utan um hana hefur verið smíðað ákaf- lega frumlegt og litskrúðugt albúm. Þar má sjá myndir af ýmsum merkustu mönnum ver- aldarsögunnar, bókmennta- heimsins og skemmtanalífsins, auk átta Bítla. Allt hefur þetta átt stóran þátt í að vekja um- tal um plötuna, en er samt ekki aðalorsökin. Stórblöð um víða veröld hafa helgað þessari plötu mikið lesrými af annarri ástæðu, og það er efni textanna við lög- in, ásamt ýmiss konar hljóð- áhrifum, sem beitt er í lögun- um. Sum þeirra hafa kallað plötuna „Óðinn til eiturlyfj- anna“, og færa að því sterk rök að svo sé. Meðal annars benda þau á, að nafnið BEATLES framan á plötual- búminu sé augljóslega myndað þar með marijuana-jurtum. Ennfremur að í textanum við lagið With a Little Help From my Friend, komi fyrir fjölmörg „slangorð", sem aðeins séu not- uð meðal LSD-neytenda. Að í textanum við lagið Lucy in the Sky of Diamonds sé lýst hinum ljómandi og fjarstæðukenndu hillingum, sem LSD-neytendur sjái á ferð sinni um kynja- heiminn, auk þess sem fyrstu stafir nafnorðanna í titli lags- ins, Lucy, sky og diamonds myndi skammstöfunina LSD. Auk þess hefur BBC, brezka útvarpsstöðin, bannað flutning á einu lagi þeirra á plötunni A Day in the Life, þar sem text- inn þar snúist um eiturlyfja- notkun. Og þannig eru allir textar plötunnar brotnir til mergjar. Sum fyrrgreindra blaða eru full vandlætningar á þessu framferði Bítlanna, svo sem sænska blaðið Dagens Nyheter, en önnur eru þeim fremur hlið- holl svo sem bandaríska viku- blaðið Time. Það vitnar m. a. í ýmis þekkt tónskáld, sem bera þeim vel söguna. „Þeir eru stéttarfélagar mínir,“ segir t. d. eitt þeirra, „en tjá sig með öðrum framburði." Svo vitnar blaðið í dægurlagasöngvara, sem hafa heldur ekki neitt slæmt um þá að segja. „Hið lengsta, sem nokkur dægur- 60

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.