Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 32
átt sinn þátt í auknum hagn- aði og gert mögulega betri áætlanagerð og eftirlit. Þrátt fyrir þetta er nú og hefur frá upphafi verið mikið rætt um þau mörk, sem skynsamlegt sé að halda sig við í OR-athug- unum, vegna þess að margir þættir þeirra mála, sem stjórn- endur þurfa að fást við, verða oft eigi settir fram á talnaleg- an hátt. Einn af frumkvöðlum OR í síðari heimsstyrjöldinni var nóbelsverðlaunahafinn dr. Blackett, en hann átti einnig mikilsverðan þátt í þróun radarsins. Hann lagði sérstaka áherzlu á, að við OR-athuganir væri nauðsynlegt að læra af reynslunni og að OR-þátttak- endur mættu aldrei hafa fram- kvæmdavald, en að þeir ættu frekar að hafa mjög greiðan aðgang að þeim stjórnendum sem þeir ynnu fyrir. Þessar ályktanir dró hann af þeirri reynslu, er hann fékk sem einn af aðal vísindalegum ráðgjöf- um brezku stjórnarinnar í síð- ari heimsstyrjöld. Að lokum skal minnzt á einn tilgang OR, sem er sá að leggja aðaláherzluna á að finna beztu lausn á rekstri einhvers kerf- is. Ef viðkomandi kerfi er mjög margbrotið, getur oft verið erfitt að afla nauðsynlegra gagna til þess að raunhæf lausn fáist, en þá er oft horf- ið að því ráði að finna hag- kvæmustu lausn á undirkerf- um í aðalkerfinu, og er þá vandinn að samræma þær lausnir, sem fram koma, þann- ig að bezta lausn fáist fyrir að- alkerfið. Þetta atriði má heim- færa á OR-athugun þá, sem nú er unnið að á íslenzka síld- ariðnaðinum. Ef aðalkerfinu er skipt í eftirfarandi kerfi: 1. síldveiðifloti, 2. síldarbræðslur, 3. söltunarstöðvar, 4. síldarfrystihús, 5. síldarflutningaskip, ein- ingar sem tilheyra vinnslustöðvum sem fjar- lægar eru veiðisvæðunum, þá má líta svo á, að kerfi nr. 1. sjái kerfum nr. 2 til 5 fyrir hráefni og að milli þeirra geti myndazt samkeppni um hið takmarkaða hráefnismagn sem til fellur. Innan hvers kerfis getur orð- ið samkeppni um hráefnið, t. d. milli síldarflutningaskipa, þ. e. a. s. fjarlægra vinnslustöðva, og vinnslustöðva næst veiði- svæðunum; söltunarstöðvar geta keppt innbyrðis um hrá- efnið og svo framvegis. Ef mögulegt væri að finna einhverja hagkvæmustu lausn á uppbyggingu og rekstri hvers kerfis fyrir sig, myndi það því alls ekki jafngilda hagkvæm- ustu lausn fyrir aðalkerfið eða þjóðarbúskapinn í heild. Ef litið er á síldveiðiskipin t. d. og gert ráð fyrir því, að fundnar hafi verið þær stærð- ir skipa (ásamt veiðiútbúnaði), sem mestan arð hefðu gefið miðað við þátttöku í síldveið- um um nokkurra ára bil, þá er ekki þar með sagt, að sú stærð gæfi beztan arð við þær veiðar, sem skipin stunda utan síldveiðitímans. Á sama hátt má hugsa sér, að minnka mætti hagkvæmustu stærð síldveiðiskipa, sem hefðu stöð- ugt samband við síldarflutn- ingaskip, sem staðsett væru á miðunum o. s. frv. Sem dæmi um það að hag- kvæmasta lausn á rekstri og fjárfestingu í síldariðnaðinum gæti verið önnur en það sem þjóðarbúskapnum væri hag- kvæmast má t. d. nefna fólks- flutninga milli landshluta. Ef uppbygging á síldarvinnslu- stöðvum í einum landshluta hefur í för með sér verulegan tilflutning á fólki, þannig að byggð legðist niður, ellegar að veruleg fólksfækkun yrði í öðr- um landshluta, þá er vafasamt að mögulegt sé að meta það á talnalegan hátt, a. m. k. myndu þar koma til margir þættir sem eigi er mögulegt að setja talna- legt mat á, þótt það sé mögu- legt að einhverju leyti. Hér myndi það eingöngu vera hlut- verk stjórnmálamanna að meta, að hve miklu leyti þeir vilja og geta stuðlað að „jafn- vægi í byggð landsins", þótt þeir gætu m. a. haft hliðsjón af ítarlegri OR-athugun á síld- ariðnaðinum. O'perations Research í íslenzka síldariönaðin- um og síldveiöunum Tilgangur OR-athugunarinnar í köflunum hér á undan hef- ur tilgangi og aðferðum OR að nokkru verið lýst, en í þessu til- felli er gengið út frá því að eðlilegur tilgangur sé sá, að OR-athugunin leiði í Ijós þær leiðir sem stuðla myndu að sem mestum hreinum ágóða síldariðnaðarins í heild með því að nýta öll tiltæk gæði (resources) á sem hagkvæm- astan hátt. Slík beztun (opti- mization) á heildarkerfinu myndi því eiga að geta haft í för með sér aukinn hagnað fyrir alla þá aðila, sem hags- muna eiga að gæta í síldveið- um og síldariðnaði. Val úrlausnarefna og úrlausnaraðferðir Margar leiðir eru færar til þess að fást við jafn marg- þætt verkefni og hér er um að ræða. Með tilliti til þeirra upp- lýsinga, sem virtust liggja fyrir, var valin sú leið að nota til úrlausnar verkefnisins „simulation computer pro- gram“, þ. e. a. s. stærðfræði- legt kerfislikan, sem hægt væri að vinna með í rafreikni. Einfaldasta kerfislíkanið má setja fram eins og gert er á mynd 1, þar sem sýnt er eitt veiðisvæði, síldveiðifloti sem fær veiði sína af þessu svæði, vinnslustöðvar sem taka við síldinni frá skipum, og mark- aður sem tekur við síldarafurð- unum. Á mynd 2 er sýnt í stór- um dráttum það kerfislíkan sem notað hefur verið hingað til við frumathuganir. Á mynd 2 er markaðinum sleppt og að- eins teknar síldarbræðslur af vinnslustöðvum, en þær hins- vegar sýndar margar vegna mismunandi staðsetningar á landinu. Hver síldarbræðsla er sýnd sem þrískipt, þ. e. lönd- un, þrær og bræðsla, en afköst við löndun og bræðslu ásamt þróarrými skipta að sjálfsögðu miklu máli. Síldveiðiflotinn er sýndur sem mörg skip og hvert þeirra getur valið um margar síldarbræðslur, sem það siglir með veiði sína til. Ástæður fyr- ir því að þetta kerfislíkan var valið voru, að við frumathugun var einfaldast að taka aðeins eina vinnsluaðferð til með- ferðar. Ennfremur byggjast af- köst alls kerfisins fyrst og fremst á veiðinni sjálfri. Að öðru jöfnu fæst meiri veiði eftir þvi sem raunverulegur veiðitími skips er lengri, þ. e. a. s. eftir þvi sem „dauði tím- inn“ sem fer í siglingu til og frá höfn og löndun er styttri. Eðlilegt virtist þessvegna að byrja á því að athuga, hvern- ig skipin veldu sér löndunar- höfn, með það fyrir augum að sjá, hvort annað val á löndun- arstað hefði aukið afköstin. Þekking á því hvernig skipin velja sér höfn er einnig grund- völlur fyrir athugunum á áhrifum af breytingum á kerf- inu (ný síldarbræðsla o. s. frv.) á heildarafköst. Valið var tímabilið 18. sept. til 7. nóv. 1964 þar sem þá var eingöngu um bræðslu að ræða og upp- lýsingar voru aðgengilegar. Orðið kerfislíkan hefur ver- ið notað hér á undan og það verið táknað með myndum. Raunverulegt kerfislíkan eða reiknilíkan er samsafn af for- múlum og stærðfræðilegum tengslum milli tölulegra stærða, sem í þessu tilfelli er sett saman í forskrift fyrir raf- reikni. Eftirliking (simulation) fer þannig fram, að rafreikni eru gefin upp tölugildi fyrir ákveðnar stærðir sem geta táknað eitt af þrennu: 1) utanaðkomandi áhrif (t. d. staðsetningu veiðisvæðis) sem við getum engin áhrif haft á eða 2) ákvörðunaratriði (t. d. val löndunarhafnar) eða 3) lýsing á hugsanlegu fram- kvæmdaatriði í kerfinu (t. d. stærð og staðsetning vinnslustöðvar). Kerfislíkanið segir síðan raf- reikninum, hvernig á að vinna úr þessum tölum til þess að fá nýjar tölur um afköst o. fl. Rafreiknirinn er síðan látinn reikna í gegn hvernig þróun- in hefði orðið við gefnar að- stæður yfir lengri eða skemmri tíma. Kerfislíkan nr. 2 — 1. stig OR-athugunar Á mynd 2 er sýnt í grófum dráttum, hvernig kerfislíkanið sem nú er unnið við er byggt upp. Hér er raunverulega að- eins um nokkurskonar ein- falda beinagrind að ræða, sem þó felur í sér upplýsingar um: 1) Veiðisvæði með þeim ein- kennum sem ráðandi hafa verið á haustveiðum undan- farandi ára. 2) Síldveiðiflota þar sem gerð er grein fyrir vissum ákvarð- andi stærðum allra skipa. Skipunum er skipt í flokka eftir stærð með 10 tonna mismun milli flokka, en siglingahraði innan hvers flokks er tekinn sem senni- legt meðaltal. 3) Raunverulegt daglegt afla- magn hvers skips á athug- unartímabilinu svaraði til þess að þau hefðu komið til hafnar með 44% af áætl- aðri mestu hleðslu. í kerfis- líkaninu var útreiknuð með- alhleðsla um 2% hærri, þannig að samsvörunin er viðunandi. 4) Um síldarbræðslur: stað- setningu, sennilegustu af- köst við löndun, þróar- rými, bræðslugetu, og mót- tekið síldarmagn úr hverju einstöku skipi. Kerfismyndin (eða reikni- likanið) með fyrrnefndum upp- lýsingum er síðan sett fram 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.