Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 37
Smári sat í herbergi sínu og loftið þar inni var þungt, blýþungt eins og hugs- un hans. Vorið, sem var að rjála við gluggann, kom honum ekkert við. Hann sat aðeins og starði fram fyrir sig, starði á tómatlitað spahettí í potti, þurrt og ógeðslegt eins og ánamaðkar, sem hafa gleymzt í dollu úti í sólskini, starði á mynd af sjálfum sér í opnu vegabréfi. „Þér eruð óþekkjanlegur þarna“, hafði maðurinn á lögreglustöðinni sagt, er Smári lagði fram þriggja ára gamla stúdentsmynd af sér. „Komið með aðra.“ Hann leit nú á myndina í vegabréfinu og sá að þetta var alveg rétt, hann hafði breytzt. Það var kominn einhver ann- arlegur glampi í augun, og drættirnir í kringum munninn vissu næstum lóðrétt niðrávið. Jafnvel hakan hafði afmynd- azt. En var það furða? Eitthvað varð und- an að láta. í tvö ár eða lengur hafði hann húkt í þessari leigukytru, nema þá sjaldan hann fór út og fékk sér matarbita eða rölti yfir að trönunum, sem þarna voru, og reyndi að mála. Stundum skipti hann um léreft á strammanum, en samt var hann alltaf að mála sömu myndina, raða saman hringjum og þrihyrningum svo að úr varð fáránlegur einkaheimur, tilfinn- ingasljór, blóðlaus. Um nætur fleygði hann sér á dívanræksni og reyndi að sofna. En oft hafði honum ekki komið dúr á auga, er dagur tók að skíma. Óljóst vissi hann, hvenær þessi víta- hringur hafði byrjað að dragast um hann. Það var sunnudagsmorgun fyrir tæpum þremur árum. Hann vaknaði við að dyrnar opnuðust, og þegar hann leit upp fyrir sængina, sá hann föður sinn standa við rúmgaflinn. í andliti hans var fyrirboði illra tíðinda, svipurinn harður og næstum ásakandi. Hann sagði ekki neitt í fyrstu, en svo tóku varir hans að titra eins og jarðskorpa, sem er að springa undan ægilegum þrýstingi. „Bróðir þinn,“ sagði hann, „bróðir þinn dó í nótt.“ Dó í nótt? Dó . . . hvað þýddi þetta orð? „Hann fór út með trollinu," hélt fað- ir hans áfram. . . . Út með trollinu? Dó í nótt, nótt, nótt . . . Hvað meinti mannandskotinn að standa þarna eins og glópur og segja þetta? Bubbi dáinn. Út með trollinu? Klæðaskápshurð stóð opin, föt héngu á herðatrjám. Veggir hrundu, hlóðust upp á ný og hrundu. Fötin urðu að aftöku- sveit. „Gráttu," sagði svipurinn á föð- ur hans. „Gráttu," sagði aftökusveitin. Út með trollinu? . . . Grenjandi sjávar- löður, fimm strekktir fingur. Hjálp . . . HJÁLP! Reyndu að gráta. Sýndu föður þínum, að þú berir ærlegar tilfinningar í brjósti. Gráttu . . . GRÁTTU! En svo lokuðust dyrnar og hann var einn eftir. Nákaldur titringur hljóp um hársvörð- inn og geirvörturnar urðu sárar. Minn- ingarnar ruddust að honum. Þeir bræð- urnir höfðu verið svo einstaklega sam- rýmdir. Fundið góðan drullupoll og sull- að í honum dag eftir dag. Gómað dúfur niður við tjörn. Elt stelpur á skautum, hrint þeim og dottið ofan á þær, óvart. Eða haustið, sem þeir lögðust í glæpa- mennsku, stálu eggjum frá kaupmann- inum á horninu, hentu þeim í stein- vegg og veggurinn varð eins og heilt sólkerfi. Seinna fengu þeir sér spýtu með nagla á endanum, teygðu hana inn fyrir búðarborð og hnupluðu vindlapakka. Vindlana reyktu þeir oní skurði, ældu og héldu að guð hefði séð til þeirra. Um tíma voru þeir sannfærðir um, að væri trúin nógu sterk, gætu þeir flogið. Þessi kenning var reynd ofan af skúrþaki, með heldur sársaukafullum árangri. Seinna lásu þeir sömu bækur og skeggræddu þær langt fram á nætur. Um eitt skeið voru þeir alvitrir, en það bráði af þeim eins og hver annar sótthiti. Já, svona hafði þetta verið, en samt gat hann ekki grátið. Augun voru eins og tvö botn- frosin dý, hörð og köld. Ærandi tillitssöm skref og lágværar raddir bárust til hans. Á augabragði hafði andrúmsloftið í þessu gamla timb- urhúsi gjörbreytzt. Samúðarfullar frænkur komu blaðskellandi og þeim fylgdi andstyggileg kaffilykt. Ein þeirra strauk honum um hárið, en tók síðan hughreystandi í hönd hans. Að segja að þær væru hamingjusamar á þessum degi, var kannski of djúpt í árinni tekið. En sorgin virtist búa yfir töframætti, og um stund hófust þær úr nafnlausri eymdinni upp á hátíðlegra plan. Þrjú ár, brot úr eilífð eða eilífðin sjálf, og nú sat hann þarna, hugsunin kald- deyfð, en fyrir brjóstinu líkt og stein- hnullungur, vonleysi, örvilnun. En svo varð honum hugsað til norska olíuskips- ins, sem beið hans í höfninni og myndi í morgunsárið flytja hann á brott úr þessum bæ, á brott í önnur lönd, og við það lyftist heldur á honum brúnin. Hann hlakkaði til þeirrar stundar, er hafið gleypti síðasta hnjúk þessa útskers, þess- arar sögueyju, sem náttúran virtist hafa dritað niður hér úti í miðju Atlantshafi, fyrir einskæra slysni. Það var raunar eina von hans, að minningarnar líktust hverjum öðrum hlut, sem hægt væri að skilja við sig eins og skítuga sokka í plastpoka. Hann leit nú á málverkið, sem var á trönunum, og það pirraði hann. Með erfiðismunum stóð hann upp og gekk yfir að því. Svo setti hann sig í stelling- ar, lét vinstri löpp fram fyrir þá hægri og miðaði vandlega á einn hringinn. Hrrrr.......tu. Stórkostlegt, hugsaði hann, einstök dirfska. Golgrænn hráki á svörtum grunni. Honum var fróun í þessari vitleysu, fannst að um leið og hann skyrpti á myndina, væri hann að skyrpa á sitt eigið afskræmda líf, eins og það hafði verið undanfarin þrjú ár. Já, að hugsa sér, þrjú ár, þriggja ára sjálf- dæmt fangelsi, lokaður inni í kletti, ekki Ijósskíma, engin hljóð. Dauður án þess að vera lík. Hugsunin eins og járnbraut- arlest á leið gegnum myrk jarðgöng. Um- heimurinn ekki til. Ungir menn langt að heiman, að skjóta og stinga í blá- ókunnugt fólk. Hvað kom honum það við? Kennedy myrtur. Snerti hann ekki. Gömul, lasburða kona hrasar á svell- bunka rétt við nefið á honum og er flutt á brott í sjúkrabíl. Það hefði alveg eins getað verið á annarri plánetu. Lítið barn festist í hurð á strætisvagni og dregst fimmtíu metra eftir götunni. Hvað með það? Hann hafði dregið sig inn í skel, búið sér nýja veröld, veröld afskiptaleys- isins. Þar var hvorki dagur né nótt. List hans endurspeglaði þessa veröld. Fólk og hús látin víkja. Engar skoðanir, aðeins litir og form. „Krafa tímans,“ sagði hann við sjálf- an sig. Innst inni vissi hann þó, að það var blekking ein. En hvað, því var að bollaleggja um þetta allt saman núna? Hann var hvort eð er að fara í burtu og myndi aldrei snúa heim aftur, aldrei framar mála. Hann sótti nú sjópoka inn í skáp, ætl- aði að vera búinn að láta niður það 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.