Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 28
Togarinn Nar/i áður en hraðfrystitœkin voru sett í hann. hér á landi hafa menn verið furðu hægfara við að fylgjast með þeirri þróun, sem átt hef- ir sér stað víða um heim með heilfrystan fisk, uppþíðingu hans og endurfrystingu. Hvað aðrar þjóðir hafa aðhafzt i þeim efnum, vil ég drepa á hér í örstuttu máli. Á árunum eftir 1960 gerðu Bretar margvíslegar tilraun- ir í rannsóknarstofnun sinni í Aberdeen, sem Torry Research Station nefnist, með uppþíð- ingu og endurfrystingu á heil- frystum fiski. Báru þær til- raunir svo góðan árangur, að brezkir útgerðarmenn létu breyta gömlum ísfisktogara í heilfrystiskip. V|ar það skip rekið nokkurn tíma við þær til- raunir og varð upphaf á smíði nýs skuttogara, sem sömu eig- endur létu byggja með full- komnum hraðfrystitækjum fyr- ir heilfrystingu. Hét skip þetta „Lord Nelson“. Vestur-Þjóðverjar gerðu einnig tilraunir í sömu átt á nokkrum skuttogurum, en höll- uðu sér meira að fullkomnari vinnslu á fiskinum, létu flaka hann og frysta í blokkir að mestu fyrir heimamarkað. Grískir útgerðarmenn hafa nú talsvert stóran togaraflota, sem búinn er frystitækjum. Sérstaklega er það svokölluð kanalfrysting með loftblæstri, sem þar er notuð. Þá hafa Hollendingar, Norð- menn og fleiri þjóðir aukið verulega framleiðslu sína á heilfrystum fiski. Þróun í þessa átt hjá okkur fslendingum hef- ir fram til þessa aðeins verið sú, að eitt skip, togarinn Narfi, hefir verið búið hraðfrysti- tækjum til heilfrystingar á hverskonar fisktegundum. Hef- ir sú hlið, er snýr að tæknibún- aði, komið vel út, en allmiklir erfiðleikar orðið annað slagið við afsetningu aflans á er- lendan markað, en þó hefir tekizt vel með sölu á 3.500 tonn- um á Rússlandsmarkað tvö s.l. ár. Tilgangur Breta með hinum heilfrysta fiski var sá að hafa að jafnaði nokkurt magn af þeim fiski á lager, til þess að geta tekið hann til sölu á fersk- fiskmarkaðinum eða fylla upp í eyður hjá hraðfrystihúsum sínum, þegar fiskþurrð væri. Allmikið af þeim fiski hefir verið unnið í svokallað „fish- sticks“ með mjög góðum ár- angri. Nú er svo komið að allir hin- ir stærri togarar Breta, sem nú eru í smíðum, eru skut- skip búin frystitækjum fyrir heilfrystan fisk. Því miður er ekki hægt að segja, að slíkur áhugi hafi ríkt hér á landi fyrir þessum nýjungum, því erfiðlega hefir reynzt að fá nokkra fyrir- greiðslu varðandi kaup á nauð- synlegum uppþíðingartækjum, sem nota þarf við fullkomna vinnslu á hinum heilfrysta fiski og endurfrystingu til út- flutnings. Öll meðhöndlun á heilfryst- um fiski er mjög einföld um borð í frystiskipunum. Þar er fiskurinn fyrst blóðgaður, síð- an afhausaður, þveginn og þar á eftir raðað í frystitæki, sem hafa lóðréttar frystiplötur, er skila honum í ýmist 25 eða 50 kílóa blokkum. Þegar fryst- ingu er lokið, flytur botn tæk- isins blokkirnar niður í geymslulest, þar sem þeim er raðað til geymslu. Hagkvæmt þykir að nota þar til gerða palla og lyftara við flutning og geymslu á fiskin- um. Sparar það verulega vinnu- afl og eykur vinnuafköst. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum, sýna að uppþíðing og endurfrysting á heilfrystum fiski hefir borið mjög jákvæðan árangur i flestum tilfellum. Nýverið var hér á ferðinni Kanadamaður, að nafni hr. Mac Callum, sem veitir for- stöðu fiskiðnaðarrannsókna- stofnun Kanada á Nýfundna- landi; flutti hann erindi á veg- um Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins fyrir ýmsa aðila úr fiskiðnaðinum hér á landi. Skýrði hann svo frá að rann- sóknir, sem hann hefir annazt í frystihúsi einu á Nýfundna- landi á síðustu árum, sýndu óumdeilanlega þær niðurstöð- ur, að frysta og þíða mætti heilfrystan fisk allt að sex sinnum án þess að um gæða- rýrnun væri að ræða. Ennfrem- ur taldi hann þungatap svo lítið við uppþíðingu, að það skipti engu máli í rekstri. Þá gat hr. Mac Callum þess, að umgetið hraðfrystihús hefði flutt allan sinn endurfrysta fisk á Ameríkumarkað undir sama vörumerki og einfrystan fisk. Árangur þeirra tilrauna, sem fram til þessa hafa verið gerð- ar víða um heim, gefur ótví- rætt ástæðu til að álíta, að endurfrysting á heilfrystum fiski muni fara ört vaxandi í heiminum og æ fleiri hrað- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.