Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 8
Sjávarútvegur er ein af und- irstöðuatvinnugreinum ís- lendinga og því ekki úr vegi að taka hann til rækilegrar umræðu á þessum afdrifaríku tímamótum, þegar höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar eru í deiglunni og margt á huldu um framtiðarkjör þeirra. í greinunum hér á eftir eru hinir ýmsu þættir innlends sjávarútvegs ræddir af þekkingu og fullri hreinskilni, og er þess að vænta að lesendur verði ýmis- legs vísari um ástand og horfur í þessari veigamiklu atvinnugrein að lestri loknum, þó þeir eygi kannski ekki í sviþinn lausn þess vanda sem nú er við að etja. Þessi mál verður að ræða í þaula og frá öllum hliðum, ef nokkur von á að vera um heilbrigða þróun og heþþilegar leiðir útúr ógöngum. íslendingar eru manna fljótastir að tileinka sér nýjungar, ef þær gefast vel annarsstaðar. Þeir virðast líka stundum eiga áræði og þolgæði til að gera sjálfir tilraunir með nýja tækni, samanber kraftblökkina. En nýjungarnar verða helzt að koma úr útlönd- um, ef nokkur von á að vera til þess að íslendingar taki þær alvarlega eða fái áhuga á þeim. Þetta er löstur sem þarf að upþ- ræta, því margir ungir íslenzkir tæknifræðingar og vísindamenn búa yfir þekkingu og nýjum hugmyndum, sem gætu valdið bylt- ingum, ef þeim væri gaumur gefinn. Þetta á vitaskuld við um öll svið þjóðlífsins, en áþreifanlegast er það, og sennilega afdrifa- ríkast fyrir þjóðarhaginn, á athafnasviðinu. Eitt meginskilyrði far- sællar þróunar er að leggja eyrun við ferskum hugmyndum, hafa augun opin fyrir nýstárlegum möguleikum, hætta sér útí tilraun- ir og jafnvel tvísýnu ef því er að skipta. „Hver ei vogar hann vinnur ei“. Gamlar hefðir eru góðar og skyldu aldrei lagðar fyrir róða af fordild, tepruskap eða gáleysi, en þær mega ekki heldur standa heilnæmri framvindu fyrir þrifum eða verða mönnum hægindi til að hvílast á frá allri umhugsun um morgundaginn. Því er þessu hreyft hér, að sumt I meðfylgjandi greinum kann að orka allnýstárlega á menn sem hafa vanizt „gamla laginu" og vilja halda því, en þá er um að gera að yfirvega málin I ró og næði, án allra hleypidóma eða hindurvitna. Ekki eru nema rótt liðlega tveir áratugir síðan íslenzkur hugvitsmaður, Andrés Gunn- arsson vélstjóri, lagði fram hugmyndir sínar og módel að skuttogara, sem þá var óþekkt fyrirbrigði í veröldinni. Sérstök íslenzk togaranefnd, skipuð fínum mönnum af Alþingi og úr hóþi útvegsmanna, sem hafði hvatt menn til að koma fram með nýjar hugmyndir um skipagerð, vísaði Andrési þrívegis frá með sina hugmynd, og í stjórnarráðinu var honum synjað um alla fyrir- greiðslu. Líkan hans af skuttogaranum var samt sýnt á skipasýn- ingu í Reykjavík árið 1946, og um svipað leyti kom það fyrir augu brezkra áhugamanna. Niðurstaðan varð sú, að eitthvað tveimur árum seinna voru Bretar búnir að smíða tvo skuttogara í Skotlandi; síðan flaug nýjungin vitanlega til annarra landa, og þar kom að íslendingar fengu einnig áhuga á málinu, en Andrés Gunnarsson hefur hvorki haft heiður né hagnað af uþpfinningu sinni undanfar- in tuttugu ár, aðallega fyrir handvömm íslenzkra ráðamanna og erindreka þeirra erlendis. Þessi raunasaga er rifjuð upp til að árétta það, sem við ættum raunar löngu að hafa gert okkur fyllilega Ijóst, að nýjar hugmynd- ir eru frumskilyrði allrar framþróunar, hvort sem er í fiskveiðum, iðnaði, landbúnaði eða verzlun, að ekki sé minnzt á ,,æðri svið", en því miður má segja svipaðar sögur úr öllum þessum greinum hérlendis. Menn með óvenjulegar hugmyndir hafa einatt verið hunzaðir. Einsog áður hefur verið skýrt frá, er ætlunin að helga allstóran hluta hvers heftis af SAMVINNUNNI ákveðnum málaflokki. Sum- um kann að þykja fullmikið í borið að þessu sinni, þegar heilum tuttugu blaðsíðum er varið til umræðu um sjávarútveginn, en þess ber að gæta, að bæði er sjávarútvegur undirstöðuatvinnuvegur íslendinga ásamt landbúnaði og iðnaði, og eins er hann ákaflega fjölþættur. Við höfum reynt að fá sem flesta drætti hans í myndina, sem hér er dregin upþ, og vona ég að hún sé nærri réttu lagi. Einhverntíma á næsta ári er svo ætlunin að taka fyrir með sviþuðum hætti bæði íslenzkan landbúnað og iðnað, en í næsta hefti, sem kemur út I febrúar, verður meginviðfangsefnið „ísland og umheimurinn“. s-a-m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.