Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 49
leysti skapandi krafta þjóðarinnar úr læðingi með því að setja í stjórnarsæti allmarga kreddulausa „teknckrata.“ Þorp einsog Almendralejo vitna sífellt um hinn gamla Spán. Þennan Spán er einmitt að finna inni í landi, og einkum er hann áberandi í fornlegri akuryrkju, sem enn er með hálfgerðu lénsskipulagi. í Almendralejo eru flestir karlmenn landbúnaðar- verkamenn, og líf kvennanna lýtur miðaldalögmálum og sið- ferðilegum fordómum, sem samræmast afturhaldsfyllstu ka- þólsku. En fáeinum kílómetrum norðar má finna Badajós-áætl- unina, áveituframkvæmdir sem á fáum árum hafa breytt ófrjóu landi í nýtízka fagurgræna akra. Badajós-áætlunin er einmitt gott dæmi þess sem unnt er að gera til að bæta ástandið í landbúnaðarhéröðum, þar sem enn vinna 35% hinna 32 milljóna Spánverja. Samtímis verður fólksfækkun í Almendralejo og öðrum sár- fátækum þorpum. Tugir þúsunda landbúnaðarverkamanna hafa flúið frá mannskemmandi kjörum, sem þeir hafa búið við um aldir, til þess að leita sér betri lífsafkomu í stórborgunum. í mörgum héröðum er aðeins aldrað fólk eftir — aldrað fólk og presturinn og ríkislögreglustjórinn. Hið arfgenga viðhorf, „gleði- bros ef á móti blæs,“ er horfið. Orð huggunarinnar um „guð- dómlega reglu heimsins" heyrist æ sjaldnar frá prédikunar- stólunum. Stórborgirnar blása sundur, Madrid ein t. d. með 100.000 inn- flytjendur á ári. í höfuðborginni eru nú 2,4 milljónir íbúa, í Barcelona 1,7 milljónir, og 18 borgir aðrar hafa fleiri en 100.000 íbúa. Ríkisstjórnin hefur gert virðingarverða tilraun til að mæta skyndilegum húsnæðisskorti og hefur á síðustu tveimur árum látið reisa rúmlega hálfa milljón íbúða (miðað við fólksfjölda er það næsthæsta nýbyggingaprósenta í heimi). Mikill fjöldi Spánverja hefur leitað atvinnu erlendis, fyrst og fremst í Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Nú er talið að þeir sem erlendis vinna séu um ein milljón, en það er táknrænt fyrir það stig, sem þróunin heimafyrir hefur þó náð, að tala út- flytjenda á vinnumarkaði er nú í ár að byrja að lækka. Á norðurevrópskan mælikvarða eru meðallífskjör Spánverja varla eftirsóknarverð. Þó hafa síðustu framfaraáætlanir ríkis- stjórnarinnar bætt lífskjörin verulega. Fræðslukerfið á barna- skólastigi, sem fyrir fám árum var talið rétt á borð við Borneo eða Tyrkland í skýrslum Sameinuðu þjóðanna, er nú að verða einna skást á Miðjarðarhafssvæðinu. Barnadauði hefur minnkað um helming og sífellt geta fleiri látið eftir sér að borða minna af brauði og kartöflum, meira af paella og gazpacho. Á tíu árum hefur meðalaldur hækkað um sjö og hálft ár og hinir ungu „Síóasti útflytjandinn": — Jœja, i þessu þorpi hefur vandamál spœnskra sveita að minnstakosti verið leyst. — „ABC“ i Madrid. Formentor-ströndin á Majorka. Spánverjar, sem kvaddir eru til herþjónustu, hafa bætt einum tveim sentímetrum við líkamshæð fyrri ára. Efnahagsþróunin hefur verið furðuleg. Stórar nýtízkar verk- smiðjur rísa, þar sem fyrr sást varla bregða fyrir fjárhirði með hjörð sína. Þriðja stærsta nýbyggingaáætlun í virkjanagerð í heiminum hefur gert kleifa iðnvæðingu, þar sem nú rísa skipa- smíðastöðvar, bílasmiðjur og rafeindaverksmiðjur. Hafin er bygging þýðingarmikillar kj arnorkustöðvar við Barcelona, og það er glöggt dæmi þess, að nýr Spánn er að rísa þar sem áður var Afríka Pýreneaskagans. í allri þessari framþróun hefur ferðamannastraumurinn að sjálfsögðu haft ómetanlegt gildi. í fyrsta lagi hefur hinn mikli fjöldi erlendra ferðamanna — síðasta ár var hann meiri en nokkru sinni fyrr — þýtt það, að röskur milljarður dala hefur streymt inná spænskan peningamarkað — og þar að auki í erlendum gjaldeyri — og í öðru lagi hefur dvöl útlendinga í landinu haft áhrif í þá átt að brjóta niður hundgamlar hefðir, sem oft og tíðum hafa haft miður góð áhrif. Þessi þróun hefur ekki endilega í för með sér, að Spánverjar verði hamingjusamari við að fá tækifæri til að lifa við þau skil- yrði sem betur samræmast nútímanum. Hún þýðir einfaldlega að hver einstaklingur fær nú tækifæri til að velja — velja milli mismunandi atvinnugreina, velja milli þess að sitja um kyrrt að búi sínu eða flytja til annarra staða, velja milli hins gamla þjóðfélagsanda og annars nýrra, einstaklingsbundnara. Hinir nýju tímar hafa ekki firrt Spán vandamálum. Enn er ósvarað mörgum og stórum spurningum, ekki sízt pólitískum. En kyrrstaðan hefur breytzt í hreyfingu. Spænski heimspekingurinn Ortega y Gasset lýsti landi sínu svo, að það væri „rykský sem sat eftir í loftinu, er stór þjóð þeysti eftir þjóðvegi sögunnar.“ Ef til vill getur útlendingur, sem reynir að skilja Spán og Spánverja, sannfærzt um að þjóðin sé ógagnsætt rykský. En þó er jafnvíst, að skilgreiningin á ekki lengur við Spán. Því að stór þjóð þeysir á ný. Þýð.: HP 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.