Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 16
styggja Hitler. Hann hernam Austur-
Pólland, fór í stríð við Finna til að fá
aukið olnbogarúm og kom af stað sovézk-
um byltingum í Eistlandi, Lettlandi og
Lítháen, sem hann innlimaði í ríki sitt.
Hann gerði einnig hlutleysissáttmála við
Japana.
Þegar Hitler lagði undir sig Balkan-
ríkin vorið 1941, varð Stalín áhyggjufull-
ur og mótmælti, en var samt sannfærð-
ur um að Þjóðverjar mundu ekki hætta
á styrjöld við Rússa. Þegar brezki sendi-
herrann í Moskvu, Sir Stafford Cripps,
bar honum skýlausa viðvörun Churchills
um yfirvofandi innrás, brást hann hinn
versti við. Hin mikla loftárás Þjóðverja
22. júní 1941 kom flugher og landher
Rússa í opna skjöldu. í hálfan mánuð
lauk Stalín ekki sundur munni meðan
hermenn hans létu undan síga eftir
gervallri hinni löngu víglínu. Þeir voru
á undanhaldi heila fimm mánuði, stund-
um allt að 200 km. á viku. Mannfall
Rússa var gífurlegt og eyðileggingin í
þorpum og borgum Vestur-Rússlands og
Úkraínu skelfileg. í Dnjepr-orustunni
einni voru teknir yfir 500.000 rússneskir
fangar. Á landinu sem Þjóðverjar tóku
á þessum fimm mánuðum bjuggu 40%
íbúa Sovétríkjanna, þaðan komu 65%
af kolaframleiðslunni, 68% af sorajárn-
inu, 58% af stálinu, 60% af alúmíninu,
95% af kúlulegunum, 38% af korninu og
84% af sykrinum. Eflaust hefur Stalín
stundum verið örvæntingarfullur, því hér
var ekki gildra til að lokka Þjóðverja
inní rússneska veturinn, heldur ósvikn-
ar hrakfarir sem m. a. áttu rætur að
rekja til hans og hinna gömlu félaga
hans í hernum, einkanlega Búdjonnís og
Vorosjílovs.
En Stalín hafði aldrei skort áræði, þol-
gæði eða harðýðgi, og nú urðu þessir
eiginleikar til að lyfta honum hátt yfir
þá Hitler og Mussolini, uppá sama plan
og Churchill. Fyrst lagði hann svo fyrir
að allt skyldi brennt, sem ekki yrði flutt
austurábóginn, þannig að Þjóðverjum og
rússneskum eftirlegukindum yrði ekkert
eftir skilið nema sviðin jörð. Þessum
fyrirmælum var dyggilega hlýtt nema á
nokkrum stöðum í Úkraínu og Kákasus,
þar sem enn brann hatur í garð Rússa og
Stalíns. Stríðið var tilefnislaus árás á
ættjörðina og öll þjóðin reis upp undir
forustu Stalíns, sem var nú í sömu spor-
um og hinir miklu verjendur ættlands-
ins fyrr á öldum. Tugir milljóna Rússa
voru fluttir austurábóginn undan herj-
um Þjóðverja, 1360 verksmiðjur voru
fluttar austuryfir Volgu og Úralfjöll. Þeg-
ar Þjóðverjar komust að útborgum
Moskvu og sovétstjórnin neyddist til að
flytja sig austar, var Stalín um kyrrt
sem herstjóri og huggari.
í desember 1941 hóf hann fyrstu gagn-
árásina, og árangur hennar blés nýjum
kjarki í hann og þjóðina. Bandaríkin
voru nýkomin í styrjöldina eftir árásina
á Pearl Harbour, og Stalín lagði hart að
þeim Churchill og Roosevelt að veita sér
hjálp og gera innrás á meginland
Evrópu vestanvert. Þeir veittu honum
ádrátt um þetta, en urðu að fresta því
bæði 1942 og 1943, og vakti það að nýju
gamla tortryggni Stalíns: kannski ætl-
uðu þeir að láta Rússum blæða út. Sum-
arið 1942 urðu Rússar enn að hörfa und-
an. Leningrad varðist hetjulega þrátt-
fyrir sárasta hungur, Moskva var að
nokkru umkringd, og í suðri sóttu herir
Þjóðverja hratt fram til Volgu og olíu-
lindanna í Kákasus. En heraflanum í
Stalíngrad, sem áður hét Tsaritsýn, gaf
Stalín skipun um að verjast til síðasta
manns. Þar var háð mesta orusta mann-
kynssögunnar frá því í ágúst 1942 framí
janúar 1943. Fyrir báða aðilja, og eink-
anlega fyrir báða einræðisherrana, varð
hún úrslitaraunin sem orðstír þeirra og
málstaður valt á. Barizt var um þessa
miklu iðnaðarborg götu fyrir götu, hús
fyrir hús, unz hún var einn allsherjar-
grafreitur. Á fjórum stöðum komust
Þjóðverjar að ánni eftir feikilegt mann-
fall; verjandi borgarinnar fékk engan
liðsauka, en Þjóðverjar tefldu fram æ
meira liði. Snilldarbragð Rússa var í því
fólgið, að liðsaukinn, sem hefði átt að
fara til Stalíngrad, var sendur til tveggja
annarra herja undir forustu þeirra
Rokossovskís og Malinovskís, sem lögðu
nú til atlögu að norðan og sunnan, þann-
ig að þeir einangruðu sjötta þýzka her-
inn og þurrkuðu hann út, 300.000 menn;
helmingurinn var felldur, hinn tekinn
höndum ásamt von Paulusi hershöfð-
ingja. Eftir þetta voru Þjóðverjar nálega
látlaust á undanhaldi næstu tvö ár og
þrjá mánuði til stríðsloka.
Á því leikur enginn vafi, að frammi-
staða Rússa í heimsstyrjöldinni var öðr-
um þræði árangurinn af miskunnarlausri
iðnvæðingu Stalíns, en þeir hlutu einnig
gífurlega hjálp frá Vesturveldunum. í
þakklætisskyni lagði Stalín ekki einung-
is niður Komintern árið 1943, heldur
veitti grísk-orþódoxu kirkjunni í Sovét-
ríkjunum uppreisn. En ekki leið á löngu
þartil Komintern var endurreist undir
heitinu Kominform. Hinsvegar var heppi-
legra að halda frið við kirkjuna, þegar
Rauði herinn var í þann veginn að leggja
undir sig hin grísk-orþódoxu lönd Balk-
anskagans. Stalín átti þrjá fundi við
leiðtoga Vesturveldanna, Churchill,
Roosevelt og Truman, í Teheran í nóvem-
ber 1943, í Jalta í febrúar 1945 og i Pots-
dam í ágúst 1945. Churchill varð að láta
í minni pokann fyrir Stalín og Roosevelt
í mörgum greinum, en tókst að fá Stalín
til að fallast á tiltekin „áhrifasvæði"
stórveldanna, þannig að Rússar réðu
Rúmeníu og Búlgaríu, Bretar Grikklandi,
en Júgóslavía yrði undir áhrifum
beggja. En þetta samkomulag gleymdist
fljótt eftir að Rauði herinn tók að leggja
undir sig nágrannalönd Sovétríkjanna.
Stalín var ævinlega tortrygginn í garð
bandamanna sinna og hélt að þeir
mundu taka höndum saman við Þjóð-
verja eftir stríðið gegn Sovétríkjunum.
Hann vanmat einlægan vilja vestrænna
þjóða og ríkisstjórna til að skapa nýj-
an heim í samvinnu við Sovétríkin, því
árið 1945 voru hugsjónirnar vissulega
lifandi. Sameinuðu þjóðirnar voru
myndaðar, en frá upphafi voru þær
hrjáðar af tortryggni undangenginna
30 ára og þeim augljósa ásetningi Stal-
íns að gerast nýr tsar Austur-Evrópu.
Hlutur hans í Varsjár-uppreisninni í júlí
1944 var einn ljótasti kaflinn í ferli hans
(hann bannaði jafnvel brezkum flug-
vélum, sem flytja áttu matvæli og lyf til
uppreisnarmanna, að lenda á sovézkri
grund).
Eftir að kjarninn í forustu Pólverja
heima fyrir hafði verið eyddur, setti
Stalín upp leppstjórn í Póllandi. í öllum
löndum Austur-Evrópu nema Grikk-
landi, Tyrklandi og Júgóslavíu skipulagði
hann kommúnistabyltingar „ofanfrá",
þannig að myndaðar voru ríkisstjórnir
á breiðum grundvelli þar sem kommún-
istar réðu lögreglu- og hermálum, og
síðan var samstarfsmönnunum ýtt til
hliðar unz eftir var kommúníSkt einræði.
Þannig var járntjaldið myndað og hið
alræmda kerfi Stalíns allsráðandi frá
Elbu austurað Kyrrahafi: harðstjórn,
lögreglupyndingar, einræði eins flokks,
útrýming pólitískra andstæðinga, skoð-
anakúgun, andleg áþján. Milljónir manna
flosnuðu upp frá heimkynnum sínum og
flýðu í blindni vesturábóginn. Evrópa
var krökk af flóttamönnum, börnum í
leit að foreldrum sínum, foreldrum í leit
að börnum sínum.
í Asíu heimtaði Stalín löndin, sem
Rússar höfðu átt í lok keisaratímans,
fyrir nokkurra daga málamyndaþátt-
töku í stríðinu gegn Japönum, en lofaði
jafnframt að veita Maó Tse-tung enga
aðstoð. Hann reyndi án verulegs árang-
urs að ná ítökum í íran og Tyrklandi.
Síðustu árin sem hann lifði var kalda
stríðið í algleymingi, jafnvægi ógna og
ótta. Árið 1947 neituðu Rússar og lepp-
ríkin að þiggja Marshallhjálpina, 1948
hrifsuðu kommúnistar völdin í Tékkó-
slóvakíu, Tito gerði uppreisn gegn Stalín,
kommúnistar biðu lægra hlut i kosning-
um á Ítalíu og Stalín reyndi að svelta
íbúa Vestur-Berlínar inni, en varð að
hætta við þá fyrirætlun eftir árið.
Stalín gaf upp öndina í marz 1953 og
var lagður við hliðina á Lenín í graf-
hýsinu á Rauðatorgi, þaðan sem hann
var síðar fluttur. Meðan hann stóð á
likbörunum og lofsöngvarnir um hann
bergmáluðu um gervallt landið, börðust
félagar hans um völdin. Vildarvinur
hans, Bería yfirmaður öryggislögregl-
unnar, var skotinn, en baráttunni lauk
með því að Krústsjov varð ofaná og fletti
ofanaf glæpaferli Stalíns með eftirminni-
legum hætti. Stalín er svo flæktur í
lygar sjálfs sín og annarra, að sennilega
verður aldrei hægt að draga upp rétta
mynd af honum: hann var í senn bylt-
ingarmaður og afturhaldsseggur, læri-
sveinn Leníns og svikari byltingarinnar,
framsýnn skipuleggjari og blóðugur harð-
stjóri, rússneskur þjóðernissinni og full-
trúi þjóðernisminnihluta. Hitler og Stal-
ín voru jafningjar í grimmd; þó er mun-
ur á þeim: uppaf ótölulegum fórnar-
lömbum Hitlers rís ekkert nema ódaunn
spillingarinnar, en uppaf ótölulegum
fórnarlömbum Stalíns rís annað helzta
stórveldi heimsins, Sovétríkin.
16