Samvinnan - 01.06.1968, Page 10

Samvinnan - 01.06.1968, Page 10
Norræna samvinnusamband- ið á 50 ára afmæli um þess- ar mundir, og birtist af því tilefni grein um starfsemi þess eftir forstjórann, Lars Lundin, sem er sænskur. En slík tímamót eru einnig verðugt tilefni til að taka íslenzk samvinnumál til gagngerðrar umræðu á þessum vettvangi. í meðfylgj- andi átta greinum eru málefni samvinnuhreyfingarinnar rædd frá ýms- um hliðum, bæði af starfsmönnum hennar og mönnum utan vébanda hennar sem hafa aðstöðu til að sjá hana í öðru og kannski ferskara Ijósi, þannig að ábendingar þeirra og gagnrýni kynnu að stuðla að lausn þeirra margvíslegu vandamála sem hreyfingin stendur nú and- spænis, jafnt innávið sem útávið. Leitað var til tveggja manna í viðbót, sem hafa látið sig mál skyld samvinnuhreyfingunni nokkru skipta, þeirra Valdimars Kristinssonar viðskiptafræðings, sem er viðriðinn „Hagkaup" í Reykjavík, og Eyjólfs Konráðs Jónssonar ritstjóra, sem hérlendra manna mest hefur haldið á loft hugmyndinni um almenningshlutafélög, en hvorugur þeirra treyst- ist til að leggja hér orð í belg, hvernig sem á því stendur. Fáum mun blandast hugur um að íslenzka samvinnuhreyfingin standi nú á afdrifaríkum tímamótum, þar sem taka verði mið af gerbreyttum viðhorfum sem skapazt hafa á síðustu áratugum með hinni umfangs- miklu byltingu í búsetu og öllum þjóðháttum landsmanna. Um mikilsvert hlutverk samvinnuhreyfingarinnar í sveitum landsins bæði fyrr og síðar er þarflaust að orðlengja — það liggur hverjum sjáandi manni í augum uppi, einnig þeim sem kunna að vilja hreyfinguna feiga. Vitanlega ætti hún eðli sínu samkvæmt að gegna svipuðu hlutverki í þéttbýlinu og gerir það raunar víða, ekki sízt á Akureyri þar sem hún er hinn eiginlegi burðarás bæjarfélagsins. En henni hefur ekki auðnazt að hasla sér svipaðan völl á sunnanverðu Faxaflóasvæðinu þar sem rúmur helmingur þjóðarinnar er búsettur, og það er í glímunni við þennan vanda sem framtíðarörlög hennar kunna að ráðast. Vandkvæðin á Faxaflóasvæðinu eiga sér að einhverju leyti sögulegar og jafnvel flokkspólitískar orsakir, sem hverfa úr sögunni þegar að- stæðurnar sem skópu þær breytast, og þær eru raunar þegar ger- breyttar. Það hlýtur að verða eitt af höfuðverkefnum samvinnuhreyfing- arinnar næsta áratug að tengjast verkalýðshreyfingunni og viðleitni hennar á raunhæfan og frjóan hátt, þannig að þessar tvær fjölmenn- ustu félagsmáiahreyfingar landsins starfi saman að einu marki einsog átt hefur sér stað í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Ekkert tækifæri má láta ónotað til að fá því framgengt. Ekki verður því með góðu móti neitað, að samvinnuhreyfingin hafi öllum öðrum fremur staðið vörð um og stuðlað að innlendu framtaki, í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og útflutningi. Það mun verða eitt meginhlutverk hennar í framtíðinni að efla íslenzkt framtak og halda því á loft til verndar íslenzkum hagsmunum í sívaxandi kapphlaupi erlendra stórfyrirtækja um aðstöðu hérlendis. Með þessu kann hún að skapa sér óvild og andstöðu þeirra valdamanna sem vantreysta frumkvæði, dugnaði og hugkvæmni eigin þegna og ala á þjónkun við erlend sjónarmið, en sú óvild verður þá bara sæmd hennar og að- alsmerki. Ein af orsökum þeSs, að samvinnuhreyfingin hefur náð minni fót- festu í þéttbýlinu við sunnanverðan Faxaflóa en viðunanlegt sé, kann að vera sú, að hún hefur um of einbeitt sér að lausn efnahags- og við- skiptavandamála, en látið félagsmál og þjóðmál liggja í láginni. Eng- inn neitar því, og allra sízt Islendingar, að pyngjan sé veigamikill þátt- ur í mannlífinu, en maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, segir í gamalli bók, og það er á andlega sviðinu, í hugsjóna- og menn- ingarbaráttunni, sem hreyfingin getur og á að gegna samskonar hlut- verki og hún gerir á viðskiptasviðinu. Samvinnuskólinn að Bifröst er löngu búinn að vinna sér nafn sem einn bezti og menningarlegasti skóli landsins. Með útgáfu og út- breiðslu tímarits á borð við Samvinnuna gefst annað gullið tækifæri til að hafa jákvæð og varanleg áhrif á þróun menningarlífsins í landinu og varðveizlu þjóðarmetnaðar. Samvinnan er þegar orðin vandaðasta, fjölbreyttasta og útbreiddasta menningartímarit íslendinga, og nú ber að vinna að þvl af alefli og alúð að hún berist sem víðast um byggðir landsins og verði vettvangur þar sem beztu og ritfærustu menn þjóð- arinnar leiða saman hesta sína og láta Ijós sín skína landslýðnum til örvunar og eggjunar. Við það er hreint ekkert unnið, að allt sem í ritinu birtist veki samúð og samsinni lesenda, heldur á það að vekja til umhugsunar og andmæla, ef þörf gerist, þannig að gustur frjálsrar hugsunar og opinskárra umræðna leiki sífellt um síður þess. Lánist það, mun ásannast að Samvinnan verður ekki lítilvægasta framlag sam- vinnuhreyfingarinnar til eflingar íslenzku framtaki, metnaði og sjálf- stæði. s-a-m.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.